Viltu giftast mér, á Íslandi?

Já, gaman að lesa þessa frétt.

Það eru margir sem vilja gifta sig ég "exótískum" stöðum.

Til dæmis Las Vegas, Havæ, Williamstown og Bermúda og því ekki Ísland?

Ég hef heyrt nokkur pör nefna það við mig að þau vilji gjarnan gefa sig saman á Íslandi, að það hafi komið alvarlega til greina.

Það væri því ekki vitlaust að kynna þetta ferðamönnum þar sem kostur er.

Spennandi og áhugaverð lífsreynsla sem enginn mun gleyma.

Kannski bara að ég sæki um styrkinn hjá Arion banka og hefji markaðssetningu á hjónavígslum á Íslandi.


mbl.is Gefin saman við Seljalandsfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akureyri nýtir sér tækifæri og afnemur sérstöðu Keflavíkurflugvallar

RÚV segir í frétt að Icelandair og Iceland Express ætla að fljúga til Akureyrar frá útlöndum yfir vetrartímann.

Icelandair mun fljúga í gegnum Keflavíkurflugvöll.

Þetta eru auðvitað mjög góðar fréttir fyrir Akureyri og nærliggjandi "sveitir".

Einn helsti styrkur og tækifæri ferðaiðnaðar á Norðurlandi er beint flug til Akureyrar yfir vetrartímann.

Þetta mun fjölga heilsársstörfum og skapa ný störf.

Þetta er einnig grunnur að því að gera svæðið að nýju og sérstöku ferðamannasvæði þar sem ferðamenn þurfa ekki lengur að keyra eða fljúga frá Reykjavíkurflugvelli.  Þeir komast beint frá útlöndum til Akureyrar.

Þetta þarf að markaðssetja vel og eiga allir sem hagsmuni hafa af þessu að taka þátt í þessu stórkostlega verkefni með Icelandair og Iceland Express.


Samkeppnisforskot Íslands er ekki að selja forskotið úr landi

Annaðs lagið kemur í fréttum að áhugi sé fyrir því að leggja sæstreng til Evrópu og selja rafmagn.

Mér finnst það ekki góð hugmynd.

Ég tel nefnilega hvernig orkan er framleidd á Íslandi vera forskot fyrir íslenska framleiðslu.

Þetta forskot á ekki að vera selt úr landi.

Þau fyrirtæki sem vilja íslenska orku eiga að koma til Íslands og nýta orkuna á Íslandi.

Svo á auðvitað yfir höfuð ekki að nýta í dag alla virkjunarmöguleika.  Við verðum einnig að hugsa aðeins fram í tímann og hugsa hvernig næstu kynslóðir ætla að framleiða orku.  Íslendingum er að fjölga og það verðum við að hafa í huga og við megum ekki grafa undan þeirra tækifærum á eðlilegum hagvexti.

Annað forskot sem við höfum er að raforka á Íslandi er ódýr.  Ef sæstrengur verður lagður, þá hækkar að öllum líkindum raforkuverð á Íslandi, eða á að "gefa" Íslendingum rafmagnið sem annars er hægt að selja á miklu hærra verði erlendis?

Við eigum að hugsa um náttúruna og samfélagið á Íslandi sem gefur okkur meiri hagnað og hagvöxt en að flytja eitt af forskotum landsins til útlanda.


mbl.is Gæti kallað á fleiri virkjanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugvöllurinn í Aðaldal er tækifæri

Ég skrifaði um ferðamennsku á Húsavík í fyrra.

Þetta var SVÓT greining og svo örlítið um hvernig fyrirtæki geta starfað saman að uppbyggingu í ferðaþjónustu. Einnig hversu mikilvægt það er að íbúar á svæðinu og bæjarfulltrúar starfi með ferðaiðnaðinum á svæðinu til að búa til langtíma samkeppnisforskot.

En í greiningunni, þá taldi ég að flugvöllurinn í Aðaldal væri tækifæri sem ætti að finna leiðir til að nýta.

Þess vegna var ég mjög ánægður þegar ég heyrði, í fyrra, að Ernir ætlaði að hefja áætlunarflug til Húsavíkur.

Ef Ernir á að halda áfram áætlunarflugi til Húsavíkur þá þurfa fyrirtæki á Húsavík að starfa með flugfélaginu í að nýta þetta tækifæri.

Ekkert fyrirtæki á að vera eyland í ferðaiðnaðinum.


mbl.is Flogið til Húsavíkur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband