Góð hugmynd fer illa af stað.

Mér finnst það mjög góð hugmynd að selja pakkaferðir á Þjóðhátíðina.

Það er samt ekki sérlega sniðugt að auglýsa pakkaferðirnar eins og nú hefur verið gert.

Þjóðhátíðarnefnd átti að semja við Herjólf þannig að fyrirfram væri ákveðið að selja pakkaferðir með Herjólfi.

Það hefur líklega verið gert, en að koma með eftirfarandi athugasemd á Facebook er ekki sérlega gott:

"Uppselt er í flestar ferðir til Eyja föstudag og laugardag fyrir Þjóðhátíð og mánudag og þriðjudag frá Eyjum eftir Þjóðhátíð.
Strax við upphaf sölunar í morgun keypti Þjóðhátíðnend verulegt magn miða í allar ferðir til Eyja fimmtudag og föstudag og frá Eyjum mánudag og þriðjudag. VIð bendum farþegum okkar góðfúslega á vefsíðuna
www.dalurinn.is"

Þetta fær marga til að halda að Þjóðhátíðanefnd ætli sér að selja miðana dýrar en Herjólfur og að það sé engin samvinna milli Herjólfs og Þjóðhátíðarnefnar.

Það er nauðsynlegt að samstarf komi fram hjá fyrirtækjunum.  Það er ekkert að því að Herjólfur þeim sem hafa á huga að mæta á Þjóðhátíð að bóka farið með Herjólfi hjá þeim, en ekki með þeim hætti sem hefur verið gert. 

Ég tel ekkert að því að aðeins verði hægt að bóka pakkaferðir til Eyja á þessum tíma.  Ein bókunarsíða ætti að vera nóg til þess en ekki tvær sem virðast vera í samkeppni.

Þetta verður flott næst.


mbl.is Keypti stóran hluta miða í Herjólf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband