Förum eftir lögum, reglum og stjórnarskrá

Dómur Landsdóms yfir Geir H. Haarde er áhugaverður.

Ég hlustaði á hann í beinni útsendingu frá Íslandi hér í Sviss.

Mér finnst dómurinn segja mér að það á að fara eftir lögum, reglum og stjórnarskránni.

Fyrirtæki eiga að fara eftir lögum og einstaklingar einnig.

Þó svo að önnur fyrirtæki hafi brotið lög merkir ekki að þú eigir einnig að brjóta þau.

Reglur Seðlabankans um gjaldeyrishöft gerðu ráð fyrir því að einstaklingar og fyrirtæki myndu brjóta reglurnar.

Núverandi lög Alþingis um gjaldeyrismál gera ráð fyrir því að lög séu brotin upp að ákveðnu marki.

Er eðlilegt að Seðlabanki Íslands og Alþingi geri ráð fyrir að ákveðinn hluti fyrirtækja og einstaklinga brjóti lögin?

Það þarf að breyta miklu á Íslandi.  Stjórnsýslan þarf að sýna fordæmi í þessum málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Alveg sammála, um margt áhugavert  og það er gott að þessu sé lokið.

Ég smellti mér á staðinn því mig langaði að skynja andrúmsloftið sem var mun þyngra en ég hefði átt von á og algjör þögn, bæði fyrir og eftir dómsuppkvaðningu. Síðan virtist GHH glaður og knúsaði frú og vini en svo virkaði hann súr og pirraður á blaðamannafundinum. Veit ekki alveg af hverju svo mikill munur var/ virtist á líðan hans og fasi ?

Svo skil ég ekki, af hverju ætti einn liður að vera pólisk niðurstaða en ekki hinir þrír liðirnir ??? Kommentaði um það en fékk engan hljómgrunn, sem ég skil ekki heldur ??

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.4.2012 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband