Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2014
Hækkun vsk. á gistingu er það rétta leiðin til aukinna skatttekna?
22.8.2014 | 19:15
Það eru ekki fallegar fréttirnar sem berast um svarta starfsemi í hótel- og gistihúsarekstri.
Skatttekjur virðast lækka eftir því sem ferðamenn koma til landsins.
Lengi hefur verið talað um að hækka skatta á gistiþjónustu. En augnablik, áttu ekki skatttekjur að hækka með auknum fjölda ferðamanna?
Heiðarlegt fólk í gistiþjónustu á í harðri samkeppni við aðila sem eru að selja gistingu í svartri starfsemi. Ekki aðeins að BnB er að selja gistingu til lengri tíma (lægri kostnaður per nótt) þá er verið að selja hana svarta, af sumum. Ég vil ekki fullyrða.
Að hækka skatta á gistingu fær fleiri heiðarlega til að leita leiða til að greiða ekki skatta.
Ransóknir hafa sýnt að verð á hótelgistingu muni ekki hækka ef vsk. hækkar. Þannig er verið að lækka tekjur til fyrirtækja sem hafa svo minna milli handanna að greiða laun o.þ.h.
Við skulum fyrst vinna gegn svartri starfsemi áður en við hækkum skatta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)