Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012
Orlofshús á Grímsstöðum
19.7.2012 | 10:39
Nú er komið í ljós að Núbó ætlar ekki aðeins að byggja hótel, gólfvöll og bílastæði.
Ekki veit ég hvernig einstaklingar halda að ferðaþjónusta á landssvæði byggist aðeins á þessari þrennu.
Nú hefur Núbó gefið út að hann hafi selt orlofshús til kínverja.
Þetta er það sem er gert þegar verið er að þróa stór svæði undir ferðamannaiðnað.
Þetta er gert til þess að fá ríka einstaklinga á svæðið. Þeir eru tilbúnir að eyða meiri pening á svæðinu og koma reglulega.
Ég fagna þessu og hlakka til að sjá framhaldið.