Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sjálfbær þróun og ferðaiðnaðurinn

Ég hef stofnað þetta blogg til þess að skrifa um ferðaiðnaðinn og sjálfbæra þróun.

Sjálfbær þróun, hvað er það?

Í Brundtland-skýrslunni, sem kom út árið 1987, er sjálfbær þróun skilgreind á eftirfarandi hátt:

"Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum." 

 World Tourism Organization skilgreinir sjálfbæra þróun í ferðaiðnaði á eftirfarandi hátt: 

“Tourism that takes full account of its current and future economic, social and environmental impacts, addressing the needs of visitors, the industry, the environment and host communities”

Sjálfbær þróun byggir ekki á því að "eyða" peningum eða "fórna" gróða til þess að gera eitthvað gott fyrir umhverfið.  Sjálfbær þróun byggir á því að auka tekjur, minnka kostnað og gera eitthvað gott fyrir umhverfið og samfélagið í leiðinni.  Það gera sér allir grein fyrir því að án hagnaðar er engin sjálfbær þróun.

Á myndbandinu sem fylgir þessu bloggi er hægt að fylgjast með því hvernig hótelstjórinn Hervé Houdré og starfsfólk hans innleiðir sjálfbæra þróun í rekstur Willard hótelsins í miðri Washington D.C.

Myndband: Willard InterContinental - The Next 100 Years


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband