Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Lord of the Rings og Nýja Sjáland
28.3.2012 | 06:53
Þegar fyrsta Lord of the Rings myndin var gefin út þá tóku ferðamálayfirvöld á Nýja Sjálandi upp á því að markaðssetja landið fyrir áhugamenn um Lord of the Rings.
Á heimasíðu ferðamálastofu Nýja Sjálands er sérstaklega hægt að smella á "Home of Middle-earth".
Í vetur voru þættirnir "Game of Thrones" teknir að hluta til á Íslandi.
Væri hægt að gera út á þá þætti á Íslandi?
Ég er viss um að margir Þjóðverjar myndu vilja fara á slóðir bókarinnar og kvikmyndarinnar 101 Reykjavík.
Margar pælingar og mörg tækifæri sem hægt er að nýta.
![]() |
Eftirspurnin kallar á uppbyggingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Grænland via Ísland
23.3.2012 | 16:15
Í fréttinni um nýju Dash 8-200 kemur fram að áfangastöðum Flugfélags Íslands á Grænlandi hefur fjölgað í fimm og að tíðni flugferða hefur verið aukið töluvert.
Einnig kemur fram að 20% fleiri farþegar hafa bókað flug til Grænlands miðað við sama tíma í fyrra.
Getur verið að best sé að fljúga í gegnum Ísland til áfangastaða á Grænlandi?
Singapore hefur unnið að því, með öðrum þjóðum á svæðinu, að verða að miðpunkti ferðamanna á ferðum sínum um Asíu.
Icelandair flýgur með farþega til Íslands og Flugfélag Íslands með þá áfram til Grænlands.
Gott samstarf við Grænland í markaðssetningu getur falið í sér mörg tækifæri. Hugsanlega einnig með Færeyjum.
Ég tel að náið samstarf þessara þjóða í markaðssetningu í ferðamálum fela í sér mjög mörg tækifæri í famtíðinni.
Ég er viss um það að starfsmenn Flugfélags Íslands eru að vinna sína heimavinnu mjög vel.
![]() |
Nýju DASH-vélarnar komnar í loftið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sérstaða í heimabyggð
23.3.2012 | 15:46
Þetta er alveg frábært framtak og stór sniðugt að hefja bjórframleiðslu á Ísafirði.
Margir sem ferðast um landið vilja prófa eitthvað sem búið er til í nágreninu.
Margir ferðamenn sem kaupa sér bjór spyrja hver bjór staðarins er og kaupa þá hann.
Þarna myndast ákveðin sérstaða fyrir vestfirði þó svo að bjórinn einn og sér geri það ekki.
Þegar ég fór á ættarmót til Húsavíkur í fyrra þá heyrði ég marga ferðamenn spyrja hvaða íslenska bjór væri boðið upp á. Ferðamenn spyrja hvaða bjór er boðið uppá á ferðum sínum um landið.
Þetta gerum við sjálf erlendis, ef Carlsberg er ekki seldur á staðnum.
Nú er ekki lengur aðeins hægt að bjóða ferðamönnum á Ísafirði upp á Gull og Víking, heldur Ísafjarðarbjór.
Frábært framtak sem hægt er að búa til flotta sérstöðu í sambland við annað á svæðinu.
Í Berlín drekka menn Berliner Pilsener:
![]() |
Vilja brugga ísfirskan bjór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju borga ferðamenn fyrir það sem er ókeypis?
22.3.2012 | 09:25
Ég skil ekki ferðamenn.
Þeir borga fyrir að sjá eitthvað sem er einskis virði.
Það hefur ekki verið framleitt af fyrirtækjum og engin verðmætasköpun orðið til.
Samt eru þeir tilbúnir að borga fyrir það.
Vatn sem frussast úr jörðinni, vatn sem fellur einhverja metra, sjávarspendýr, hæðir og fjöll, svo eitthvað sé nefnt.
Í staðin fyrir að borga fyrir að horfa á hverasvæði er eins hægt að snúa gufustraujárni á hvolf og horfa á gufuna.
Íslensk náttúra og dýralíf er einstæð. Útlendingar vita það og það kemur að því að við áttum okkur betur á því að óspillt náttúra er meira virði en "spillt" náttúra.
Geysir er notað í þýsku og er samheiti yfir goshveri.
Ástæðan er sú að útlendingar komu til landsins fyrir mörgum og skrifuðu um það. Þeir lýstu sérstakri náttúru. Náttúru sem var ekki eins og í heimalandi þeirra.
Það er nefnilega skortur á íslenskri náttúru í heiminum vegna þess að hún fyrirfinnst aðeins á Íslandi.
Þess vegna getum við selt hana og það dýru verði.
![]() |
22.000 farþegar skoðuðu norðurljósin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Fjárfestingatækifæri, erlendir aðilar fá 25% afslátt
22.3.2012 | 06:44
Það hefur mikið verið fjallað um gjaldeyrishöftin upp á síðkastið.
Í gjaldeyrishöftunum leynast mjög góð tækifæri til þess að fjárfesta hér á landi.
erlendur aðili fær u.þ.b. 25% afslátt hef hann kemur með lánsfé eða tekur beint þátt í fjárfestingu.
