Ferðamenn og Reykjavíkurhöfn
13.4.2012 | 16:48
Mér finnst nýja Icelandair hótelið við slippinn alveg frábært.
Það var mjög góð hugmynd að opna hótel í húsinu við slippinn.
Þetta er það sem ferðamönnum finnst spennandi og eru að leita eftir þegar þeir koma til landsins.
Erlendis sjáum við hvernig búið er að breyta gömlum hafnarsvæðum í flottar íbúðir og verslanir.
Mér fyndist það mikil synd ef svo væri í Reykjavíkurhöfn. Mér finnst nauðsynlegt að halda iðnaði, fiskvinnslu og alvöru bátahöfn í Reykjavík.
Þetta er ein af sérstöðum Reykjavíkur. Hún hverfur ef einungis hótel, íbúðir og verslanir verða við höfnina.
Ég man eftir því þegar ég var að vinna við frystitogara í Reykjavíkurhöfn fyrir mörgum árum að þá komu margir ferðamenn að skoða og spyrja mig spurninga.
Það verður spennandi að sjá framhaldið.
![]() |
Vilja endurmeta mörk hafnar og borgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)