Flugvöllurinn í Aðaldal er tækifæri

Ég skrifaði um ferðamennsku á Húsavík í fyrra.

Þetta var SVÓT greining og svo örlítið um hvernig fyrirtæki geta starfað saman að uppbyggingu í ferðaþjónustu. Einnig hversu mikilvægt það er að íbúar á svæðinu og bæjarfulltrúar starfi með ferðaiðnaðinum á svæðinu til að búa til langtíma samkeppnisforskot.

En í greiningunni, þá taldi ég að flugvöllurinn í Aðaldal væri tækifæri sem ætti að finna leiðir til að nýta.

Þess vegna var ég mjög ánægður þegar ég heyrði, í fyrra, að Ernir ætlaði að hefja áætlunarflug til Húsavíkur.

Ef Ernir á að halda áfram áætlunarflugi til Húsavíkur þá þurfa fyrirtæki á Húsavík að starfa með flugfélaginu í að nýta þetta tækifæri.

Ekkert fyrirtæki á að vera eyland í ferðaiðnaðinum.


mbl.is Flogið til Húsavíkur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kom þá loksins að því að flugvöllurinn kemst í gagnið á ný

Rætur Núma eru úr þeim fallega dal sem Aðaldalur er.

Númi (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 10:08

2 Smámynd: Stefán Júlíusson

Já, Aðaldalur er svo sannarlega fallegur dalur. 

Stefán Júlíusson, 14.4.2012 kl. 11:38

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Þessu ber vissulega að fagna.

Hinnsvegar hef ég aldrei skilið af hverju Flugfélagið bíður ekki upp á flug RVK-HÚS-EGS..EGS-HÚS-RVK  með ódýrum sætum til Egilsstaða og frá EGS annanhvern dag. Eins flug í gegnum Hornafjörð.  Vera með ódýrari flug ef þú millilendir.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 14.4.2012 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband