Berlín, vanmetinn markaður?
21.2.2012 | 15:29
Ég hef lengi talið Berlín og nágreni vera vanmetinn markaður hjá íslensku flugfélögunum.
Ástæðan er sú að fá og stundum engin beinar flugferðir voru frá Berlín til N-Ameríku. Þjóðverjar þurftu því að fljúga, eða taka lestina, til Frankfurt-Main eða annara borga í vestrinu.
Ég er alveg viss um það að Icelandair og Iceland Express hefðu vel getað boðið Þjóðverjum að fljúga frekar í gegnum Keflavík en Frankfurt-Main eða þá Köln-Bonn.
Núna er þetta tækifæri eða forskot að hverfa eftir því sem fleiri beinar flugferðir frá Berlín til N-Ameríku eru í augsýn með nýja flugvellinum sem verður opnaður á þessu ári í Schönefeld.
Fá tækifæri koma aftur og því er nauðsynlegt að grípa þau á meðan þau gefast.
En nú eru önnur tækifæri að koma og þau þarf að grípa.
Með fleiri flugferðum frá Berlín til Íslands eykst að öllum líkindum ferðamannastraumur Þjóðverja til Íslands.
Lágfargjaldaflugfélögin keppast um lægsta verðið en Icelandair þarf ekki að vera í þeim hópi. Styrkleikar Icelandair liggja í öðru en lægsta verðinu.
Ég hlakka til komandi sumars og vonandi hafa þau öll úthald til að fljúga allt árið um kring.
PS. Ég er auðvitað mjög þakklátur fyrir aukinn áhuga á Berlín hjá íslensku flugfélögunum og þeim þýsku. Ég hef búið í Berlín í rúm 10 ár með smá pásum. Það var ekki auðvelt að komast til Íslands fyrir 10 árum síðan eins og það er í dag.
![]() |
Lítill munur á fargjöldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)