Norska lúðan og ferðamaðurinn

Ég þurfti einu sinni að kalla til lásasmið á aðfangadag í Berlín.

Lásasmiðurinn var hinn hressasti, en hresstist enn meir þegar hann heyrði að ég væri frá Íslandi.

Hann hafði nefnilega farið til Lofoten með vinum sínum í sjóstangveiði.

Hann lýsti stærsta draumi félaga sinna og hans sjálfs.  Þessi draumur var að fá lúðu á stöngina.  Hann sagði að lúða léti hafa fyrir sér og það væri það sem hann og félagar hans voru að leita að.

Nú er lúðuveiði bönnuð á Íslandi og sjóstangveiðimennirnir þurfa að skila lúðunni aftur í sjóinn.

En er það eitthvað nýtt að það þurfi að skila ákveðnum tegundum af fiski aftur í sjóinn? 

Ef sjóstangveiðimennirnir fá að vita það fyrirfram að þeir megi veiða lúðu en að þeir þurfi að skila henni aftur, þá tel ég það ekki vera svo neikvætt.

En ferðamennirnir þurfa að fá að vita þetta helst þegar þeir bóka ferðina en allavega áður en að þeir fara á veiðar.

Það er hægt að taka mynd af ferðamanninum með lúðuna og útbúa viðurkenningu þess efnis að hann hafi tekið þátt í að vernda lúðuna við Ísland. 


mbl.is Óvissa með drauminn um að setja í stórlúðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband