Óvart fleiri ferðamenn
8.3.2012 | 12:45
Það koma ekki óvart fleiri ferðamenn til landsins.
Það hefur verið unnin alveg gríðarlega mikil vinna við að fá fleiri ferðamenn til landsins.
En við sjáum það ekki því auglýsingarnar og kynningin er ekki á Íslandi.
"Come and be Inspired by Iceland" átakið sem fór af stað þegar Eyjafjallajökull fór að gjósa hefur skilað mjög miklu.
Á þeim 14 árum sem ég hef verið erlendis þá hef ég tekið eftir því að fólk í kringum mig talar ekki aðeins um að vilja fara til Íslands. Það hefur kannað möguleikann á því á netinu og sumir hafa meira að segja gengið alla leið og bókað ferð til Íslands.
Ísland er orðið að þekktu ferðamannalandi.
Það segir okkur að við verðum að halda áfram á Íslandi að gera landið "ferðamannahæft". Það er að undirbúa landið undir þann fjölda sem kemur. Það eru margar náttúruperlur sem geta ekki haft undan öllum þessum ferðamannastraumi.
En ég er mjög bjartsýnn á framtíðina.
Vakinn, nýtt átak ferðaþjónustunnar í gæðamálum og umhverfisvernd, er einn liður í þessum undirbúningi.
Svo eru ókeypis auglýsingar einnig góðar:
![]() |
Mikil fjölgun ferðamanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.