Umhverfisvænt bæjarfélag með forystuhlutverk í ferðaiðnaði
6.3.2012 | 20:24
Ég hef þegar skrifað um innflutning á sorpi á álit mitt á því. Ég vil ekki að Reykjanesbær flytji inn sorp.
En nú skulum við skoða Framtíðarsýn Reykjanesbæjar sem hefur verið gefið út og skýrir stefnu bæjarfélagsins til 2015.
Í því stendur að bæjarfélagið vill vera aðlaðandi og umhverfisvænt.
"Ekki síst viljum við skapa börnum okkar bestu tækifæri í öruggu, aðlaðandi og umhverfisvænu samfélagi til að rækta hamingju og heilbrigði, afla sér góðrar menntunar og áhugaverðra framtíðarstarfa."
Þar stendur einnig að það hafi forystu í ferðaiðnaði.
Reykjanesbær hefur forystu um að kynna ýmsa viðburði og staði sem spennandi er fyrir innlenda og erlenda gesti að heimsækja hér í bæjarfélaginu. Stapinn, Víkingaheimar, Duushús, Stekkjarkot o.fl. staðir fái nægt fjármagn til kynningar á sínum verkefnum.
Þannig að stefna Reykjanesbæjar er að vera umhverfisvænt bæjarfélag sem hefur forystu í kynningu á viðburðum og stöðum fyrir innlenda og erlenda gesti.
Ég hef ekki trú á því að bæjarfélagið ákveði að fórna þessari forystu fyrir sorpbrennslu.
![]() |
Ekki gott að flytja inn iðnaðarsorp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýnasistar, íslenski fáninn og Breivik. Er það ímynd Íslands?
6.3.2012 | 12:50
Það er ekki langt síðan að visir.is kom með umfjöllun um það að verslunin Thor-Steinar væri að nota íslenska fánann í fötunum sínum.
Thor-Steinar er þýsk verslun sem selur föt handa ný-nasistum í Þýskalandi.
Nú er keðjan að opna nýja verslun í Chemnitz og hún heitir Brevik.
Það mynnir nú ansi myndarlega á Breivik sem stóð fyrir fjöldamorðum og börnum og fullorðnum í Noregi í fyrra.
Berliner Zeitung fjallar um málið í dag. Spiegel Online fjallar um málið á ensku.
Þetta er nú ansi gott fyrir ímynd Íslands erlendis. Að föt með íslenska fánanum er seld hjá Thor-Steinar í verslun sem heitir Brevik.
Nokkur ár eru síðan að fyrirtækið hætti að nota norska fánann eftir að norsk yfirvöld fóru í mál við Thor-Steinar.
Nú ætti að vera kominn tími til að íslensk stjórnvöld gerðu eitthvað í þessu. Allavega að ráðfæra sig við norsk og þýsk stjórnvöld.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)