Já, alveg svaka áfall fyrir ESB
22.5.2013 | 18:36
Það hlýtur að vera alveg svakalegt áfall fyrir ESB að Íslandi skul ekki lengur vilja inn.
Ég verð að viðurkenna það að þetta er svakalegt áfall fyrir mig, ESB-sinnan.
Ég get ekki sofið og veit ekki hvað ég á að gera. Áfallahjálp er líklega besta lausnin við þessu.
Auðvitað er þetta ekkert áfall.
Lífið heldur áfram og það vill svo til að ESB-ríkin, flest, eru ánægð með það að ekki fleiri lönd ganga í sambandið fyrr en búið er að taka til í því.
Þó ég fái ekki það sem ég vil, þá er það ekki áfall. Jedúdda mía.
![]() |
Áfall fyrir Evrópusambandið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vinir mínir í ESB eru alveg í sjokki yfir þessu. Er að hugga þá núna, benda þeim á að við munum koma í heimsókn í sumar og færa þeim fullt af íslenskum krónum til að styrkja gjaldeyrisforðann. Auk þess erum við að auka matarútflutning skv. stjórnarsáttmála svo að fól í ESB svelti ekki
Gunnar Sigfusson (IP-tala skráð) 22.5.2013 kl. 19:16
Gunnar, vinir mínir fengju fyrst sjokk þegar ég færi að segja þeim frá því áfalli sem þeir urðu fyrir þegar Íslandi ákvað að ganga ekki í bandalagið.
Stefán Júlíusson, 22.5.2013 kl. 20:32
Í guðs bænum ekkert vera að því óþarfi að hræða fólk svona mikið, því gæti dottið í hug að flýja til íslands í stórum stíl...
Gunnar Sigfusson (IP-tala skráð) 22.5.2013 kl. 20:36
Þetta er hinsvegar gríðarlegt áfall fyrir utanríkisstefnu Samfylkingarinnar sem byggðist öðru fremur á útrás íslenskra stjórnmála inn á evrópskan vettvang. Reyndar er það hughreystandi að Evrópa sé ekki (aftur) orðin ginkeypt fyrir útþenslusinnuðum þjóðernissósíalistum og arískum uppruna. Síðast þegar það gerðist hafði það nefninlega hörmulegar afleiðingar í för með sér.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2013 kl. 21:23
Jæja Stefán , það er skondið að sjá þig rita hér ofar´´að ESB sé ánægt að ekki fleiri lönd gangi inní sambandið og ekki fyrr en búið er að taka til í því´´.
Þarna viðurkennir þú ESB sinninn þinn með meiru að eitthvað sé rotið í þessu dásemdarsambandi þínu ESB-inu.
Númi (IP-tala skráð) 23.5.2013 kl. 00:43
Númi, ESB er ekki rotið. ESB er ekki fullkomið.
Það eina sem er fullkomið í þessum heimi er Claudia Schiffer.
Stefán Júlíusson, 23.5.2013 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.