Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi gera svakaleg mistök

Ég rakst á þetta myndband sem gert var fyrir SAR á youtube.

Þarna gefa samtökin í skyn að ekkert sé hægt að gera og allt vonlaust vegna þess að ekkert er gert fyrir þá.

Ef ég væri að fara að stofna fyrirtæki þá myndi ég ekki vilja stofna það á Suðurnesjum.

Með þessu myndbandi eru menn að eyðileggja ímynd þeirra sjálfra.

Þeir eru vonlausir og sjá allt svart vegna þess að nokkur fyrirtæki hafa ekki rekstrargrundvöll nema með íhlutun ríkisins.

Þetta eiga engin samtök að gera sama hversu slæmt ástandið er.

Það á alltaf að horfa á það jákvæða sem er að gerast og auglýsa það en ekki fílupúka og fílupúkasamtök sem skæla og sjá ekki tækifærin fyrir því.

Næst verður vonandi gert bjart og skemmtilegt myndband sem höfðar til fjárfesta.

Árni Sigfússon er góður í þessu myndbandi og ætti SAR að taka hann til fyrirmyndar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband