Neikvæðni í hagvexti

Mér finnst það ansi áhugavert að menn eru svartsýnir.

Það er mikill hagvöxtur á Íslandi í dag og virðist Ísland vera komið upp úr kreppunni.

Auðvitað eru enn gjaldeyrishöft og get ég skilið vel að þau ein geri menn neikvæða.

Þegar ég les svona, þá hugsa ég stundum um það hvort menn tali stöðuna svarta þó svo að hún sé jákvæð.

Auðvitað er frumvarp um ný sjávarútvegslög ekki til þess fallin að gera menn jákvæða í greininni.

Líklega þarf ekki heldur að byggja eins mikið og fyrir hrunið 2008 en var þá ekki byggt of mikið, eða hvað?

Ég man að fyrstu árin mín var sífellt talað um það að aldrei hefði verið byggt minna og allt væri á niðurleið.  Samt hef ég aldrei séð eins marga byggingakrana á ævinni eins og á þessum tíma.

Það getur verið að allt saman sé svart, en við hvað erum við að miða?


mbl.is Stjórnendur benda á dökkar horfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júní 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband