Getur ferðaiðnaður haft tekjur af haustlaufi?
11.3.2012 | 15:48
Er hægt að byggja upp ferðaiðnað á því að bjóða ferðamönnum upp á að skoða haustlaufin á trjánum?
Myndir þú fara í sér ferðalag, keyra í nokkra klukkutíma eða fljúga, aðeins til þess að skoða gulnuð lauf?
Þegar við hugsum um ferðaiðnað kemur oft í huga okkar stöðluð ímynd. Við teljum okkur alltaf vita hvað selur og hvað ekki.
Það hefur komið mikið fram í umræðunni um Nubo og Grímsstaði. Margir fullyrða að hann geti ekki byggt upp ferðaþjónustu á svæðinu því þar er ekkert sem hægt er að selja ferðamönnum.
Þetta er stór fullyrðing en byggir á reynslu þess sem þetta fullyrðir.
En aftur að laufunum.
Mörg hótel og gististaðir í Bandaríkjunum er full af ferðamönnum sem koma aðeins í þeim tilgangi að skoða lauf.
Gulnuð lauf eru tekjulind í ferðaþjónustu. Tauck Tours er ein þeirra ferðaskrifstofa sem býður sérstakar ferðir til að skoða laufin.
Opnum hugann og finnum tækifæri.
Ég fékk einu sinni símhringingu þegar ég starfaði í Bandaríkjunum og varð spurður hvernig laufin væru. Ég hef sjaldan orðið eins hissa á ævinni. Ég horfði ekki út fyrir kassann þá.
Hér er myndband af gulnuðum laufum á Nýja-Englandi.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Margfeldisáhrif ferðaiðnaðarins eru augljós
11.3.2012 | 11:36
Þessi frétt er gott dæmi um þá þjónustu sem ferðaiðnaðurinn þarf frá fyrirtækjum sem er ótengd ferðaiðnaðinum.
Bílasala selur bifreiðar til bílalaleigu. Svo þarf að hugsa um alla þá þjónustu sem bifreiðarnar þurfa á meðan bílaleigan er með bifreiðarnar í rekstri.
Bensínstöðvar munu einnig njóta góðs af þessu, sérstaklega á landsbyggðinni.
Svo selur bílalaleigan bifreiðarnar og þá fá einhverjir að kaupa góða bíla á "góðu" verði.
Þetta er aðeins eitt lítið dæmi. Það eru fjöldamörg önnur.
Margfeldisáhrif ferðaiðnaðarins eru því augljós fyrir allt hagkerfið.
Ég fann ekkert auglýsingamyndband frá Hertz á Íslandi á youtube þannig að ég setti þetta inn frá Blue Car Rental.
![]() |
Hertz kaupir 422 nýja bíla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 12.3.2012 kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)