Stolt og siðferði. Hvað erum við að selja?
4.3.2013 | 20:38
Nú er verið að fjalla um að Findus og önnur fyrirtæki hafi notað hrossakjöt í stað nautakjöts í framleiðslunni sinni.
Einnig hefur komið í ljós að fyrirtæki á Íslandi noti ekki kjöt í kjötrétti og að innihaldslýsing á matvöru er ekki í samræmi við hvað er í raun í matvörunni.
Það geta allir gert mistök, en hversu mikið er hægt að rekja til mistaka?
Þegar við erum að selja eitthvað, þá eigum við að vera stolt af því sem við seljum. Við eigum einnig að hafa siðferði til þess að framleiða og selja vöru sem við erum stolt af.
Ef við hugsum aðeins til skamms tíma til að búa til gróða til skamms tíma, þá verður langtíma markmiðum aldrei náð. Ef þeim verður náð, þá verður það miklu kostnaðarsamara og erfiðara.
Við munum einnig eftir umræðunni um iðnaðarsalt og ummæli nokkurra framleiðenda. Sumum þeirra var alveg sama þó svo að saltið væri ekki til manneldis. Það var samt nothæft.
Framleiðendur sem hugsa ekki um neytandann munu ekki standast samkeppni til lengri tíma.
Við verðum að vera stolt af því sem við erum að selja og hafa siðferði til þess að gera það sem rétt er og koma heiðarlega fram við neytendur.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Við upp til hópa erum ekki mjög góðir neytendur, kaupa inn í flýti og hoppa á allskonar vörur sem eru vel auglýstar en illa merktar. Fyrir mér eru mjög mikið unnar matvörur frekar á bannlista, ég er á góðu kaupi að elda sjálf og úr hráefni sem ég veit hvað er.
Úrsúla Jünemann, 5.3.2013 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.