Akureyri nýtir sér tækifæri og afnemur sérstöðu Keflavíkurflugvallar

RÚV segir í frétt að Icelandair og Iceland Express ætla að fljúga til Akureyrar frá útlöndum yfir vetrartímann.

Icelandair mun fljúga í gegnum Keflavíkurflugvöll.

Þetta eru auðvitað mjög góðar fréttir fyrir Akureyri og nærliggjandi "sveitir".

Einn helsti styrkur og tækifæri ferðaiðnaðar á Norðurlandi er beint flug til Akureyrar yfir vetrartímann.

Þetta mun fjölga heilsársstörfum og skapa ný störf.

Þetta er einnig grunnur að því að gera svæðið að nýju og sérstöku ferðamannasvæði þar sem ferðamenn þurfa ekki lengur að keyra eða fljúga frá Reykjavíkurflugvelli.  Þeir komast beint frá útlöndum til Akureyrar.

Þetta þarf að markaðssetja vel og eiga allir sem hagsmuni hafa af þessu að taka þátt í þessu stórkostlega verkefni með Icelandair og Iceland Express.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Stebbi, enginn heilvita maður leggur í kynningu ytra með það í huga að telja túristum trú um að flogið verði beint á Akureyri á ársgrundvelli.  Flugfélögin hafa ekki það þolinmæðisfé sem þarf til að byggja markaðinn upp.  Þau hafa oft ætlað að fljúga yfir há sumarið en gefist upp,  of margir dagar falla niður út af flugskilyrðum veðurfarslega og/ eða erlendir flugmenn treysta sér ekki að fljúga á Akureyrarflugvöll.  Á meðann ekki er varavöllur fyrir þotur á Sauðakrók eða Húsavík er þetta vonlaust.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 14.4.2012 kl. 15:10

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Grímur, þú segir nokkuð.

Ég reikna með því að menn vinni þarna á faglegum og raunhæfum nótum.

Þá er líklega best að fljúga til Keflavíkurflugvallar og áfram þaðan til Akureyrar, þ.e. með Icelandair og Flugfélagi Íslands.

Mér finnst nauðsynlegt að svona stórt land eins og Ísland hafi fleiri en einn alþjóðaflugvöll. 

Það dreifir ferðamönnunum og styrkir betur svæði utan höfuðborgarsvæðisins hvað ferðamennsku varðar. 

Stefán Júlíusson, 14.4.2012 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband