Samherji og siðferðiskennd Íslendinga

Siðferði á að skipa stóran sess í rekstri fyrritækja.

Vakinn, ný umhverfisvottun í ferðaþjónustu, gerir þá kröfu að fyrirtæki skrifi undir siðareglur áður en að fyrirtækið fær vottun.

Þó svo að Samherji er ekki fyrirtæki í ferþaþjónustu, þá er vert að skoða umfjöllun um fyrirtækið.

Það er sakað um að brjóta íslensk lög.

Í gær ákvað Samherji að dótturfyrirtæki sitt í Þýskalandi hætti viðskiptum við íslensk fyrirtæki Samherja á meðan að rannsókn á sér stað á meintum brotum.

Er það ekki eðlilegt að fyrirtæki hætti viðskiptum sem gætu fallið undir brot á gjaldeyrislögum á meðan á rannsókn stendur?

Þetta hefur einnig áhrif á þýska fyrirtækið.  Ég þekki ekki til þess að fyrirtæki í Þýskalandi fái að halda áfram viðskiptum sem geta hugsanlega verið ólögleg og eru ransökuð af yfirvöldum.

Þetta er auðvitað sárt fyrir þá einstaklinga og bæjarfélög sem hafa notið þess að fá fisk frá DFFU. 

En meint lögbrot er meint lögbrot.

Mér sýnist hér ein ástæða hrunsins vera komin í ljós, miðað við umræðu um málið eftir fréttirnar frá DFFU.

Siðferðiskennd margra Íslendinga virðist leyfa áframhaldandi lögbrot á meðan það er talið vera "almannahagur".

Það finnst mér ekki vera rétt.  Lög eru lög sem á að fara eftir og ef vafi er á því hvort verið sé að brjóta lög, þá á að hætta þeirri starfsemi sem er undir grun á meðan verið er að rannsaka málið.

Eða á að dæma fyrirtækið fyrri gróf brot sem héldu áfram á meðan á rannsókn málsins stóð?

Almannahagur byggir á lögum og reglum sem farið er eftir en ekki tilfinningu fólks á hvað er rétt eða rangt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

""Er það ekki eðlilegt að fyrirtæki hætti viðskiptum sem gætu fallið undir brot á gjaldeyrislögum á meðan á rannsókn stendur?"

Bítur þessi setning ekki svolítið í rassinn á sér?

Ertu að segja að með því að draga sig út, þá séu þeir að viðurkenna að þeir hafi vitandi vits verið að brjóta lög?  Væri það ekki svolítið stúpid?

Nú bera þeir því við að þeir viti ekki hver sökin er og hafi ekki fengið að vita það og því séu þeir farnir.  Þeir eru þá líklega þeir einu sem hafa ekki hugmynd um það. Þorsteinn Már vissi það í viðtali við Kastljós en kannski hefur hann gleymt því á leið norður.

Þeir eru sakaðir um að selja sér sjálfum á undirverði og þannig brjóta gjaldeyrishöftin og jafnvel skattalög. Er þetta svo flókið?

Ég held að þetta sé annað tveggja gert til að sýna mátt sinn og hafa í hótunum eins og stórfyrirtæki gera. Álverin hóta að taka sig upp ef þau fá ekki að stækka, fái skattaívilnanir eða lægra orkuverð.  Það er þekkt. Nú a hinn bóginn er þetta eitthvað skálkaskjól til að koma undan gögnum eða breiða yfir eitthvað misjafnt. Hvað veit ég svosem?

Hefðu þeir haldið kúlinu væri ég tilbúinn að trúa því að þetta væri byggt á miskilningi eða rógi, en þessi viðbrögð staðfesta fyrir mér að eitthvað er til í ásökununum.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2012 kl. 06:53

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir eru í raun að hætta að versla við sjálfa sig, sem er svolítið ankannalegt. Þeir eru við báða enda borðsins hérna.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2012 kl. 06:56

3 Smámynd: Stefán Júlíusson

Jón Steinar, þakka þér fyrir athugasemdirnar.

En er það ekki einmitt vegna þess að þetta er "sama" fyrirtækið aðþað er enn mikilvægara að hætta þessum viðskiptum á meðan að rannsókn stendur yfir?

Seðlabanki Íslands er ekki búinn að gefa út hvað verið er að rannsaka.  Vilhjálmur svaraði fyrir ásakanir sem komu fram í Kastljósi og talið er að Seðlabankinn sé að rannsaka.

Ef horft er út frá fyrirtækinu, þá er þetta mjög eðlilegt og siðferðilega rétt á meðan að ekki er vitað hvaða lög er verið að brjóta.

Spurning getur vaknað hvort Samherji sé að kaupa fisk af DFFU á yfirverði til þess að koma meiri gjaldeyri úr landi og skrá minni hagnað á fiskvinnslunni hér á landi en meiri hjá DFFU.

Á meðan þetta er ekki vitað, hvað á þá að gera?   Hugsanlega halda áfram lögbrotum?

Stefán Júlíusson, 4.4.2012 kl. 07:10

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað um að selja á réttu verði og halda sig á mottunni á meðan verið er að garfa í þessu?

Það er bölvaður fyrirsláttur að segja að þeir viti ekki hvað er verið að rannsaka. Þetta eru engin geimvísindi. Þú ert búinn að nefna það hér. Er eitthvað annað sem gæti komið til greina? Þetta er seðlabankinn sem fer fram á rannsóknina. Hvað skyldi hann nú vilja upp á dekk? Go figure.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2012 kl. 07:18

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir eru í dilemma þarna. Þeir kjósa að loka vegna þess að ef þeir leiðréttu misferlið nú, þá væru þeir að viðurkenna að þeir viti upp á sig sökina. Þetta segir þá sögu eina að þeir eru brotlegir og það eru til tölur sem varpa einmitt þessum grunsemdum á þetta. Tölur sem urðu upphafið að umfjöllu kastljóss og síðan rannsóknarinnar.

Þorsteinn Már svaraði engu í Kastljósi heldur svaraði austur þegar spurt var í vestur. Hann tíundaði ítrekað veltutölur fyrirtækisins og skiptahlut sjómanna auk þess að klifa á mikilvægi og stærð fyrirtækisins á svæðinu. Hann svaraði ekki einni efnislegri spurningu heldur lét sem að hann væri hafinn yfir lög vegna auðs og viktar. Það vita allir hversu stór Samheji er. Það var enginn að spyrja hann að því.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2012 kl. 07:25

6 Smámynd: Stefán Júlíusson

Jón Steinar, ég er búinn að útskýra ástæðu þess að mér finnst rétt að DFFU hætti öllum viðskiptum á Íslandi á meðan á rannsókn stendur yfir.

Eins og ég skrifaði hér að ofan, þá er ekki rétt að eiga í viðskiptum á milli fyrirtækja sem er verið að rannsaka af yfirvöldum.

Það kom einnig fram að fyrirtæki Samherja á Kanarýeyjum hafi tekið þátt í krónuútboði Seðlabankans.  Það var síðasta spurning spyrilsins í Kastljósviðtalinu.

Þannig getur Samherji á Íslandi keypt vörur DFFU á yfirverði á Íslandi og látið fyrirtækið á Spáni taka þátt í krónuútboðinu.  Spurning.

Við vitum ekki hvað verið er að rannsaka fyrr en Seðlabanki Íslands gefur það út.

Það er þeirra yfirvalda sem eru að rannsaka Samherja að gefa út hvaða viðskipti verið er að rannsaka en ekki Kastljóss.

Stefán Júlíusson, 4.4.2012 kl. 07:35

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við skulum bara sjá hvað setur, en sú ákvörðun að halda byssunni að eigin höfði og hrópa heimsendir er eins fáránleg og hugsast getur.

Þetta eru sömu mennirnir að hóta sjálfum sér og höggva undan sér fót og hlaupa svo í blöðin og segja það vera seðlabankanum að kenna að þeir geti ekki staðið í lappirnar.  Þvílíkt sjónarspil! Þvílíkur hálvitagangur! Trúa þeir virkilega að þeir hljóti einhverja sympatíu fyrir þetta?

Yrðu það fyrstu viðbrögð þín að leggja niður vinnu og flytja úr landi ef skatturinn tæki bókhaldið þitt og gæfi sér tíma í að svara hverju hann væri að sælast eftir?

Ef þeir vita ekki hvað þeir eru sakaðir um þá ættu þeir eiginlega að vera frekar confident um að ekkert misjafnt finnist og því bíða sýknunnar rólegir eins og hver annar.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2012 kl. 07:50

8 Smámynd: Stefán Júlíusson

Jón Steinar, þakka þér fyrir.

En eru það ekki fjölmiðlar sem komu yfirlýsingunni á framfæri?

Mér fynndist það frábært ef yfirlýsing frá "mínu" fyrirtæki væri svona vel kynnt í blöðum og netheimum.

Ef yfirvöld tækju bókhaldið í skoðun án ástæðna, eins og Samherji telur í þessu tilviki, þá myndi ég reyna að fækka þeim snertifletum sem rannsóknin gæti beinst að og þannig að fyrirtækið yrði fyrir sem minnstu tjóni.

Samherji er ekki að fara á hausinn, fiskurinn úr skipunum fer eitthvað annað og fyrirtækið gerði þetta ekki ef hætta væri á því.

Þakka þér fyrir athugasemdirnar.

Stefán Júlíusson, 4.4.2012 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband