Berlín, vanmetinn markaður?

Ég hef lengi talið Berlín og nágreni vera vanmetinn markaður hjá íslensku flugfélögunum.

Ástæðan er sú að fá og stundum engin beinar flugferðir voru frá Berlín til N-Ameríku.  Þjóðverjar þurftu því að fljúga, eða taka lestina, til Frankfurt-Main eða annara borga í vestrinu.

Ég er alveg viss um það að Icelandair og Iceland Express hefðu vel getað boðið Þjóðverjum að fljúga frekar í gegnum Keflavík en Frankfurt-Main eða þá Köln-Bonn. 

Núna er þetta tækifæri eða forskot að hverfa eftir því sem fleiri beinar flugferðir frá Berlín til N-Ameríku eru í augsýn með nýja flugvellinum sem verður opnaður á þessu ári í Schönefeld.

Fá tækifæri koma aftur og því er nauðsynlegt að grípa þau á meðan þau gefast.

En nú eru önnur tækifæri að koma og þau þarf að grípa.

Með fleiri flugferðum frá Berlín til Íslands eykst að öllum líkindum ferðamannastraumur Þjóðverja til Íslands.

Lágfargjaldaflugfélögin keppast um lægsta verðið en Icelandair þarf ekki að vera í þeim hópi.  Styrkleikar Icelandair liggja í öðru en lægsta verðinu. 

Ég hlakka til komandi sumars og vonandi hafa þau öll úthald til að fljúga allt árið um kring.

 

PS.  Ég er auðvitað mjög þakklátur fyrir aukinn áhuga á Berlín hjá íslensku flugfélögunum og þeim þýsku.  Ég hef búið í Berlín í rúm 10 ár með smá pásum.  Það var ekki auðvelt að komast til Íslands fyrir 10 árum síðan eins og það er í dag. 


mbl.is Lítill munur á fargjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Júlíusson

Óskar Helgi Helgason,við erum kurteist blogg.

Þér er velkomið að skrifa athugasemd, en þá um málefnið.

Stjórnmál er ekki viðfangsefnið hér heldur ferðaiðnaður.

Stefán Júlíusson, 21.2.2012 kl. 16:05

2 identicon

Sæll á ný; Stefán !

Aumleg er; ritskoðun þín, en ei hyggst ég torvelda stagl þitt um ferðamál frekar, um sinn, svo sem.

Viðurkenndu samt; að þú gjaldfellir síðu þína mjög, með einbeittri ritskoðun, þinni; Stefán.

Kannski; það sjónarmið mitt, þoli ekki heldur, Dagsskímu þína, síðuhafi góður ?

Með; fremur snubbóttum kveðjum, að þessu sinni / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 16:11

3 Smámynd: Stefán Júlíusson

Sæll Óskar, þú ert með eigin bloggsíðu og getur komið þínum skoðunum í pólitík á framfæri þar.

Ég veit að þú ert fullur af visku um ferðaiðnaðinn og tækifæri í þeim iðnaði.

Ég hlakka til að fá athugasemdir frá þér á því sviði, en ekki pólitík:)

Stefán Júlíusson, 21.2.2012 kl. 16:16

4 identicon

Sæll enn; Stefán !

Þakka þér fyrir hólið; mér til handa, hvað meinta þekkingu mína, á ferða þjónustu - eða þá iðnaði, viðvíkur. En; því miður, stend ég vart undir þeirri vegtyllu þinni.

Ferðamál; (fyrir utan mínar eigin viðskiptaferðir, í þágu Málmiðnaðar - víðs vegar) eru mér, sem lokuð bók reyndar, Stefán minn.

Þakka þér jafnframt; fyrir hreinskilni þína, hvað stjórnmála umfjöllun áhrærir, að nokkru.

Þó svo; ég hefði gjarnan kosið óritskoðaða síðu þína - en jú; þú ert handhafi hennar, ekki við hin, svo sem.

Reyni; að minnast þess, þegar frá líður.

Með; ögn mildari kveðjum - að þessu sinni / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband