Ferðamenn og Reykjavíkurhöfn

Mér finnst nýja Icelandair hótelið við slippinn alveg frábært. 

Það var mjög góð hugmynd að opna hótel í húsinu við slippinn.

Þetta er það sem ferðamönnum finnst spennandi og eru að leita eftir þegar þeir koma til landsins.

Erlendis sjáum við hvernig búið er að breyta gömlum hafnarsvæðum í flottar íbúðir og verslanir.

Mér fyndist það mikil synd ef svo væri í Reykjavíkurhöfn.  Mér finnst nauðsynlegt að halda iðnaði, fiskvinnslu og alvöru bátahöfn í Reykjavík.

Þetta er ein af sérstöðum Reykjavíkur.  Hún hverfur ef einungis hótel, íbúðir og verslanir verða við höfnina.

Ég man eftir því þegar ég var að vinna við frystitogara í Reykjavíkurhöfn fyrir mörgum árum að þá komu margir ferðamenn að skoða og spyrja mig spurninga.

Það verður spennandi að sjá framhaldið.


mbl.is Vilja endurmeta mörk hafnar og borgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir þennan pistil þinn Stefán.

Það vill svo til að ég var í göngutúr við höfnina fyrir nokkrum dögum síðan,þarna voru mikið af útlendingum er stóðu fyrir neðan vinnusvæði slippsins og voru að taka myndir í gríð og erg,eða svo.

Ég gaf mig á tal við þjóðverja sem þarna voru ,og sögðu þaug mér að á þeim fjölmörgu stöðum sem þaug hefðu ferðast,að þá hefðu þaug ekki komist í svona nágvígi við það að mynda skipin,og sérstaklega fannst þeim það skrýtið að fá að vera þarna í friði (voru vel utan vinnusvæðisins) að taka myndirnar. Þeim fannst þetta alveg einstakt. Ég benti þeim að í húsinu sem væri verið að gera upp fyrir framan skipin væri verið að opna hótel eftir nokkra daga.  Það fannst þeim algjör snilld,og sögðu að vonandi yrðu þá skipaviðgerðir þarna áfram,því svona  hefðu þaug aldrei séð á sínu heimshornaflakki. Vonandi verður Slippurinn  þarna áfram í einhverri mynd.

Númi (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband