Grænland via Ísland

Í fréttinni um nýju Dash 8-200 kemur fram að áfangastöðum Flugfélags Íslands á Grænlandi hefur fjölgað í fimm og að tíðni flugferða hefur verið aukið töluvert.

Einnig kemur fram að 20% fleiri farþegar hafa bókað flug til Grænlands miðað við sama tíma í fyrra.

Getur verið að best sé að fljúga í gegnum Ísland til áfangastaða á Grænlandi?

Singapore hefur unnið að því, með öðrum þjóðum á svæðinu, að verða að miðpunkti ferðamanna á ferðum sínum um Asíu.

Icelandair flýgur með farþega til Íslands og Flugfélag Íslands með þá áfram til Grænlands.

Gott samstarf við Grænland í markaðssetningu getur falið í sér mörg tækifæri.  Hugsanlega einnig með Færeyjum.

Ég tel að náið samstarf þessara þjóða í markaðssetningu í ferðamálum fela í sér mjög mörg tækifæri í famtíðinni.

Ég er viss um það að starfsmenn Flugfélags Íslands eru að vinna sína heimavinnu mjög vel.


mbl.is Nýju DASH-vélarnar komnar í loftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstaða í heimabyggð

Þetta er alveg frábært framtak og stór sniðugt að hefja bjórframleiðslu á Ísafirði.

Margir sem ferðast um landið vilja prófa eitthvað sem búið er til í nágreninu.

Margir ferðamenn sem kaupa sér bjór spyrja hver bjór staðarins er og kaupa þá hann.

Þarna myndast ákveðin sérstaða fyrir vestfirði þó svo að bjórinn einn og sér geri það ekki.

Þegar ég fór á ættarmót til Húsavíkur í fyrra þá heyrði ég marga ferðamenn spyrja hvaða íslenska bjór væri boðið upp á.  Ferðamenn spyrja hvaða bjór er boðið uppá á ferðum sínum um landið. 

Þetta gerum við sjálf erlendis, ef Carlsberg er ekki seldur á staðnum.

Nú er ekki lengur aðeins hægt að bjóða ferðamönnum á Ísafirði upp á Gull og Víking, heldur Ísafjarðarbjór.

Frábært framtak sem hægt er að búa til flotta sérstöðu í sambland við annað á svæðinu.

Í Berlín drekka menn Berliner Pilsener:


mbl.is Vilja brugga ísfirskan bjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. mars 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband