Páskafrí og þjónusta við ferðamenn

Nú fer að koma að páskahelginni.

Þá helgi eru margar matvöruverslanir, veitingahús, fataverslanir og aðrar verslanir lokaðar.

Það fær mig til að hugsa um alla ferðamennina sem verða á landinu þessa helgi.

Munu þeir fá þá þjónustu sem þeir sækja eftir eða fara heim frekar vonsviknir frá landinu "lokaða".

Þriðjungur þeirra ferðamanna sem koma til landsins hafa rætt við fjölskyldu og vini til að fá upplýsingar um landið.  Það segir okkur að "huglægum" upplýsingum er miðlað.  Vonandi jákvæðum.

Til þess að ferðaþjónusta eigi einhvern möguleika, þá þarf að vera til þjónusta við ferðamennina.

Að hafa allt lokað kemur ekki til greina.

Verslanir og ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að spjalla saman um það hvenær verslanir ættu að hafa opið eða þá yfirleitt.

Ef verslanir hafa lokað, þá getur ferðaþjónustufyrirtækið ekki séð annan möguleika en að opna sjálft verslun og t.d. einnig kaffihús.

Þar með hætta ferðamenn að versla í öðrum verslunum nema hjá ferðaþjónustuaðilanum.

Ég er ekki svo viss um að það sé gott fyrir neinn í samfélaginu nema ferðaþjónustuaðilann.

Til þess að allt samfélagið hafi hagnað af ferðamönnum þurfa hagsmunaaðilar á svæðinu að tala saman og ræða hvernig þeir skulu hafa fyrirtæki sín opin á frídögum.

Samráð er best í ferðaþjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er ekki eins anal og það var hérna í den.  Það er ekki hægt í fjölmenningarsamfélagi að þinga þessu upp á fólk. Ég veit að asíufólk hefur gefið blaffinn í þetta skikk og haft opið undanfarin ár. 

Ég held að það verði flest opið þótt dansleikir séu enn eitthvað takmarkaðir með tíma. Þetta er ótrúleg forneskja frá þeim tíma að dans og söngur þóttu syndsamlegt athæfi, enda eiga íslendingar fyrir vikið ekki nokkra arfleyfð á því sviði.

 Það er kominn tími til að hafa þetta frjálst, enda er hér trúfrelsi samkvæmt stjórnarskrá. Þeir geta velt sér upp ur helgislepjunni sem það kjósa en hið opinbera hefur ekkert með það að gera að fylgja eftir einhverjum kirkjureglum. Það er hreint hneyksli.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.4.2012 kl. 06:59

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Þakka þér fyrir.

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum síðasta sumar þegar ég var úti á landi og sá fullt af ferðamönnum en allt var lokað nema það sem var á vegum ferðaþjónustuaðilans.

Þetta getur komið illu blóði í menn þegar þeir sem hafa lokað sjá að þeir eru hættir að selja eins mikið og ferðaþjónustuaðilinn er kominn í sama bissness.

Ég held að það standi í kjarasamningum hvað eru frídagar og hvernig á að greiða starfsmönnum á þessum dögum.  Það getur verið ástæða fyrir því að fyrirtæki ákveði að hafa lokað.  Trúfrelsi er því aðeins hluti af ástæðunni.

Þótt það sé tap á þessum dögum til að byrja með, þá er til lengri tíma litið nauðsynlegt að hafa opið.

Stefán Júlíusson, 5.4.2012 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband