Viltu giftast mér, á Íslandi?

Já, gaman að lesa þessa frétt.

Það eru margir sem vilja gifta sig ég "exótískum" stöðum.

Til dæmis Las Vegas, Havæ, Williamstown og Bermúda og því ekki Ísland?

Ég hef heyrt nokkur pör nefna það við mig að þau vilji gjarnan gefa sig saman á Íslandi, að það hafi komið alvarlega til greina.

Það væri því ekki vitlaust að kynna þetta ferðamönnum þar sem kostur er.

Spennandi og áhugaverð lífsreynsla sem enginn mun gleyma.

Kannski bara að ég sæki um styrkinn hjá Arion banka og hefji markaðssetningu á hjónavígslum á Íslandi.


mbl.is Gefin saman við Seljalandsfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Skora á þig að sækja um ;)) Rómantísk og falleg landkynning. Útlendingar eru svo ástfangnir af landinu okkar, fólkinu og menningunni svo auðvitað á það að gifta sig hérna !! T.d. í Torfkirkjum, á hestbaki ofl óvenjulegu. Eða uppá hálendinu með fallega liti náttúrunnar í baksýn ( t.d. eins og í myndbrotinu úr íslensku Bollywood myndinni um Fjalla-Eyvind). Möguleikarnir eru endalaust margir, endalaust.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.4.2012 kl. 21:12

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Já, kanski ég sæki bara um.  Er að vinna í öðru fram að mánaðarmótum en svo sé ég til.

Já, útlendingar eru voða hrifnir af landinu.

Ég átti einu sinni kærustu, sem er erlend,  og hún vildi giftast mér alls staðar á Íslandi.

Það var ekki ég sem var svo frábær, heldur íslenska náttúran.

Sérðu ekki bara Árbæjarsafn fyrir þér? 

Það eru svo mörg tækifæri að ég er að springa.  Ég er að skrifa viðskiptaáætlun og ég er að skrifa og skrifa og skrifa og ég verð virkilega að skera niður tækifæri því þau eru svo mörg.

Það eru auðvitað ekki nóg að hafa góðar hugmyndir og vera svakalega hugmyndaríkur.  Það verður að vera hægt að framkvæma þetta allt saman, þ.e. þetta verður að vera raunhæft.

En ég bíð ennþá rólegur eftir bónorðinu.

Stefán Júlíusson, 14.4.2012 kl. 21:19

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Alveg satt en hugmynd er til alls fyrst, svo orð ;) Svo fjármögnun.

Hugsaði um Árbæjarsafnið og efast um að það megi nota það of mikið,þeas kirkjuna þar.Þetta eru jú viðkvæmar minjar um gamla tíð og við eigum svo fáar gamlar byggingar. Auðvitað væri töff ef það mætti byggja nýtt á safninu, sem væri fyrir svona ferðamannavígslur. Og svo er Vikingasvæðið í Hafnarfirði, gæti verið upplagt þegar þeir eru með hátíðir sínar á sumrin ?

Held þessvegna að þetta þyrfti að vera ný Torfkirkja, eða / og bygging úr Torfi sem hentar þá öllum trúarbrögðum og þá með smá nútíma rafmagnssvindli í bland.

Jafnréttið er ekki komið nógu langt, það er enn herranna að fórna hnjánum ;))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.4.2012 kl. 21:37

4 Smámynd: Stefán Júlíusson

Já, veistu að það er svo gaman að tala um hugmyndir.  Þá koma lausnir.

Það er ekki mikið um þetta á blogginu.  Flestir eru neikvæðir og leita aðeins lausna í tortímingu óvinarins. ;)

Það er í raun hægt að gifta sig alls staðar.  Það er ímyndunaraflið sem ræður ríkjum og einnig alveg voðalega góð kynning íslenskra aðila.

Torhótel og torfkirkja.  Já, ég er svo spældur yfir því að geta ekki eytt meiri tíma í þetta, en ég var að hugsa um þetta í dag og er orðinn ansi spenntur því þetta er gerlegt.

Ansi jákvæður og spenntur.

Stefán Júlíusson, 14.4.2012 kl. 21:44

5 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Koma tímar, koma ráð. Gæti allt eins verið einhver bygging fyrir vígslur ( óháð trúarbrögðum) og svo litlir torfkofar í kring, pínu nútímalegir í bland, fyriri gestina. Gæti verið krúttað og mætti nota fyrir svo margt annað en brúðkaup.

Hvað meinarðu með lausnaleit í tortímingu óvinarins ;/... ??

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.4.2012 kl. 22:51

6 Smámynd: Stefán Júlíusson

Hjördis, ég meina með tortímingu óvinarins að flestir hér á blogginu eru ekki að leita að lausnum heldur vilja tortíma skoðanaandstæðingum.

Það er samt miklu betra að leita að lausnum og finna tækifæri.

Já, ég sá þetta fyrir mér áðan með brúðkaupið og gesti gista í torfkofum.

Nú fer ég að skoða þetta af alvöru og hafa samband við þá sem ég þekki.

Ég vona að þú gerir það líka.

Stefán Júlíusson, 14.4.2012 kl. 22:55

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Stefán held að þær tortímandi séu meir áberandi hjá þeim sem búa erlendis.Annars hvern langar að látast,eða getur það,með landsfeður frávita af brígslum og heift.---- Langt síðan ég hef verið í eins skemmtilegri hjónavígslu og síðata sumar,er ung hjón voru gefin saman í Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd. Ekki bara vígslan,heldur öll skemmtunin á eftir,mörg okkur gistu á Glym og fóru í gönguferð daginn eftir,upp í fjall. Gestirnir frá Kanada,venslafólk brúðgumans,voru í skýjunum af ánægju,mð dvölina og auðvitað ráðahaginn,en brúðurin er íslenskur læknir starfandi í BNA. PS. Er kallinn hress?

Helga Kristjánsdóttir, 15.4.2012 kl. 00:36

8 Smámynd: Stefán Júlíusson

Helga, þakka þér fyrir frásögnina.

Það er alltaf betra að vera hress og glaður en óhress og fúll.

Stefán Júlíusson, 15.4.2012 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband