Erfitt fyrir alþjóðlegt fyrirtæki að starfa á Íslandi

Það getur ekki verið annað en erfitt að starfa sem alþjóðlegt fyrirtæki í landi sem ríkja höft í gjaldeyrisviðskiptum.

Áherslur breytast með þeim. Öllum erlendum gjaldeyri er haldið í burtu frá því landi þar sem höftin eru. Það er alveg augljóst og þannig haga öll fyrirtæki sér og það stendur í öllum kenslubókum.

Það er betra fyrir DFFU, Samherja, að selja fiskinn þangað sem engin höft eru. Alveg augljóst að gera það þegar Samherji er í skoðun, grunað um brot á gjaldeyrislögum.

Við verðum einnig að spyrja okkur hvort efnahagsmál eru svo slæm á Íslandi að krónan á í hættu á að falla ef eitt fyrirtæki skilar ekki öllum sínum gjaldeyri til landsins.

Þessir nokkru milljarðar eiga ekki að hafa þessi áhrif á krónuna, nema í áróðursleik stjórnvalda.

Seðlabankinn á líklega eftir að fara í gegnum allt bókhaldið og koma auga á eitthvað sem ekki er alveg eftir reglum þess og lögum frá Alþingi því ég tel annað vera útilokað hjá svona stóru alþjóðlegu fyrirtæki. Þó svo að fyrirtækið telji sig fara eftir bestu getu eftir lögum og reglum.

Í raun eru öll fyrirtæki með dótturfyrirtæki erlendis með stöðu "grunaðra" í dag og ættu að vera ransökuð. Ef allt á að vera gert rétt, þá ætti Seðlabankinn að setja "gjaldeyriskommissara" í hvert fyrirtæki sem stundar útflutning. Er það þetta sem við viljum?

Er ekki þessi ransókn Seðlabankans dæmi um að krónan er í mjög vondum málum?

Ég veit að þessi færsla er útúrdúr frá því sem ég ætla mér að blogga um, en ferðaiðnaðurinn er útflutningsgrein eins og sjávarútvegurinn.

Samt léttur því sólin skín og ég sé hérna mörg tækifæri. Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband