Í stuttu máli sagt, íslenskt lambakjöt ekkert betra en annað lambakjöt.
Það sem okkur finnst best við íslenska lambakjötið er að það er íslenskt og vegna þess að okkur hefur verið sagt að það er best.
Ég grillaði kótelettur frá Nýja-Sjálandi á páskunum fyrir íslenska félaga mína í Berlín í fyrra. Engum okkar fannst það ný-sjálenska öðruvísi en það íslenska.
Það er markaðssetningin sem skiptir máli.
Okkur hefur verið sagt að íslenska lambakjötið sé það besta í heimi. Nú er verið að selja íslenskt lambakjöt víða um heim. Það er auglýst sem sjálfbært.
Ef við tökum "matarmílurnar eða "matarkílómetrana" frá þá er það einnig sjálfbært þar sem það er selt utan Íslands. Sumir segja að það sé alls ekki sjálfbært vegna allra ríkisstyrkjanna sem bændur fá fyrir framleiðsluna. En ég vil ekki ræða um það hér, enda önnur umræða.
En hvernig seljum við lambakjötið á Íslandi til ferðamanna? Stendur á matseðlum "lambakjöt" eða stendur "íslenskt lambakjöt"?
Besta og ódýrasta markaðssetning á lambakjöti erlendis er ef lambakjöt á matseðlum hér á landi og annars staðar væri merkt "íslenskt".
Ferðamenn vilja oftast prófa eitthvað innlent. Til þess, þarf það að vera merkt íslenskt. Samkvæmt skoðanakönnunum eru erlendir ferðamenn mjög ánægðir með ferðina til Íslands.
Væri ekki gott ef þeir færu einnig með þá hugmynd í höfðinu að íslenska lambakjötið væri það besta í heimi?
Niðurstaða, merktu uppruna lambakjötsins því góð markaðssetning byrjar á Íslandi.
![]() |
Íslenskt lambakjöt á bestu veitingastöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)