Drífum þetta bara af eða bitnar það á þjónustustiginu?

Já, ferðamönnum er að fjölga.

Það er ansi ánægjulegt og skemmtilegt.

Það er samt sem áður ekki sérlega sniðugt að fá svona mörg skemmtiferðaskipt í einu.

Eins og sagt er frá í fréttinni, þá verða líklega ansi margar rútur á ferðinni með ferðamenn hingað og þangað.

Þá er spurning hvort að þjónustustigið verði lakara.  

Það má alls ekki bara drífa þetta af og láta það bitna á þjónustustiginu.

Þá getur það endað þannig að allir verða óánægðir með ferðina um Ísland.

Reynum að vinna hratt og vel en samt sem áður halda uppi góðu þjónustustigi.

Þetta er vissulega törn, en hún verður að vera með bros á vör og góðu viðmóti. 

Til lengri tíma litið er ekki sniðugt að fórna þjónustustiginu fyrir hærri tekjur til skemmri tíma. 


mbl.is Lúxusvandi í ferðaþjónustu 18. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Auðvitað verðum við að bæta þjónustunni fyrir ferðamenn og sérlega þar sem von er á mörgum gestum í einu. Maður hefur nú lent í því að stjórna í dagsferðum með farþegum skemmtiferðaskipa að mest allur tími á áfangastöðunum fór í það að gestirnir þurftu að standa í biðröð til að komast á snyrtingu, sérlega kvennamegin. Nú er fyrir löngu kominn tími til að leggja meira fjármagn í uppbyggingu á ferðamannastöðunum. Ekki er hægt - eins og í gleðibankanum- að taka bara út, einnig þarf að leggja inn.

Úrsúla Jünemann, 1.5.2012 kl. 10:20

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Úrsúla, þakka þér fyrir þessa athugasemd og flott viðlíking við Gleðibankann.

Það þarf virkilega að skoða þessi mál og gera ferðamannastaði tilbúna fyrir fjölgun ferðamanna.

Stefán Júlíusson, 1.5.2012 kl. 10:25

3 identicon

Stefán vonandi áttu eftir að koma að ferðamálum á Íslandi hinu góða.

Pistlar þínir um ferðageirann á fróni eru athyglisverðir að ýmsu leiti. að mínu mati finnst mér vanta heilstæða og öfluga framtíðaruppbyggingu í ferðageiranum,ekkert á að koma okkur á óvart,við eigum ætíð að vera tilbúin,snöggum breytingum, og óvæntum uppákomum t,d hvernig náttúran okkar getur tekið uppá. Góðir punktar hjá Úrsulu.

OG mundu það ágæti Stefán að við þurfum ekki að láta innlima okkur inní eitthvert samband til að vera þjóð á meðal þjóða.

Númi (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 18:31

4 Smámynd: Stefán Júlíusson

Þakka þér fyrir Númi,

Mig langar mikið að koma til Íslands og taka þátt.

Já, alveg rétt. Það á alls ekki að innlima Sandgerði í Reykjanesbæ. Reykjanesbær er stórveldi sem er að hruni komið. ;)

Stefán Júlíusson, 2.5.2012 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband