Notkun snjallsíma í ferðaiðnaði

Sífellt fleiri nota snallsíma og spjaldtölvur í dag.

Þess vegna er nauðsynlegt fyrir ferðaiðnaðinn að skoða möguleika þess að bjóða upp á snjallforrit eða "app" til þess að kynna þjónustu sína.

Í dag er hægt að bóka borð á veitingastað, panta hótel og jafnvel bóka flug með snjallsíma eða spjaldtölvu og smáforriti.

Stærsti hluti þeirra sem ferðast til Íslands kynna sér möguleika og þjónustu á netinu.

Næsta skref er að bjóða þessum einstaklingum að hlaða niður smáforriti af netinu.

Þá geta einstaklingar skoðað þjónustuna hvar sem það er statt ef það er með snjallsíma eða spjaldtölvu.

Þau fyrirtæki sem byggja á ferðaþjónustu geta sameinast um snjallforrit.  Þá geta ferðamennirnir séð alla þá þjónustu sem til er á tilteknu svæði. 

Það myndi auka möguleikann á því að verðandi ferðamenn kæmu á staðinn.

Ég læt fylgja með kynningu á snjallforriti frá Ungverjalandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband