"Umframhagnaður" ræddur á Alþingi og bréf til SAF

Ég rataði óvart á vefsíðu Alþingis í gær. Þór Saari

Ég var svo viss um að ég yrði leiðinlegur og neikvæður á eftir að horfa á umræður um nýtt kvótafrumvarp. 

En nei, ég var ansi hress á eftir að horfa á umræðurnar því deilt var um orðið "umframhagnaður".

Það getur aðeins verið mjög vitræn umræða byggð á rökum og þekkingu.

Ég hló mig máttlausan.

Hvað er eiginlega "umframhagnaður"?  Er það hagnaður sem er meiri en ríkið leyfir?

Þegar fyrirtæki er rekið, á það þá að passa sig á því að sýna ekki umframhagnað?

Ég veit það ekki, svei mér þá.

En ég fann þessa grein frá 1997 um "umframhagnað" og kvótamál.

Mér finnst mikilvægt að Alþingi ræði mál á faglegum nótum en ekki með einhverjum furðulegum hugtökum.

Alþingi á ekki heldur að setja fyrirtækjum í landinu fyrir hver arðsemi þeirra á að vera (eða umframhagnaður).

EBIDTA, er það hugtak enn mikið notað á Íslandi?

Í lokin vil ég benda á grein og bréf til Samtaka ferðaþjónustunnar sem Þór Saari skrifaði.  Það vekur upp umhugsun hvort það sé "umframhagnaður" í greininni.

Þetta á ekki að vera gagnrýni á ríkisstjórnina eða stjórnarandstöðuna, heldur aðeins smá umhugsun í byrjun dags.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband