"Hype" í ferðaþjónustu
19.5.2012 | 13:19
Alltaf erum við að leita að einhverju "hype".
Ein lausn sem hentar öllum og gerir alla ríka.
Það sem við vitum flest er að það er aldrei eitt fyrirtæki eða lausn sem bjargar heiminum.
Eftir að við sáum að bankarnir á Íslandi voru ekki sjálfbærir, þrátt fyrir sögur um annað, þá sjáum við vonandi að það er ekki til ein töfralausn.
Hvert einasta fyrirtæki, ef það er sjálfbært, er töfralausn eigenda þess, birgja og viðskiptavina.
Það er nóg.
Þegar við hættum að leita að því eina sanna sem á að bjarga Íslandi, þá er okkur bjargað.
Facebook olli vonbrigðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vel orðað og ég er sammála. Fjölbreytnin er best ; að dreifa eggjunum sem víðast. Of miklu púðri eytt í leitinni að súper-allsherjar-töfralausn !
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 19.5.2012 kl. 13:33
Já, ég skil ekki af hverju það er enn verið að leita að hinnu einu sönnu lausn á Íslandi.
En gangi öllum vel. ;)
Stefán Júlíusson, 19.5.2012 kl. 13:46
Pillurnar sem áttu að lækna allt hafa verið afr slæmar heilsu atvinnulífsins og byggðarinnar í landinu hvort sem það eru Álver, refarækt eða draumar um alþjolegt fjármálahöbb á Íslandi.
Kínalífselexírinn sem átti að lækna hvern hvilla sem á menn herjaði skilaði því að menn urðu drukknir í skamma stund og vöknuðu svo með illvíga magapínu.
Það fór þó aldrei svo að við yrðum sammála um eitthvað.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2012 kl. 16:16
Kínalífselexírinn er samlíking sem óvart vísar líka til ákveðinna ónefndra draumóra norðaustur á fjöllum.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2012 kl. 16:19
Ferðaþjónustan er góð með og ágæt sem lím í byggðakjarna sem hefur einhver margfeldi í för með sér. Hún verður þó aldrei Alfa og Omega í atvinnulífi og afkomu landsins. Hún byggir líka á fallvöltum grunni og duttlungafullum breytum rétt eins og sjávarútvegur og orkunýting. Menningarlega og andlega held ég að hún sé þó hollari, og jarðnærari en flest annað í okkar atvinnulífi. Það segir reynslan mér þó.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2012 kl. 16:24
Jón Steinar, það hafa verið gefnar út skýrslur erlendis sem virðast benda til þess að Ísland hafi góðan möguleika í framtíðinni hvað ferðaþjónustu varðar.
Spurning hvort að við kunnum að lesa þær eða hvort verð í ferðaþjónustu verði lækkuð það mikið og forskotinu þannig glatað.
Stefán Júlíusson, 19.5.2012 kl. 20:42
É TRÚI Á SJÁLFSTÆTT Í S L A N D.
Númi (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.