Verður Jägermeister að Waldmeister?

jaegermeister_kraeuter_likoer_35_1_0l_flasche_liqueur 

Dýraverndunarsamökin Peta hafa ráðlagt framleiðendum Jägermeister að breyta nafninu í Waldmeister.

Samtökin telja að nafnbreytingin muni hafa jákvæð áhrif á sölu áfengisins.  Ástæðan er sú að þeir sem eru á móti veiðum á villibráð muni hægt og rólega hætta að kaupa áfengið í framtíðinni vegna nafnsins.

Peta leggur til að áfengið fái nafnið Waldmeister, en Waldmeister er þekkt lækningajurt.

Með þessu telur Peta að áfengið muni höfða til breiðari hóps neytenda.

Focus greinir frá þessu.

Mér finnst þetta mjög áhugavert en ég tel engar líkur á því að skipt verði um nafn á áfenginu.  Nafnið er það þekkt og nafnbreyting og svo þekktu áfengi er dýrt.

Það eru fleiri sem hugsa um áfengið Jägermeister en veiðar á villibráð þegar nafnið er nefnt. 

Allavega í mínu umhverfi, en ég er ekki í Peta.

Samt er þetta mjög virðingarvert hjá Peta að vera ekki aðeins á móti heldur koma í leiðinni með tillögu að breytingu.

Finnst þér nafnbreyting í lagi?  Það væri áhugavert að lesa hvað þér finnst.


Góð hugmynd fer illa af stað.

Mér finnst það mjög góð hugmynd að selja pakkaferðir á Þjóðhátíðina.

Það er samt ekki sérlega sniðugt að auglýsa pakkaferðirnar eins og nú hefur verið gert.

Þjóðhátíðarnefnd átti að semja við Herjólf þannig að fyrirfram væri ákveðið að selja pakkaferðir með Herjólfi.

Það hefur líklega verið gert, en að koma með eftirfarandi athugasemd á Facebook er ekki sérlega gott:

"Uppselt er í flestar ferðir til Eyja föstudag og laugardag fyrir Þjóðhátíð og mánudag og þriðjudag frá Eyjum eftir Þjóðhátíð.
Strax við upphaf sölunar í morgun keypti Þjóðhátíðnend verulegt magn miða í allar ferðir til Eyja fimmtudag og föstudag og frá Eyjum mánudag og þriðjudag. VIð bendum farþegum okkar góðfúslega á vefsíðuna
www.dalurinn.is"

Þetta fær marga til að halda að Þjóðhátíðanefnd ætli sér að selja miðana dýrar en Herjólfur og að það sé engin samvinna milli Herjólfs og Þjóðhátíðarnefnar.

Það er nauðsynlegt að samstarf komi fram hjá fyrirtækjunum.  Það er ekkert að því að Herjólfur þeim sem hafa á huga að mæta á Þjóðhátíð að bóka farið með Herjólfi hjá þeim, en ekki með þeim hætti sem hefur verið gert. 

Ég tel ekkert að því að aðeins verði hægt að bóka pakkaferðir til Eyja á þessum tíma.  Ein bókunarsíða ætti að vera nóg til þess en ekki tvær sem virðast vera í samkeppni.

Þetta verður flott næst.


mbl.is Keypti stóran hluta miða í Herjólf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. mars 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband