Íslenskt lambakjöt, er það eitthvað betra? Kanski aðeins rétt markaðssetning.

Í stuttu máli sagt, íslenskt lambakjöt ekkert betra en annað lambakjöt.

Það sem okkur finnst best við íslenska lambakjötið er að það er íslenskt og vegna þess að okkur hefur verið sagt að það er best.

Ég grillaði kótelettur frá Nýja-Sjálandi á páskunum fyrir íslenska félaga mína í Berlín í fyrra. Engum okkar fannst það ný-sjálenska öðruvísi en það íslenska.

Það er markaðssetningin sem skiptir máli.

Okkur hefur verið sagt að íslenska lambakjötið sé það besta í heimi. Nú er verið að selja íslenskt lambakjöt víða um heim.  Það er auglýst sem sjálfbært.

Ef við tökum "matarmílurnar eða "matarkílómetrana" frá þá er það einnig sjálfbært þar sem það er selt utan Íslands. Sumir segja að það sé alls ekki sjálfbært vegna allra ríkisstyrkjanna sem bændur fá fyrir framleiðsluna. En ég vil ekki ræða um það hér, enda önnur umræða.

En hvernig seljum við lambakjötið á Íslandi til ferðamanna? Stendur á matseðlum "lambakjöt" eða stendur "íslenskt lambakjöt"?

Besta og ódýrasta markaðssetning á lambakjöti erlendis er ef lambakjöt á matseðlum hér á landi og annars staðar væri merkt "íslenskt".

Ferðamenn vilja oftast prófa eitthvað innlent. Til þess, þarf það að vera merkt íslenskt. Samkvæmt skoðanakönnunum eru erlendir ferðamenn mjög ánægðir með ferðina til Íslands.

Væri ekki gott ef þeir færu einnig með þá hugmynd í höfðinu að íslenska lambakjötið væri það besta í heimi?

Niðurstaða, merktu uppruna lambakjötsins því góð markaðssetning byrjar á Íslandi.


mbl.is Íslenskt lambakjöt á bestu veitingastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er líka út af því að við er vön því. Manni finnst yfirleitt best sem maður er vanur.

Á Íslandi hefur hugsunin verið í ggnum tímnn, að vegna þess að okkur þykir það best - þá hljóti öllum öðrum að þykja það best.

Alveg sama hugsunin og þegar Ísland sendi lag í Júróvisíon í fyrsta skipti. þá var formsatriði að fara þarna og hirða fyrsta sætið. Vegna þess einfaldlega að íslensk tónlist væri miklu betri en Evrópsk.

þ.e.a.s. að ísland er svo einangrað og sjálfhverft land, að lengi vel kom sú hugsun ekkert til greina að fólk útí heimi gæti haft annan smekk en íslendingar. það var ekkert sviðsmynd sem mögulegt var að stilla upp.

Ofangreint er síðan gegnumgangandi viðhorf hjá íslendingum er snýr að Ísland vs. Útlandið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.2.2012 kl. 11:47

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna er ég ekki alveg sammála þér.  Ég verð nú að segja að ég kunni engan veginn að meta Íslenska lambakjötið fyrr en ég bjó úti í Norge.  Lambakjötið, sem er almennt selt það, maður getur jú fengið almennilegt kjöt þar með því að sérpanta af svokölluðum "Vestlandsrase" en það er kjöt sem er verulega mikið hærra í verði en hitt, þetta "venjulega" kjöt er mjög bragðlítið og það bragð sem er yfirgnæfandi er ULLARBRAGÐ.  En ég er algjörlega sammála þér um að það er MARKAÐSSETNINGIN á kjötinu sem skiptir höfuðmáli og að mínu mati hefur henni EKKERT VERIÐ SINNT AF VITI.

Jóhann Elíasson, 18.2.2012 kl. 13:04

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Stefán, ég hef líka borðað ný-sjálenskt lambakjöt erlendis, bæði í USA og Evrópu. Það smakkast ekki eins og það íslenska sem ég kaupi út í búð hér heima. Hvort það er meðferðin, þ.e. í flutningi, geymslu eða eldamennsku veit ég ekki. En það er alltaf eitthvað leiðindaheybragð af því ný-sjálenska.

Samt er ég ekki viss um að tilgáta Ómars sé rétt - um vanann. Ég hef víða flækst og smakkað bæði bragðbetra fiskmeti og nautakjöt en hér. Ætli þetta sé ekki bara eins og með grænmetið; gæðin fara eftir ferskleikanum.

Kolbrún Hilmars, 18.2.2012 kl. 13:14

4 identicon

Það er hægt að eyðileggja gott hráefni með slæmri eldamensku.  Og gera verra hráefni ætilegt með nógu miklu kryddi og öðrum trixum.  Það er bara það sem hlýtur að vera vandamálið hjá þér Júlíus.

Þeir sem hafa smakkað ýmislegt hér og þar á jörðu vita að íslenskt lambakjöt er einstakt.

(En íslenskt svínakjöt og kjúklingur er ekkert sérstakt).  

Svoleiðis er nú bara það!

jonasgeir (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 13:27

5 Smámynd: Stefán Júlíusson

Þakka ykkur fyrir athugasemdirnar.

Ég sé að það þarf ekki að "selja" ykkur íslenska lambakjötið.

Þegar ég fæ gesti í heimsókn, þá hef ég oftast eitthvað íslenskt til að kynna það. Ég læt vita hvaða hráefni er íslenskt.

Það eigum við einnig að gera á Íslandi, kynna íslenskar vörur fyrir ferðamönnum.

Vera óhrædd að segja hvaðan hráefnið kemur hvort sem það er kjöt eða fiskur.

Það komu hingað á síðasta ári yfir hálf miljón ferðamanna. Ef markaðssetningin er góð á Íslandi á kjötinu, þá erum við komin með yfir hálfa miljón sölufulltrúa kjötsins erlendis.

Stefán Júlíusson, 18.2.2012 kl. 16:02

6 Smámynd: Stefán Júlíusson

jonasgeir, ef þú vilt selja eitthvað eða koma einhverju á framfæri þá er best að þekkja nafnið á þeim sem þú er að ræða við. Ég heiti Stefán.

Svo er ekki gott að koma strax með þá fullyrðingu eða láta hann fá það á tilfinninguna að hann kunni ekki að fara með matvæli. Svo vill til að ég kann að elda og hef fengið kennslu í þeim efnum í gegnum námið mitt.

Svo sú fullyrðing að hann hafi ekki borðað nógu mikið af mis góðu lambakjöti á ferðum sínum til að vita að það íslenska er einstakt. Svo vill það til að ég hef borðað alls konar lambakjöt frá hinum ýmsu löndum. Sumt af því hefur jafnast á við það íslenska og sumt hefur mer fundist betra.

Ég myndi ekki ráða þig sem sölumann fyrir íslenskt lambakjöt. Þú átt að selja lambakjötið en ekki gera lítið úr þeim sem þekkir ekki kosti þess.

Stefán Júlíusson, 19.2.2012 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband