Viltu fá gesti sem greiða lægsta verðið?

Trivago er fyrirtæki sem miðlar "ódýrasta" verðinu á hótelherbergi á netinu.

Einnig hefur borið á því að vefsíður auglýsa 5 stjörnu hótel fyrir verð 3 stjörnu hótels.

Er áhugavert að bjóða alltaf lægsta verðið til þess að lenda á þess konar vefsíðum.

Það getur varla verið stefna 5 stjörnu hótels að bjóða verð samanber 3ja stjörnu hótels í nágreninu.  En sum hótel falla í þessa gryfju til þess að undirbjóða önnur 5 stjörnu hótel til þess að fá fleiri gesti.  Það eina sem þessi hótel gera er að lækka verðið á öllum markaðnum og þar með minnka tekjur allra hótela. 

Verðstefna fyrirtækja á að vera út frá eigin styrkleika.  Það sem þau bjóða upp á og ekki eftir því hvar þau lenda á vefsíðum miðlara. 

Ef rekstrargrundvöllur fyrirtækisins byggir á því, þá myndi ég stórlega draga í efa rekstrargrundvöll og stefnu fyrirtækisins.

Gestur sem hefur efni á að borga fyrir þjónustuna og er ánægður kemur aftur og greiðir sama verð.

Gestur sem kemur vegna tilboðs kemur ekki aftur því hann fer þangað næst sem er ódýrast að gista.

Þetta á við hótel í öllum flokkum.

Þegar gæði Mercedes Benz og Skoda eru borin saman ætlast fáir til þess að Mercedes Benz fáist á sama verði og Skoda.  Þetta er ekkert öðruvísi þegar kemur að því að bera saman hótel í mismunandi gæðaflokkum og verð þeirra. 

Her fyrir neðan er auglýsing frá Trivago. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband