Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Viltu fá gesti sem greiða lægsta verðið?

Trivago er fyrirtæki sem miðlar "ódýrasta" verðinu á hótelherbergi á netinu.

Einnig hefur borið á því að vefsíður auglýsa 5 stjörnu hótel fyrir verð 3 stjörnu hótels.

Er áhugavert að bjóða alltaf lægsta verðið til þess að lenda á þess konar vefsíðum.

Það getur varla verið stefna 5 stjörnu hótels að bjóða verð samanber 3ja stjörnu hótels í nágreninu.  En sum hótel falla í þessa gryfju til þess að undirbjóða önnur 5 stjörnu hótel til þess að fá fleiri gesti.  Það eina sem þessi hótel gera er að lækka verðið á öllum markaðnum og þar með minnka tekjur allra hótela. 

Verðstefna fyrirtækja á að vera út frá eigin styrkleika.  Það sem þau bjóða upp á og ekki eftir því hvar þau lenda á vefsíðum miðlara. 

Ef rekstrargrundvöllur fyrirtækisins byggir á því, þá myndi ég stórlega draga í efa rekstrargrundvöll og stefnu fyrirtækisins.

Gestur sem hefur efni á að borga fyrir þjónustuna og er ánægður kemur aftur og greiðir sama verð.

Gestur sem kemur vegna tilboðs kemur ekki aftur því hann fer þangað næst sem er ódýrast að gista.

Þetta á við hótel í öllum flokkum.

Þegar gæði Mercedes Benz og Skoda eru borin saman ætlast fáir til þess að Mercedes Benz fáist á sama verði og Skoda.  Þetta er ekkert öðruvísi þegar kemur að því að bera saman hótel í mismunandi gæðaflokkum og verð þeirra. 

Her fyrir neðan er auglýsing frá Trivago. 


Íslenskt lambakjöt, er það eitthvað betra? Kanski aðeins rétt markaðssetning.

Í stuttu máli sagt, íslenskt lambakjöt ekkert betra en annað lambakjöt.

Það sem okkur finnst best við íslenska lambakjötið er að það er íslenskt og vegna þess að okkur hefur verið sagt að það er best.

Ég grillaði kótelettur frá Nýja-Sjálandi á páskunum fyrir íslenska félaga mína í Berlín í fyrra. Engum okkar fannst það ný-sjálenska öðruvísi en það íslenska.

Það er markaðssetningin sem skiptir máli.

Okkur hefur verið sagt að íslenska lambakjötið sé það besta í heimi. Nú er verið að selja íslenskt lambakjöt víða um heim.  Það er auglýst sem sjálfbært.

Ef við tökum "matarmílurnar eða "matarkílómetrana" frá þá er það einnig sjálfbært þar sem það er selt utan Íslands. Sumir segja að það sé alls ekki sjálfbært vegna allra ríkisstyrkjanna sem bændur fá fyrir framleiðsluna. En ég vil ekki ræða um það hér, enda önnur umræða.

En hvernig seljum við lambakjötið á Íslandi til ferðamanna? Stendur á matseðlum "lambakjöt" eða stendur "íslenskt lambakjöt"?

Besta og ódýrasta markaðssetning á lambakjöti erlendis er ef lambakjöt á matseðlum hér á landi og annars staðar væri merkt "íslenskt".

Ferðamenn vilja oftast prófa eitthvað innlent. Til þess, þarf það að vera merkt íslenskt. Samkvæmt skoðanakönnunum eru erlendir ferðamenn mjög ánægðir með ferðina til Íslands.

Væri ekki gott ef þeir færu einnig með þá hugmynd í höfðinu að íslenska lambakjötið væri það besta í heimi?

Niðurstaða, merktu uppruna lambakjötsins því góð markaðssetning byrjar á Íslandi.


mbl.is Íslenskt lambakjöt á bestu veitingastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnumörkun og sjálfbær þróun í ferðaiðnaði

Öll fyrirtæki marka sér að einhverju leiti stefnu.  

Stefnumörkun getur verið skráð eða óskráð.  Eftir því sem fyrirtækið verður stærra, þeim mun mikilvægara er að skrá stefnumörkun þess niður þannig að allir starfsmenn fyrirtækisins vita hvernig þeir geta unnið í átt að sameiginlegu markmiði.

Til þess að sjálfbær þróun nái verði innleidd í stefnumörkun fyrirtækisins með árangursríkum hætta þurfa fyrst og fremst eigendur og stjórnendur fyrirtækisins að hvað sjálfbær þróun er og hafa vilja til að innleiða hana.

"Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum." 

Þar af leiðandi á innleiðing sjálfbærrar þróunar að vera hluti af langtímastefnumörkun fyrirtækja.  

Sjálfbær þróun byggir ekki á því að "eyða" peningum eða "fórna" gróða til þess að gera eitthvað gott fyrir umhverfið.  Sjálfbær þróun byggir á því að auka tekjur, minnka kostnað og gera eitthvað gott fyrir umhverfið og samfélagið í leiðinni.  Við gerum okkur grein fyrir því að án hagnaðar verður engin sjálfbær þróun.

Ef þekking á sjálfbærri þróun er ekki til staðar er hægt að fá aðstoð utanaðkomandi aðila eða ráðgjafa sem hafa þekkingu á þessu sviði.  Þar má nefna sem dæmi Umhverfisráðgjöf Íslands ehf, Environice

Stjórnendur fyrirtækja þurfa að fá alla starfsmenn í lið með sér.  Eins og við aðra stefnumörkun fyrirtækja, er nauðsynlegt að hafa öfluga mannauðsstjórnun til þess að festa stefnu fyrirtækisins um sjálfbæra þróun í sessi í fyrirtækjamenningu (corporate culture).  Ef stjórnendur vanrækja að tvinna sjálfbærni í fyrirtækjamenninguna þá getur verið erfitt að innleiða hana í daglegan rekstur.  Það er gert með nýjum starfslýsingum, verklýsingum, námskeiðum og þess háttar.  Með þessari innleiðingu læra nýjir starfsmenn strax að starfa með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.  Þannig fá fyrirtæki einnig sem mest út úr sínum mannauði hvort sem um innleiðingu sjálfbærrar þróunar er að ræða eða ekki.

Þegar stjórn fyrirtækisins hefur markað sér stefnu í sjálfbærri þróun og mannauðsstjórnunin hefur markað sér stefnu þess til stuðnings er ekkert annað að gera en að hefjast handa.

Willard hótelið í Washington er gott dæmi um hvernig fyrirtæki í ferðaiðnaði hefur breytt fyrirtækjamenningu sinni í átt að hugarfari sem byggir á sjálfbærri þróun. (Þetta er sama myndband er í síðasta bloggi.)

Norðursigling er gott dæmi um fyrirtæki í ferðaiðnaði á Íslandi sem hefur innleitt sjálfbæra þróun í stefnumörkun og í fyrirtækjamenningu.  Það sést vel þegar umhverfisstefna fyrirtækisins er lesin. 

Stefnumörkun með sjálfbæra þróun að leiðarljósi er ávalt til langs tíma og árangurinn mun því skila sér hægt en örugglega.  Sjálfbærni er engin skyndilausn.  Það skal hafa í huga þegar farið er af stað.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband