Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Hækkun vsk. á gistingu er það rétta leiðin til aukinna skatttekna?
22.8.2014 | 19:15
Það eru ekki fallegar fréttirnar sem berast um svarta starfsemi í hótel- og gistihúsarekstri.
Skatttekjur virðast lækka eftir því sem ferðamenn koma til landsins.
Lengi hefur verið talað um að hækka skatta á gistiþjónustu. En augnablik, áttu ekki skatttekjur að hækka með auknum fjölda ferðamanna?
Heiðarlegt fólk í gistiþjónustu á í harðri samkeppni við aðila sem eru að selja gistingu í svartri starfsemi. Ekki aðeins að BnB er að selja gistingu til lengri tíma (lægri kostnaður per nótt) þá er verið að selja hana svarta, af sumum. Ég vil ekki fullyrða.
Að hækka skatta á gistingu fær fleiri heiðarlega til að leita leiða til að greiða ekki skatta.
Ransóknir hafa sýnt að verð á hótelgistingu muni ekki hækka ef vsk. hækkar. Þannig er verið að lækka tekjur til fyrirtækja sem hafa svo minna milli handanna að greiða laun o.þ.h.
Við skulum fyrst vinna gegn svartri starfsemi áður en við hækkum skatta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Niðurgreiðslur til ferðamanna
18.3.2014 | 20:46
Umræða um viðhald ferðamannastaða stendur nú yfir.
Margir hafa skoðanir á því hvernig á að taka gjald fyrir viðhald þeirra til að komandi kynslóðir geti notið þeirra.
Flestar ef ekki bara allar snúast um það hvernig aðrir en þeir sjálfir eiga að borga.
Eitt eiga margar þessar hugmyndir sameiginlegt og það er að niðurgreiða komu ferðamanna á staðina. Sjaldan hafa menn verið eins sammála um það að niðurgreiðsla sé besta lausnin.
Ég sem hélt að ferðamenn þyrftu ekki styrk eða niðurgreiðslur til að koma til landsins og skoða náttúruperlur.
Besta lausnin og sú eina er að rukka á staðnum þá ferðamenn sem vilja skoða og njóta náttúrunnar.
Eða hvers eiga þeir ferðamenn, innlendir og erlendir, að gjalda sem koma til landsins og ætla ekki að skoða náttúruperlur landsins?
Margir eru í Reykjavík á ráðstefnum eða hitta vini og fjölskyldu. Aðrir eru aðeins í stoppi á milli flugferða og fara aldrei út fyrir malbikið.
Réttast væri þá að hækka gistináttagjald á gististöðum á landsbyggðinni. En þá myndu margir hrópa "Landsbyggðaskattur". En hann er það ekki því aðeins "útlendingar" munu borga skattinn en ekki íbúar landsbyggðarinnar.
Mikilvægast er að hugsa út frá sjálfbærni. Það er ekki sjálfbærni að láta aðra en þá sem nota aðstöðuna borga fyrir hana.
Niðurgreiðum eitthvað annað en fallegar náttúruperlur landsins.
Já, alveg svaka áfall fyrir ESB
22.5.2013 | 18:36
Það hlýtur að vera alveg svakalegt áfall fyrir ESB að Íslandi skul ekki lengur vilja inn.
Ég verð að viðurkenna það að þetta er svakalegt áfall fyrir mig, ESB-sinnan.
Ég get ekki sofið og veit ekki hvað ég á að gera. Áfallahjálp er líklega besta lausnin við þessu.
Auðvitað er þetta ekkert áfall.
Lífið heldur áfram og það vill svo til að ESB-ríkin, flest, eru ánægð með það að ekki fleiri lönd ganga í sambandið fyrr en búið er að taka til í því.
Þó ég fái ekki það sem ég vil, þá er það ekki áfall. Jedúdda mía.
Áfall fyrir Evrópusambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Virðisaukaskattskerfi eru oft flókin
15.8.2012 | 01:41
Það er alltaf gaman að heyra umræður um hækkun og lækkun vsk. og hvað á að vera í hvaða flokki.
Áhugaverðust fannst mér umræðan í Þýskalandi.
Þar eru einnig margir ferðamátar undanþegnir vsk.
Ég er búinn að gleyma hvaða dýr eru í hvaða flokki, en hestar og asnar eru ekki í sama vsk. flokki í Þýskalandi. Það var ekki deilt um að það væri réttlátt.
Deilan snérist um það í hvaða flokki múlasnar ættu að vera.
Hún var skemmtileg og var ég hissa á því hversu alvarlegir umræðugestir voru.
Greiða engan virðisaukaskatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Orlofshús á Grímsstöðum
19.7.2012 | 10:39
Nú er komið í ljós að Núbó ætlar ekki aðeins að byggja hótel, gólfvöll og bílastæði.
Ekki veit ég hvernig einstaklingar halda að ferðaþjónusta á landssvæði byggist aðeins á þessari þrennu.
Nú hefur Núbó gefið út að hann hafi selt orlofshús til kínverja.
Þetta er það sem er gert þegar verið er að þróa stór svæði undir ferðamannaiðnað.
Þetta er gert til þess að fá ríka einstaklinga á svæðið. Þeir eru tilbúnir að eyða meiri pening á svæðinu og koma reglulega.
Ég fagna þessu og hlakka til að sjá framhaldið.
En hvað með tækifærin?
20.5.2012 | 21:09
Við einblínum allt of mikið á hættur og veikleika.
Í fréttinni segir;
"Aðstandendum þessa blaðs hefur fundist að ekkert skorti á að rætt sé um þau vandamál og þær ógnir sem bíða landbúnaðarins innan Evrópusambandsins, bæði raunverulegar en ekki síður ímyndaðar".
Vandamál og ógnir, en ekkert er talað um að það verði að ræða tækifæri.
Ég held að við séum öll sammála um það að styrkir séu ekkert sérstakir og að best sé að þeir sem kaupi vöruna greiða einnig fyrir hana.
Ég ætla ekki að fjalla um hvort ég er með eða á móti aðild að ESB, en af hverju alltaf að horfa á neikvæðu hliðarnar?
Við eigum að horfa á það sem er jákvætt og býr til tækifæri. Annars verður ekkert til.
Nýtt blað um áhrif aðildar að ESB á landbúnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Hype" í ferðaþjónustu
19.5.2012 | 13:19
Alltaf erum við að leita að einhverju "hype".
Ein lausn sem hentar öllum og gerir alla ríka.
Það sem við vitum flest er að það er aldrei eitt fyrirtæki eða lausn sem bjargar heiminum.
Eftir að við sáum að bankarnir á Íslandi voru ekki sjálfbærir, þrátt fyrir sögur um annað, þá sjáum við vonandi að það er ekki til ein töfralausn.
Hvert einasta fyrirtæki, ef það er sjálfbært, er töfralausn eigenda þess, birgja og viðskiptavina.
Það er nóg.
Þegar við hættum að leita að því eina sanna sem á að bjarga Íslandi, þá er okkur bjargað.
Facebook olli vonbrigðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Niðurlægður andstæðingur verður sjaldan góður samherji
18.5.2012 | 09:20
Það er bráðgaman að fylgjast með umræðum á Íslandi hérna heima í Berlín.
Það virðist vera að það eina sem sameinar íbúa Íslands eru að kunna að deila.
Það virðist ekkert geta sameinað þjóðina.
Eigum við ekkert sameiningartákn? Er það ekkert sem sameinar okkur?
Hvernig væri það að finna út hvað við eigum sameiginlegt. Hverjir okkar sameiginlegu hagsmunir fyrir framtíðina eru.
Það er gott að vera ósammála og í raun stundum nauðsynlegt.
En eigum við þá að nota slæmt orðbragt eða niðurlægja andstæðingin?
Niðurlægður andstæðingur verður sjaldan góður samherji.
Ef við þurfum að niðurlægja andstæðing, þá erum við að lýsa yfir eigin rökþrotum.
Við þurfum að geta rætt málefni án þess að þau verði persónuleg.
Hvort við göngum í ESB, hver verður næsti forseti, hver er í ríkisstjórn eða hvar verður virkjað á landinu eða ekki hefur heldur ekkert með okkar "persónulega" rými að gera.
Þetta eiga ekki að vera persónuleg málefni þar sem við þurfum að tæta í okkar allt og alla sem eru ekki sammála okkur.
Hvað ætli það séu mörg góð málefni sem hafa glatast vegna deilna?
Deilur leysa engan vanda heldur búa frekar til fjöldamörg ný.
Eitt af þessum vanda er að margir sjá ekki muninn á sér og ríkinu. Margir halda að þeir séu hluti af ríkinu. Við erum ekki hluti af ríkinu, heldur hluti af landsmönnum.
Við kjósum Alþingismenn, forseta og bæjar- eða sveitarstjórnarmenn. En við ráðum ekki hvað aðrir kjósa og það eru ekki síðra fólk þó svo það kýs ekki eins og ég.
Deilum, en gerum það málefnalega. Aðrir geta það, af hverju ekki við?
Mike Curb Congregation er með á hreinu:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað er rétt og hvað er rangt?
2.5.2012 | 09:34
Það er ekki alltaf einfalt að taka ákvörðun.
Það eru þó alltaf að minnsta kosti tveir möguleikar í stöðunni. Að gera það sem er "rétt" án þess að vera viss um að niðurstaðan verði góð. Hinn möguleikinn er að gera það sem er ekki "rétt" til að fá góða niðurstöðu. Á ensku er þetta kallað teleological og deontological ethics.
Við höfum fengið fréttir af því að fyrirtæki og stjórnvöld hafi ekki stundað rekstur sinn eftir því sem við köllum siðferðilega rétt. Í síðustu viku var Geir H. Haarde svo dæmdur fyrir stjórnarskrárbrot.
Að vera í forsæti fyrirtækis eða ríkisstjórnar er ekki auðvelt og það er nauðsynlegt að gera allt sem gera þarf til þess að fyrirtæki eða ríkisstjórn haldi velli. Oft á tíðum lítum við á viðskipti og siðferði sem sinn hvorn hlutinn sem ekki er hægt að samræma (Winkler 2009).
Þeir aðilar sem hafa verið dæmdir fyrir brot sjá ekkert athugavert við það sem þeir hafa verið dæmdir fyrir. Geir H. Haarde talaði um formbrot. Þegar Jeffrey Skilling, fyrrverandi framkvæmdastjóri Enron, sagði á deginum þegar hann var dæmdur að hann trúði því innilega að hann væri saklaus; I believe I am innocent (Pasha 2006).
Geir H. Haarde og Jeffrey Skilling er báðir á því máli að vegna hruns og gjaldþrots þurfti að finna einhverja til þess að kenna um hvernig fór. Þeir forðast að vera brennimerktir sem spilltir með því að líta þannig á hlutina að verk þeirra voru eðlileg á sínum tíma (Anand et al. 2004).
Eftir því hvernig við horfum á siðferði og ákvarðanatöku geta þeir báðir haft rétt fyrir sér. Þeir þurftu báðir að gera misgóða hluti til þess að fá góða niðurstöðu.
Það getur verið erfitt að taka ákvörðun. Áður en við tökum ákvörðun þurfum við að vega og meta hvað er í húfi. Svo tökum við ákvörðun sem við erum sjálf sátt við.
Hvort að sú ákvörðun var rétt eða röng, frá siðferðilegu sjónarhorni, er oft annarra að meta.
Heimildir:
Anand, V., Ashforth, B. E. and Joshi, M. 2004. Business as usual: The acceptance and perpetuation of corruption in organizations. Academy of Management Executive. Vol. 18. no. 2, pp. 39-53.
Pasha, S. 2006. Skilling gets 24 years. Media report. 24. October. CNN Money. Accessed: 17. August 2011. http://money.cnn.com
Winkler, S. 2009. Comparison of IFRS and US GAAP with special view on business ethics. Bachelor thesis. International University of Applied Sciences. Bad Honnef, Germany.
Stefna til Strassborgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Förum eftir lögum, reglum og stjórnarskrá
24.4.2012 | 07:26
Dómur Landsdóms yfir Geir H. Haarde er áhugaverður.
Ég hlustaði á hann í beinni útsendingu frá Íslandi hér í Sviss.
Mér finnst dómurinn segja mér að það á að fara eftir lögum, reglum og stjórnarskránni.
Fyrirtæki eiga að fara eftir lögum og einstaklingar einnig.
Þó svo að önnur fyrirtæki hafi brotið lög merkir ekki að þú eigir einnig að brjóta þau.
Reglur Seðlabankans um gjaldeyrishöft gerðu ráð fyrir því að einstaklingar og fyrirtæki myndu brjóta reglurnar.
Núverandi lög Alþingis um gjaldeyrismál gera ráð fyrir því að lög séu brotin upp að ákveðnu marki.
Er eðlilegt að Seðlabanki Íslands og Alþingi geri ráð fyrir að ákveðinn hluti fyrirtækja og einstaklinga brjóti lögin?
Það þarf að breyta miklu á Íslandi. Stjórnsýslan þarf að sýna fordæmi í þessum málum.