Verður Jägermeister að Waldmeister?

jaegermeister_kraeuter_likoer_35_1_0l_flasche_liqueur 

Dýraverndunarsamökin Peta hafa ráðlagt framleiðendum Jägermeister að breyta nafninu í Waldmeister.

Samtökin telja að nafnbreytingin muni hafa jákvæð áhrif á sölu áfengisins.  Ástæðan er sú að þeir sem eru á móti veiðum á villibráð muni hægt og rólega hætta að kaupa áfengið í framtíðinni vegna nafnsins.

Peta leggur til að áfengið fái nafnið Waldmeister, en Waldmeister er þekkt lækningajurt.

Með þessu telur Peta að áfengið muni höfða til breiðari hóps neytenda.

Focus greinir frá þessu.

Mér finnst þetta mjög áhugavert en ég tel engar líkur á því að skipt verði um nafn á áfenginu.  Nafnið er það þekkt og nafnbreyting og svo þekktu áfengi er dýrt.

Það eru fleiri sem hugsa um áfengið Jägermeister en veiðar á villibráð þegar nafnið er nefnt. 

Allavega í mínu umhverfi, en ég er ekki í Peta.

Samt er þetta mjög virðingarvert hjá Peta að vera ekki aðeins á móti heldur koma í leiðinni með tillögu að breytingu.

Finnst þér nafnbreyting í lagi?  Það væri áhugavert að lesa hvað þér finnst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband