Margfeldisáhrif ferðaiðnaðarins eru augljós
11.3.2012 | 11:36
Þessi frétt er gott dæmi um þá þjónustu sem ferðaiðnaðurinn þarf frá fyrirtækjum sem er ótengd ferðaiðnaðinum.
Bílasala selur bifreiðar til bílalaleigu. Svo þarf að hugsa um alla þá þjónustu sem bifreiðarnar þurfa á meðan bílaleigan er með bifreiðarnar í rekstri.
Bensínstöðvar munu einnig njóta góðs af þessu, sérstaklega á landsbyggðinni.
Svo selur bílalaleigan bifreiðarnar og þá fá einhverjir að kaupa góða bíla á "góðu" verði.
Þetta er aðeins eitt lítið dæmi. Það eru fjöldamörg önnur.
Margfeldisáhrif ferðaiðnaðarins eru því augljós fyrir allt hagkerfið.
Ég fann ekkert auglýsingamyndband frá Hertz á Íslandi á youtube þannig að ég setti þetta inn frá Blue Car Rental.
Hertz kaupir 422 nýja bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 12.3.2012 kl. 11:09 | Facebook
Athugasemdir
Allir sem fylgjast með vita að ferðaþjónustan er vaxandi atvinnugrein og ein af aðalgreinum sem skapar okkur vinnu. Jafnvel álvers- brjálæðingur geta ekki neitað því. En við þurfum að leggja einhvern kostnað í að byggja upp og viðhalda aðalferðamannasvæðin svo að það sem við seljum ferðamönnunum - fallega og sérstaka náttúra- verði ekki fyrir tjóni.
Úrsúla Jünemann, 11.3.2012 kl. 11:45
Takk fyrir athugasemdina. Ég er alveg hjartanlega sammála þér í því að það þarf að leggja vinnu í það að viðhalda ferðamannasvæðum.
Það er ekki nóg að vinna í því að fá fleiri ferðamenn. Ferðamannastaðirnir verða einnig að geta tekið á móti þeim án þess að staðirnir skemmist.
Stefán Júlíusson, 11.3.2012 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.