Er Seðlabankinn að missa tökin eða endalaus tækifæri

Það hafa ekki verið góðar fréttir undanfarið hvað gjaldeyrismál varðar.

Gengisvísitalann hefur ekki verið hærri í langan tíma.

Gjaldeyrir virðist ekki vera að skila sér til landsins.

Seðlabankinn seldi evrur fyrir 12 milljónir til þess að reyna að styrkja krónuna en ekkert varð úr þeirri styrkingu.

Svo herti Alþingi lög um gjaldeyrishöft í von um að gjaldeyrir muni skila sér í útboði Seðlabankans.

Nú gefur hann til kynna að hann muni selja evrur í útboði í dag og hugsanlega setja lágmarksverð á gjaldeyrinn, þ.e. 1 evra á 255 krónur.

Það merkir að erlendir aðilar sem eiga krónur þurfa helst að bjóða 255 krónur fyrir evruna svo að Seðlabankinn taki tilboðinu.

Það er ansi hátt því gengi Seðlabankans í dag er 169,07 krónur fyrir evru. Lágmarksverðið er því u.þ.b. 50% hærra en skráð gengi bankans.

Það þurfa því að vera ansi órólegar krónur sem vilja taka þátt í uppboðinu, skildi maður telja.

Nema þá að hertu gjaldeyrishöftin gera það að verkum að erlendir aðilar sjá ekki annan kost á borði en að taka þessu tilboði.

Við getum einnig spurt okkur hvort að krónuútboð Seðlabankans verði þannig að þeir sem taka þátt í krónuuppboði bankans fái fleiri krónur fyrir evruna, þ.e. allt sem er undir 255 krónum.

Það getur sett enn meiri þrýsting á krónuna, þ.e. að enginn vill koma með krónur í landið nema í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans.

Það getur því verið tækifæri í dag til þess að fjárfesta langt undir fjárfestingarkostnaði innlendra aðila sem eiga aðeins viðskipti á Íslandi við íslenska banka.

Við skulum vona það besta og sjá hvað kemur út úr útboðinu í dag og svo hvað kemur út úr krónuuppboðinu.

Það er alltaf tækifæri fyrir einhverja að þéna á þessu.

Kaldbakur er dæmi um það eins og kom fram í fréttum í síðustu viku svo og erlendu aðilarnir sem eru að kaupa Vörð.

Nú gæti verið tækifæri fyrir þig að finna fjárfesta, fyrirtæki eða einstaklinga til að lána þér til stórframkvæmda á Íslandi eða í samstarfi með þér.

Ég reikna ekki með því að menn vinni svona: Grin


mbl.is Setur hugsanlega lágmarksverð í útboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lord of the Rings og Nýja Sjáland

Þegar fyrsta Lord of the Rings myndin var gefin út þá tóku ferðamálayfirvöld á Nýja Sjálandi upp á því að markaðssetja landið fyrir áhugamenn um Lord of the Rings.

Á heimasíðu ferðamálastofu Nýja Sjálands er sérstaklega hægt að smella á "Home of Middle-earth".

Í vetur voru þættirnir "Game of Thrones" teknir að hluta til á Íslandi.

Væri hægt að gera út á þá þætti á Íslandi?

Ég er viss um að margir Þjóðverjar myndu vilja fara á slóðir bókarinnar og kvikmyndarinnar 101 Reykjavík.

Margar pælingar og mörg tækifæri sem hægt er að nýta.


mbl.is Eftirspurnin kallar á uppbyggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. mars 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband