Suðurnesin tapa markaðshlutdeild

Það eru góðar fréttir að ferðamönnum er að fjölga á Íslandi.

Gistinóttum fjölgar því einnig samferða fjölgun ferðamanna.

Ef við horfum á fjölda gistinátta í Reykjavík, þá voru þær 104.300 og fjölgaði um 40% á milli ára á sama tímabili.

Á Suðurnesjum voru gistinætur 5.100 og fjölgaði um 15% á milli ára á sama tímabili.

Gistinætur á Suðurnesjum voru því tæp 5% af gistinóttum í Reykjavík.

Ferðamenn er stærsta hlutfall þeirra sem gista á hótelum og gistiheimilum.

Þó svo að það er fjölgun gistinátta á Suðurnesjum, þá er svæðið að tapa markaðshlutdeild.

Það verður að sporna gegn því.   

Markaðsskrifstofa Suðurnesja og fyrirtæki í ferðaiðnaði á Suðurnesjum þurfa að setja meiri kraft í samstarf sín á milli og kynna svæðið betur.  Kynningin á að láta okkur fá þá tilfinningu að Suðurnesin er einstakt svæði, eins og það er.

Það eru til mörg verkfæri sem hægt er að nota við markaðssetningu. 

Það verður að vera langtíma markmið að auka markaðshlutdeild svæðisins. 


mbl.is Gistinóttum fjölgar mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband