Virkjun = Peningar og gróði?

Án virkjana verða einnig til tekjur og hagvöxtur.  Þetta er fullyrðing sem er ekki röng.

Það eru margir möguleikar á hagvexti án þess að virkja.

Við þær aðstæður getum við sagt að arðsemi íslenskrar orku sé ansi há.  Það er háar tekjur lág orkunotkun.

Álvinnsla notar ansi mikla orku og er því ekki arðsöm fyrir náttúru Íslands.

Mikill vöxtur hefur verið í ferðaiðnaði án þess að þurft hafi að virkja.

Rammaáætlunin sem unnin hefur verið og er til umræðu á Alþingi er mjög góð.  Þar er tekin ákvörðun um það hvað hægt er að virkja.  Þá vitum við hve mikla orku er hægt að nýta.

Næsta þrep er að halda áfram uppbyggingu á "orkuvænum" iðnaði, þ.e. iðnaði sem þarf ekki mikla orku.

Iðnaður þarf jú mismikla orku eftir starfsemi.

Styrkur Íslands er náttúran.  Við sjáum það á fjölgun ferðamanna á síðustu árum og áratugum.  Náttúruna getum við selt hærra verði en aðrir. 

Arðsemi ferðaiðnaðar er hærri þar sem hugað er að náttúrunni en t.d. á Benidorm.  Hvað er sérstakt við Benidorm sem ekki er hægt að fá annars staðar?

Frumvinnsla á málmum verður aldrei styrkur Íslands því málmur er einsleit vara.  Einsleit vara býr ekki til samkeppnisforskot í framtíðinni.

Ef við nýtum orku landsins með sjálfbæra þróun í huga mun styrkur landsins njóta sýn áfram og ný tækifæri myndast í framtíðinni.  Nóg er samt sem áður af tækifærum í dag sem verið er að nýta.

Við skulum hugsa um virkjanir út frá styrkleikum og tækifærum landsins.  Allir pólitískir flokkar ættu að vera sammála um það.

Ég mæli með því að horfa á myndbandið með Michael E. Porter sem er hér að neðan svo og myndbandið um "Blue Ocean Strategy".

Come and be Inspired by Iceland:

Michael E. Porter talar um "nýsköpun og samkeppni":

Blue Ocean Strategy


mbl.is Engar virkjanir í neðri Þjórsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband