Nýnasistar, íslenski fáninn og Breivik. Er það ímynd Íslands?
6.3.2012 | 12:50
Það er ekki langt síðan að visir.is kom með umfjöllun um það að verslunin Thor-Steinar væri að nota íslenska fánann í fötunum sínum.
Thor-Steinar er þýsk verslun sem selur föt handa ný-nasistum í Þýskalandi.
Nú er keðjan að opna nýja verslun í Chemnitz og hún heitir Brevik.
Það mynnir nú ansi myndarlega á Breivik sem stóð fyrir fjöldamorðum og börnum og fullorðnum í Noregi í fyrra.
Berliner Zeitung fjallar um málið í dag. Spiegel Online fjallar um málið á ensku.
Þetta er nú ansi gott fyrir ímynd Íslands erlendis. Að föt með íslenska fánanum er seld hjá Thor-Steinar í verslun sem heitir Brevik.
Nokkur ár eru síðan að fyrirtækið hætti að nota norska fánann eftir að norsk yfirvöld fóru í mál við Thor-Steinar.
Nú ætti að vera kominn tími til að íslensk stjórnvöld gerðu eitthvað í þessu. Allavega að ráðfæra sig við norsk og þýsk stjórnvöld.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.