Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Samkeppnisforskot Íslands er ekki að selja forskotið úr landi
14.4.2012 | 09:45
Annaðs lagið kemur í fréttum að áhugi sé fyrir því að leggja sæstreng til Evrópu og selja rafmagn.
Mér finnst það ekki góð hugmynd.
Ég tel nefnilega hvernig orkan er framleidd á Íslandi vera forskot fyrir íslenska framleiðslu.
Þetta forskot á ekki að vera selt úr landi.
Þau fyrirtæki sem vilja íslenska orku eiga að koma til Íslands og nýta orkuna á Íslandi.
Svo á auðvitað yfir höfuð ekki að nýta í dag alla virkjunarmöguleika. Við verðum einnig að hugsa aðeins fram í tímann og hugsa hvernig næstu kynslóðir ætla að framleiða orku. Íslendingum er að fjölga og það verðum við að hafa í huga og við megum ekki grafa undan þeirra tækifærum á eðlilegum hagvexti.
Annað forskot sem við höfum er að raforka á Íslandi er ódýr. Ef sæstrengur verður lagður, þá hækkar að öllum líkindum raforkuverð á Íslandi, eða á að "gefa" Íslendingum rafmagnið sem annars er hægt að selja á miklu hærra verði erlendis?
Við eigum að hugsa um náttúruna og samfélagið á Íslandi sem gefur okkur meiri hagnað og hagvöxt en að flytja eitt af forskotum landsins til útlanda.
Gæti kallað á fleiri virkjanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Erfitt fyrir alþjóðlegt fyrirtæki að starfa á Íslandi
3.4.2012 | 15:52
Það getur ekki verið annað en erfitt að starfa sem alþjóðlegt fyrirtæki í landi sem ríkja höft í gjaldeyrisviðskiptum.
Áherslur breytast með þeim. Öllum erlendum gjaldeyri er haldið í burtu frá því landi þar sem höftin eru. Það er alveg augljóst og þannig haga öll fyrirtæki sér og það stendur í öllum kenslubókum.
Það er betra fyrir DFFU, Samherja, að selja fiskinn þangað sem engin höft eru. Alveg augljóst að gera það þegar Samherji er í skoðun, grunað um brot á gjaldeyrislögum.
Við verðum einnig að spyrja okkur hvort efnahagsmál eru svo slæm á Íslandi að krónan á í hættu á að falla ef eitt fyrirtæki skilar ekki öllum sínum gjaldeyri til landsins.
Þessir nokkru milljarðar eiga ekki að hafa þessi áhrif á krónuna, nema í áróðursleik stjórnvalda.
Seðlabankinn á líklega eftir að fara í gegnum allt bókhaldið og koma auga á eitthvað sem ekki er alveg eftir reglum þess og lögum frá Alþingi því ég tel annað vera útilokað hjá svona stóru alþjóðlegu fyrirtæki. Þó svo að fyrirtækið telji sig fara eftir bestu getu eftir lögum og reglum.
Í raun eru öll fyrirtæki með dótturfyrirtæki erlendis með stöðu "grunaðra" í dag og ættu að vera ransökuð. Ef allt á að vera gert rétt, þá ætti Seðlabankinn að setja "gjaldeyriskommissara" í hvert fyrirtæki sem stundar útflutning. Er það þetta sem við viljum?
Er ekki þessi ransókn Seðlabankans dæmi um að krónan er í mjög vondum málum?
Ég veit að þessi færsla er útúrdúr frá því sem ég ætla mér að blogga um, en ferðaiðnaðurinn er útflutningsgrein eins og sjávarútvegurinn.
Samt léttur því sólin skín og ég sé hérna mörg tækifæri.
"Umframhagnaður" ræddur á Alþingi og bréf til SAF
29.3.2012 | 08:16
Ég rataði óvart á vefsíðu Alþingis í gær. Þór Saari
Ég var svo viss um að ég yrði leiðinlegur og neikvæður á eftir að horfa á umræður um nýtt kvótafrumvarp.
En nei, ég var ansi hress á eftir að horfa á umræðurnar því deilt var um orðið "umframhagnaður".
Það getur aðeins verið mjög vitræn umræða byggð á rökum og þekkingu.
Ég hló mig máttlausan.
Hvað er eiginlega "umframhagnaður"? Er það hagnaður sem er meiri en ríkið leyfir?
Þegar fyrirtæki er rekið, á það þá að passa sig á því að sýna ekki umframhagnað?
Ég veit það ekki, svei mér þá.
En ég fann þessa grein frá 1997 um "umframhagnað" og kvótamál.
Mér finnst mikilvægt að Alþingi ræði mál á faglegum nótum en ekki með einhverjum furðulegum hugtökum.
Alþingi á ekki heldur að setja fyrirtækjum í landinu fyrir hver arðsemi þeirra á að vera (eða umframhagnaður).
EBIDTA, er það hugtak enn mikið notað á Íslandi?
Í lokin vil ég benda á grein og bréf til Samtaka ferðaþjónustunnar sem Þór Saari skrifaði. Það vekur upp umhugsun hvort það sé "umframhagnaður" í greininni.
Þetta á ekki að vera gagnrýni á ríkisstjórnina eða stjórnarandstöðuna, heldur aðeins smá umhugsun í byrjun dags.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábært framtak og örlítið um öfgamenn
20.3.2012 | 16:40
Þetta er mjög gott framtak hjá Alþingi. Áhugavert að sjá að bæði stjórn og stjórnarandstaða unnu að þessu máli.
En um hvað snýst þetta allt saman hjá þeim og eykur þetta ekki bara kostnað og útgjöld að óþörfu?
Nei, þetta getur lækkað útgjöld til lengri tíma litið. Það er gott mál.
Grænt hagkerfi er framtíðin.
Það sem hefur vantað mikið uppá er að þjóðin fái betur að kynnast því hvað grænt hagkerfi er og hvað sjálbærni og sjálfbær þróun er.
Það er ekki langt síðan að Vakinn kynnti umhverfisvottun fyrir ferðaiðnaðinn. Ég tel rétt að sem flest fyrirtæki taki þátt í því verkefni og ég hvet önnur fyrirtæki að athuga hvaða vottun er í boði fyrir þau. Hægt er að skoða það á vefsíðu Umhverfisstofnunar.
Síðust daga hafa einstaklingar og hópar verið kallaðir öfgamenn. Það er auðvitað ekki hægt að taka þátt í umræðu þar sem menn eru sakaðir um öfgamennsku.
Það er enginn öfgamaður að vilja vernda náttúruna. Það er enginn öfgamaður að vilja veiða hval. Það er enginn öfgamaður að vilja virkja. Þetta eru mismunandi skoðanir og sumir eru með ákveðnari skoðanir en aðrir.
Ef við ræðum saman, þá komumst við að niðurstöðu. Ég er 2svar sinnum búinn að blogga um ummæli Rannveigar Rist og ætla ekki að gera það aftur. En fáir hafa áhuga á því sem hún segir því ummælin sameina að einhverju leyti þá sem vilja iðnað og þá sem vilja vernda náttúruna.
Nú verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu hjá Alþingi og þjóðinni.
Græna hagkerfið verði eflt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað segir Rannveig Rist?
19.3.2012 | 16:20
Ef við skoðum fréttir frá síðustu viku á mbl.is og viðtal við Rannveigu Rist.
Þá kemur eftirfarandi fram;
"Benti hún á að tillaga iðnaðar- og umhverfisráðherra um flokkun virkjanakosta fæli í sér verndun á yfir helmingi virkjanakosta."
"Aftur á móti væri þar boðað grænt ljós á undirbúning umtalsverðrar orkuöflunar, eða sem nemur um 13 teravattstundum. Sú orka myndi duga fjórum Straumsvíkurálverum og að auki til 20-földunar ylræktar."
Þarf að fara í fleiri virknaframkvæmdir en þetta?
Síðasta setning í greininni er eftirfarandi;
"Loks sagðist Rannveig sannfærð um að iðnfyrirtæki landsins yrðu í fararbroddi nýrrar sóknar á Íslandi."
Þingmenn forðist gífuryrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umhverfisvernd og pólitik
19.3.2012 | 08:52
Umhverfisvernd virðist vera mjög pólitískt mál á Íslandi.
Vinstrimenn vilja varðveita náttúruna og hægri menn vilja nýta náttúruna.
En stenst þessi fullyrðing? Vilja ekki allir nýta náttúruna?
Spurningin er hvort við viljum nýta náttúruna með sem minnstri eyðileggingu og skemmdum.
Mér finnst mjög áhugavert að fylgjast með umræðunni á Íslandi.
Mér finnst hún vera rúmum 30 árum á eftir mörgum þjóðum í Evrópu eins og t.d. Þýskalandi.
Hægri menn hugsa ekki minna um náttúruna en vinstri menn.
Meirihluti þýsku þjóðarinnar hefur það viðhorf í dag að sjálfbær þróun er mikilvæg.
Í sjálfbærri þróun er hugsað um hagnað, samfélagið og náttúruna.
Hagnaður á að byggja á samfélagslegri ábyrgð og valda sem minnstum spjöllum eða engum á náttúrunni.
Mörg fyrirtæki, smá og stór, erlendis starfa með þetta að leiðarljósi. Íslensk fyrirtæki geta misst markaðsforskot ef þau fara ekki að átta sig á þessu.
Tökum náttúruvernd út úr pólitík og sameinumst um sjálfbæra þróun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Reality check! Jákvæðni er handan við hornið
15.3.2012 | 15:56
Hrikalega eru allir jákvæðir.
Ég er mjög bjartsýnn í dag hvað Ísland og framtíð þess varðar.
Ef við hlustuðum oftar á fólk eins og Rannveigu Rist, þá værum við líklega jákvæðari.
Það er margt jákvætt að gerast á Íslandi, það finnst engum fréttnæmt. Það selur ekki.
Síðustu daga hafa þingmenn verið að rífast á bloggum og á Facebook í staðin fyrir að ræða málin og finna lausnir á vandamálunum.
Það eru alltaf einhverjir fletir sem hægt er að vera sammála um.
Pólitík snýst því miður allt of oft um að fela þá fleti og rífast um mál sem menn verða aldrei sammála um.
Það eigum við ekki að taka okkur til fyrirmyndar.
Við eigum að taka Rannveigu til fyrirmyndar.
Slæmt siðferði rót vandans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Virkjun = Peningar og gróði?
10.3.2012 | 09:50
Án virkjana verða einnig til tekjur og hagvöxtur. Þetta er fullyrðing sem er ekki röng.
Það eru margir möguleikar á hagvexti án þess að virkja.
Við þær aðstæður getum við sagt að arðsemi íslenskrar orku sé ansi há. Það er háar tekjur lág orkunotkun.
Álvinnsla notar ansi mikla orku og er því ekki arðsöm fyrir náttúru Íslands.
Mikill vöxtur hefur verið í ferðaiðnaði án þess að þurft hafi að virkja.
Rammaáætlunin sem unnin hefur verið og er til umræðu á Alþingi er mjög góð. Þar er tekin ákvörðun um það hvað hægt er að virkja. Þá vitum við hve mikla orku er hægt að nýta.
Næsta þrep er að halda áfram uppbyggingu á "orkuvænum" iðnaði, þ.e. iðnaði sem þarf ekki mikla orku.
Iðnaður þarf jú mismikla orku eftir starfsemi.
Styrkur Íslands er náttúran. Við sjáum það á fjölgun ferðamanna á síðustu árum og áratugum. Náttúruna getum við selt hærra verði en aðrir.
Arðsemi ferðaiðnaðar er hærri þar sem hugað er að náttúrunni en t.d. á Benidorm. Hvað er sérstakt við Benidorm sem ekki er hægt að fá annars staðar?
Frumvinnsla á málmum verður aldrei styrkur Íslands því málmur er einsleit vara. Einsleit vara býr ekki til samkeppnisforskot í framtíðinni.
Ef við nýtum orku landsins með sjálfbæra þróun í huga mun styrkur landsins njóta sýn áfram og ný tækifæri myndast í framtíðinni. Nóg er samt sem áður af tækifærum í dag sem verið er að nýta.
Við skulum hugsa um virkjanir út frá styrkleikum og tækifærum landsins. Allir pólitískir flokkar ættu að vera sammála um það.
Ég mæli með því að horfa á myndbandið með Michael E. Porter sem er hér að neðan svo og myndbandið um "Blue Ocean Strategy".
Come and be Inspired by Iceland:
Michael E. Porter talar um "nýsköpun og samkeppni":
Blue Ocean Strategy
Engar virkjanir í neðri Þjórsá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umhverfisvænt bæjarfélag með forystuhlutverk í ferðaiðnaði
6.3.2012 | 20:24
Ég hef þegar skrifað um innflutning á sorpi á álit mitt á því. Ég vil ekki að Reykjanesbær flytji inn sorp.
En nú skulum við skoða Framtíðarsýn Reykjanesbæjar sem hefur verið gefið út og skýrir stefnu bæjarfélagsins til 2015.
Í því stendur að bæjarfélagið vill vera aðlaðandi og umhverfisvænt.
"Ekki síst viljum við skapa börnum okkar bestu tækifæri í öruggu, aðlaðandi og umhverfisvænu samfélagi til að rækta hamingju og heilbrigði, afla sér góðrar menntunar og áhugaverðra framtíðarstarfa."
Þar stendur einnig að það hafi forystu í ferðaiðnaði.
Reykjanesbær hefur forystu um að kynna ýmsa viðburði og staði sem spennandi er fyrir innlenda og erlenda gesti að heimsækja hér í bæjarfélaginu. Stapinn, Víkingaheimar, Duushús, Stekkjarkot o.fl. staðir fái nægt fjármagn til kynningar á sínum verkefnum.
Þannig að stefna Reykjanesbæjar er að vera umhverfisvænt bæjarfélag sem hefur forystu í kynningu á viðburðum og stöðum fyrir innlenda og erlenda gesti.
Ég hef ekki trú á því að bæjarfélagið ákveði að fórna þessari forystu fyrir sorpbrennslu.
Ekki gott að flytja inn iðnaðarsorp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýnasistar, íslenski fáninn og Breivik. Er það ímynd Íslands?
6.3.2012 | 12:50
Það er ekki langt síðan að visir.is kom með umfjöllun um það að verslunin Thor-Steinar væri að nota íslenska fánann í fötunum sínum.
Thor-Steinar er þýsk verslun sem selur föt handa ný-nasistum í Þýskalandi.
Nú er keðjan að opna nýja verslun í Chemnitz og hún heitir Brevik.
Það mynnir nú ansi myndarlega á Breivik sem stóð fyrir fjöldamorðum og börnum og fullorðnum í Noregi í fyrra.
Berliner Zeitung fjallar um málið í dag. Spiegel Online fjallar um málið á ensku.
Þetta er nú ansi gott fyrir ímynd Íslands erlendis. Að föt með íslenska fánanum er seld hjá Thor-Steinar í verslun sem heitir Brevik.
Nokkur ár eru síðan að fyrirtækið hætti að nota norska fánann eftir að norsk yfirvöld fóru í mál við Thor-Steinar.
Nú ætti að vera kominn tími til að íslensk stjórnvöld gerðu eitthvað í þessu. Allavega að ráðfæra sig við norsk og þýsk stjórnvöld.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)