Niðurlægður andstæðingur verður sjaldan góður samherji
18.5.2012 | 09:20
Það er bráðgaman að fylgjast með umræðum á Íslandi hérna heima í Berlín.
Það virðist vera að það eina sem sameinar íbúa Íslands eru að kunna að deila.
Það virðist ekkert geta sameinað þjóðina.
Eigum við ekkert sameiningartákn? Er það ekkert sem sameinar okkur?
Hvernig væri það að finna út hvað við eigum sameiginlegt. Hverjir okkar sameiginlegu hagsmunir fyrir framtíðina eru.
Það er gott að vera ósammála og í raun stundum nauðsynlegt.
En eigum við þá að nota slæmt orðbragt eða niðurlægja andstæðingin?
Niðurlægður andstæðingur verður sjaldan góður samherji.
Ef við þurfum að niðurlægja andstæðing, þá erum við að lýsa yfir eigin rökþrotum.
Við þurfum að geta rætt málefni án þess að þau verði persónuleg.
Hvort við göngum í ESB, hver verður næsti forseti, hver er í ríkisstjórn eða hvar verður virkjað á landinu eða ekki hefur heldur ekkert með okkar "persónulega" rými að gera.
Þetta eiga ekki að vera persónuleg málefni þar sem við þurfum að tæta í okkar allt og alla sem eru ekki sammála okkur.
Hvað ætli það séu mörg góð málefni sem hafa glatast vegna deilna?
Deilur leysa engan vanda heldur búa frekar til fjöldamörg ný.
Eitt af þessum vanda er að margir sjá ekki muninn á sér og ríkinu. Margir halda að þeir séu hluti af ríkinu. Við erum ekki hluti af ríkinu, heldur hluti af landsmönnum.
Við kjósum Alþingismenn, forseta og bæjar- eða sveitarstjórnarmenn. En við ráðum ekki hvað aðrir kjósa og það eru ekki síðra fólk þó svo það kýs ekki eins og ég.
Deilum, en gerum það málefnalega. Aðrir geta það, af hverju ekki við?
Mike Curb Congregation er með á hreinu:
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:34 | Facebook
Athugasemdir
Þegar kosið var til alþingis 2009 völdu kjósendur að hér yrðu átakastjórnmál.
Ríkisstjórnin er lengst til vinstri - engin miðja.
Ég hefði viljað að rammaætlun hefði komið inn í þingið án aðkomu þröngra hugjóna ráðherra umhverfis&iðnaðar.
Aðalvandamál okkar er að enginn axllar ábyrð á einu eða neinu.
b.kv.óðinn.
Óðinn Þórisson, 18.5.2012 kl. 10:54
Það er alltaf einhver annar en við sem byrjum að deila.
Það finnst mér nokkuð ljóst.
En finnst það ekki einnig þeim sem við deilum við, að við byrjuðum en ekki þeir?
Stefán Júlíusson, 18.5.2012 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.