Drama á Kaffi París. Hvað á að gera?

Það er aldrei gott fyrir fyrirtæki að lenda í svona aðstæðum.

En hvað er hægt að gera í svona stöðu?

Líklega myndi ég ekki gera svona mikið drama úr þessu sem framkvæmdastjóri og tala um málið eins og að starfsfólkið þurfi áfallahjálp.

Tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur með því að hafa þetta skrifað einhvers staðar.  Annað hvort í starfsreglum eða á stórum stöfum þar sem starfsmenn geta lesið skilaboðin.

Ég myndi bjóða mótmælendur velkomna.  Segja þeim að þetta hafi verið misskilningur eða mistök hjá starfsmanni ef þetta átti sér í raun stað.

Þær konur sem koma í dag og gefa barninu sínu smá mjólk eiga að fá ókeypis kaffi (eða eitthvað annað því koffín er líklega ekki gott) og köku og afsökunarbeiðni.  Ekki væri vitlaust að gefa börnunum eitthvað líka.

Það þarf að vinna sig út úr þessu en ekki reyna að gera sig að fórnarlambi rangs fréttaflutnings. 

Þeir sem kvarta eru oft sáttari ef lausn er fundin og sérstaklega ef hlustað er á þá.  Það finnst engum sem kvartar það eitthvað áhugavert ef þú kvartar á móti. 

16:46, Viðbót:

Jæja, nú hefur komið í ljós að atvikið átti sér ekki stað.  Þá kemur í hugann samskipti framkvæmdastjóra og starfsmanna.  Eru samskiptin það góð að framkvæmdastjóri geti fullyrt að atvik eins og þetta hafi ekki átt sér stað?  Þau ættu að vera það.

Þannig getur hann tekið betur á málinu út á við og leiðrétt "mistökin".

 


mbl.is „Starfsfólkið er alveg miður sín“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur þú ferðast um Suðurnesin?

Í huga margra eru Suðurnesin aðeins Keflavíkurflugvöllur og ljót sjávarþorp.

Engin ástæða til þess að fara þangað nema til að fara til útlanda.

En Suðurnesin hafa margt upp á að bjóða eins og sést á vefsíðu Markaðsstofu Suðurnesja

Hvernig væri að gera sér dagamun og ferðast um Suðurnesin?

Fá sér ís í Keflavík og kvöldmat í Vitanum í Sandgerði?

Fara á söfn eða keyra um og skoða Gunnuhver, brúna milli heimsálfa og fara í Bláa lónið?

Svo eru einnig margar gönguleiðir skráðar á heimasíðu Víkurfrétta.

Suðurnesjasvæðið hefur margt upp á að bjóða.  

Það er kominn tími til að við uppgötvum eitt fallegasta svæði landsins sem er rétt við höfuðborgina. 

Ég mæli með því að þú skoðir heimasíðu Markaðsstofu Suðurnesja og takir fjölskylduna svo í flott ferðalag um Suðurnesin. 

 


Bloggfærslur 27. febrúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband