Stolt og siðferði. Hvað erum við að selja?
4.3.2013 | 20:38
Nú er verið að fjalla um að Findus og önnur fyrirtæki hafi notað hrossakjöt í stað nautakjöts í framleiðslunni sinni.
Einnig hefur komið í ljós að fyrirtæki á Íslandi noti ekki kjöt í kjötrétti og að innihaldslýsing á matvöru er ekki í samræmi við hvað er í raun í matvörunni.
Það geta allir gert mistök, en hversu mikið er hægt að rekja til mistaka?
Þegar við erum að selja eitthvað, þá eigum við að vera stolt af því sem við seljum. Við eigum einnig að hafa siðferði til þess að framleiða og selja vöru sem við erum stolt af.
Ef við hugsum aðeins til skamms tíma til að búa til gróða til skamms tíma, þá verður langtíma markmiðum aldrei náð. Ef þeim verður náð, þá verður það miklu kostnaðarsamara og erfiðara.
Við munum einnig eftir umræðunni um iðnaðarsalt og ummæli nokkurra framleiðenda. Sumum þeirra var alveg sama þó svo að saltið væri ekki til manneldis. Það var samt nothæft.
Framleiðendur sem hugsa ekki um neytandann munu ekki standast samkeppni til lengri tíma.
Við verðum að vera stolt af því sem við erum að selja og hafa siðferði til þess að gera það sem rétt er og koma heiðarlega fram við neytendur.
Hótelið selur sig sjálft!
14.2.2013 | 09:59
Ég hef mjög mikla trú á því að hótel á þessum stað muni nærri því selja sig sjálft.
Hótel á þessum stað mun einnig styrkja mjög sölu á ráðstefnum í Hörpu.
En auðvitað gengur ekkert án þess að hafa gott og reynslumikið fagfólk sem veit hvað það er að gera og gengur skipulega til verka.
Söludeild hótelsins þyrfti að sjá um sölu á ráðstefnum í Hörpunni.
Ferðamönnum er að fjölga mikið og hótel á þessum stað mun styrkja Reykjavík og geta skapað sér algera sérstöðu á markaðnum.
Ég bíð spenntur yfir framhaldinu.
Líklega rætt við aðra bjóðendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alveg rétt ákvörðun að slíta fundi
24.10.2012 | 22:58
Ég ætla ekki að segja mikið um það sem fram fór á þessum fundi.
Ég ætla samt að segja að það alveg rétt að slíta þessum fundi og boða til annars.
Það er ekki gott að það séu deilur í svona samtökum.
Tíminn verður vonandi notaður til að menn ræði saman og komist að samkomulagi fyrir næsta fund.
Ég vil vinna að uppbyggingu á Suðurnesjum og nenni ekki að taka þátt í starfi þar sem mesti krafturinn fer í innanhús átök. Þá er betra að sleppa því að mæta eða taka þátt í starfinu.
Ég hlakka til að mæta á næsta fund.
Við náum aðeins að kynna Suðurnesin ef við gerum það í sameiningu. Við þurfum ekki alltaf að vera sátt við leiðina sem er farin. Mismunandi fyrirtæki, mismunandi hagsmunir.
Árangurinn sjáum við stundum fyrst eftir nokkur ár.
Aðalfundurinn endaði í upplausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Virðisaukaskattskerfi eru oft flókin
15.8.2012 | 01:41
Það er alltaf gaman að heyra umræður um hækkun og lækkun vsk. og hvað á að vera í hvaða flokki.
Áhugaverðust fannst mér umræðan í Þýskalandi.
Þar eru einnig margir ferðamátar undanþegnir vsk.
Ég er búinn að gleyma hvaða dýr eru í hvaða flokki, en hestar og asnar eru ekki í sama vsk. flokki í Þýskalandi. Það var ekki deilt um að það væri réttlátt.
Deilan snérist um það í hvaða flokki múlasnar ættu að vera.
Hún var skemmtileg og var ég hissa á því hversu alvarlegir umræðugestir voru.
Greiða engan virðisaukaskatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Orlofshús á Grímsstöðum
19.7.2012 | 10:39
Nú er komið í ljós að Núbó ætlar ekki aðeins að byggja hótel, gólfvöll og bílastæði.
Ekki veit ég hvernig einstaklingar halda að ferðaþjónusta á landssvæði byggist aðeins á þessari þrennu.
Nú hefur Núbó gefið út að hann hafi selt orlofshús til kínverja.
Þetta er það sem er gert þegar verið er að þróa stór svæði undir ferðamannaiðnað.
Þetta er gert til þess að fá ríka einstaklinga á svæðið. Þeir eru tilbúnir að eyða meiri pening á svæðinu og koma reglulega.
Ég fagna þessu og hlakka til að sjá framhaldið.
Neikvæðni í hagvexti
16.6.2012 | 18:57
Mér finnst það ansi áhugavert að menn eru svartsýnir.
Það er mikill hagvöxtur á Íslandi í dag og virðist Ísland vera komið upp úr kreppunni.
Auðvitað eru enn gjaldeyrishöft og get ég skilið vel að þau ein geri menn neikvæða.
Þegar ég les svona, þá hugsa ég stundum um það hvort menn tali stöðuna svarta þó svo að hún sé jákvæð.
Auðvitað er frumvarp um ný sjávarútvegslög ekki til þess fallin að gera menn jákvæða í greininni.
Líklega þarf ekki heldur að byggja eins mikið og fyrir hrunið 2008 en var þá ekki byggt of mikið, eða hvað?
Ég man að fyrstu árin mín var sífellt talað um það að aldrei hefði verið byggt minna og allt væri á niðurleið. Samt hef ég aldrei séð eins marga byggingakrana á ævinni eins og á þessum tíma.
Það getur verið að allt saman sé svart, en við hvað erum við að miða?
Stjórnendur benda á dökkar horfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað er hægt að gera?
13.6.2012 | 16:55
Það er ekki gaman að bíða svona lengi í Boston.
Boston er auðvitað frábær borg og gaman að vera þar í nokkra daga þegar það er áætlað.
það er ekki gaman að bíða eftir flugfari til Íslands.
Delta er að fljúga frá New York JFK.
Af hverju er ekki flogið með farþegana frá Boston til NYC til Keflavíkur?
Flugfélög eru í samkeppni. Ég hefði samt ætlað að flugfélögin ættu samstarf þegar svona kemur fyrir. Það er að Delta myndi fljúga með farþega Icelandair til Keflavíkur.
Kannski eru þetta léleg samskipti. Kannski hafa flugfélögin aldrei talað saman.
En þegar svona gerist, þá á samkeppnin að víkja.
Þegar ég starfaði í Berlín á hóteli, þá létum við oft samkeppnina víkja þegar við áttu í erfiðleikum.
Við í ferðaiðnaðinum verðum að standa saman þegar svona gerist.
Nokkrir tímar urðu að tveimur dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
En hvað með tækifærin?
20.5.2012 | 21:09
Við einblínum allt of mikið á hættur og veikleika.
Í fréttinni segir;
"Aðstandendum þessa blaðs hefur fundist að ekkert skorti á að rætt sé um þau vandamál og þær ógnir sem bíða landbúnaðarins innan Evrópusambandsins, bæði raunverulegar en ekki síður ímyndaðar".
Vandamál og ógnir, en ekkert er talað um að það verði að ræða tækifæri.
Ég held að við séum öll sammála um það að styrkir séu ekkert sérstakir og að best sé að þeir sem kaupi vöruna greiða einnig fyrir hana.
Ég ætla ekki að fjalla um hvort ég er með eða á móti aðild að ESB, en af hverju alltaf að horfa á neikvæðu hliðarnar?
Við eigum að horfa á það sem er jákvætt og býr til tækifæri. Annars verður ekkert til.
Nýtt blað um áhrif aðildar að ESB á landbúnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Hype" í ferðaþjónustu
19.5.2012 | 13:19
Alltaf erum við að leita að einhverju "hype".
Ein lausn sem hentar öllum og gerir alla ríka.
Það sem við vitum flest er að það er aldrei eitt fyrirtæki eða lausn sem bjargar heiminum.
Eftir að við sáum að bankarnir á Íslandi voru ekki sjálfbærir, þrátt fyrir sögur um annað, þá sjáum við vonandi að það er ekki til ein töfralausn.
Hvert einasta fyrirtæki, ef það er sjálfbært, er töfralausn eigenda þess, birgja og viðskiptavina.
Það er nóg.
Þegar við hættum að leita að því eina sanna sem á að bjarga Íslandi, þá er okkur bjargað.
Facebook olli vonbrigðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Niðurlægður andstæðingur verður sjaldan góður samherji
18.5.2012 | 09:20
Það er bráðgaman að fylgjast með umræðum á Íslandi hérna heima í Berlín.
Það virðist vera að það eina sem sameinar íbúa Íslands eru að kunna að deila.
Það virðist ekkert geta sameinað þjóðina.
Eigum við ekkert sameiningartákn? Er það ekkert sem sameinar okkur?
Hvernig væri það að finna út hvað við eigum sameiginlegt. Hverjir okkar sameiginlegu hagsmunir fyrir framtíðina eru.
Það er gott að vera ósammála og í raun stundum nauðsynlegt.
En eigum við þá að nota slæmt orðbragt eða niðurlægja andstæðingin?
Niðurlægður andstæðingur verður sjaldan góður samherji.
Ef við þurfum að niðurlægja andstæðing, þá erum við að lýsa yfir eigin rökþrotum.
Við þurfum að geta rætt málefni án þess að þau verði persónuleg.
Hvort við göngum í ESB, hver verður næsti forseti, hver er í ríkisstjórn eða hvar verður virkjað á landinu eða ekki hefur heldur ekkert með okkar "persónulega" rými að gera.
Þetta eiga ekki að vera persónuleg málefni þar sem við þurfum að tæta í okkar allt og alla sem eru ekki sammála okkur.
Hvað ætli það séu mörg góð málefni sem hafa glatast vegna deilna?
Deilur leysa engan vanda heldur búa frekar til fjöldamörg ný.
Eitt af þessum vanda er að margir sjá ekki muninn á sér og ríkinu. Margir halda að þeir séu hluti af ríkinu. Við erum ekki hluti af ríkinu, heldur hluti af landsmönnum.
Við kjósum Alþingismenn, forseta og bæjar- eða sveitarstjórnarmenn. En við ráðum ekki hvað aðrir kjósa og það eru ekki síðra fólk þó svo það kýs ekki eins og ég.
Deilum, en gerum það málefnalega. Aðrir geta það, af hverju ekki við?
Mike Curb Congregation er með á hreinu:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)