Þá skiptir engu hvort um nýfjárfestingu eða um kaup á fyrirtæki er um að ræða.
Eins og kom fram í fréttum í gær fá erlendir eigendur góðan afslátt með að kaupa Vörð að fullu.
Áður hafa fyrirtæki eins og HS Orka verið keypt með svo kölluðum aflandskrónum. Magma Energy græddi vel á því eins og fram kom í ársreikningum fyrirtækisins.
Ég veit ekki hvort að Húsasmiðjan hafi verið keypt með aflandskrónum en það hefur ekki komið fram en ég reikna með því, annað væru stór mistök af hálfu fjárfestanna erlendu.
Eins og fram kemur í frétt mbl.is um Vörð:
"Fastlega sé gert ráð fyrir að hluturinn verði keyptur á 1.370-1.520 milljónir króna."
"Gerir BankNordik ráð fyrir að nýta sér að Seðlabanki Íslands býður útlendum fjárfestum, sem ætla að fjárfesta á Íslandi, afslátt á kjörum og því verði kaupverðið væntanlega 51-56 milljónir danskra króna. "
"það svarar til 1.146-1.259 milljóna íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag."
Það er því verið að veita u.þ.b. 250 milljón króna afslátt af kaupunum.
Einnig er í fréttum í dag að Kaldbakur, sem er í eigu samherja, er að selja skuldabréf fyrir 10 milljarða til erlends fjárfestis. Þau kosta því erlenda fjárfestinn því aðeins um 7,5 milljarða króna ef fjárfestirinn fer leið sem Seðlabanki Íslands býður upp á. Þannig getur erlendi fjárfestirinn strax bókað hagnað um 2,5 milljarða króna.
Hérna eru mikil tækifæri.
Ef þú getur fundið erlendan viðskiptafélaga eða banka, þá getur þú einnig sparað nokkrar milljónir eða nokkur hundruð milljónir.
Þeir sem gera þetta ekki, geta átt hættu á því að sitja eftir í samkeppninni.
Þarna er nefnilega verið að veita frábæran möguleika á því að veita fyrirtækjum langtíma markaðsforskot, með því t.d. að lækka vöruverð og undirbjóða þannig samkeppnisaðila sem fyrir eru á markaðnum.
Ég mæli eindregið með því að þú farir að leita að lánsfé erlendis eða fjárfestingafélga.
Ef þú gerir þetta ekki, þá gerir þetta einhver annar. Þessi annar, gæti verið í samkeppni við þig.
![]() |
Hægt að afnema höftin á 3 mánuðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 07:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tækifæri, íslenskur bitter
21.3.2012 | 16:54
Hvernig væri ef íslenskir aðilar myndu sjá tækifæri í því að framleiða bitter ofan í alla þessa ferðamenn sem koma til landsins.
Hann gæti t.d. fengið nafnið Ice-bitter eða Ís-bitter.
Ég hef komist á bragðið með að drekka áfengislausan bitter. Hann heitir Sanbitter og er framleiddur af Sanpellegrino.
Þarna sé ég tækifæri á Íslandi.
Er alltaf gott að kaupa vel rekið fyrirtæki?
20.3.2012 | 07:56
Ég er ekki hissa á því að aðilar vilja kaupa vel rekin fyrirtæki.
Það er í eðli okkar að vilja taka við einhverju sem er vel rekið.
Við teljum meiri líkur en minni á því að við getum haldið áfram góðum rekstri því hann var svo góður.
Í rekstri er alltaf mikilvægt að standa ekki í stað og reka fyrirtæki eins og það var alltaf rekið.
Þess vegna er ég á þeirri skoðun að betra væri að kaupa illa rekið fyrirtæki því það er hægt að kaupa það á betra verði. Það er einnig áskorun.
Þú getur þá breytt öllu og látið þínar hugmyndir ráða algerlega ferðinni. Látið ljós þitt skína.
PS. Hvað eru til margir þættir af Kitchen Nightmares þar sem einstaklingar hafa keypt "vel rekið" fyrirtæki og engu breytt því allt var svo frábært?
![]() |
Margir vilja eignast gisti- og veitingahús í miðbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Áhugaverðar fagbækur
18.3.2012 | 14:28
Ég bætti við tengla, lista yfir áhugaverðar bækur.
Þetta eru fagbækur sem ég mæli með að þú lesir.
Competitive Strategy og Competitive Advantage eru komnar nokkuð til ára sinna en þær eru alveg frábærar til þess að skilja samkeppni og hvernig hún virkar. Hún skýrir fyrir okkur leiðir sem hægt er að fara í samkeppni til þess að öðlast markaðsforskot. Höfundur bókanna er Michael E. Porter
Managing ef Henry Mintzberg er nýleg, gefin út árið 2009. Hún fjallar um stjórnun, ákvarðanatöku og hvernig hægt er að nýta hæfileika starfmanna og fleira. Þetta er mjög áhugaverð bók.
Destination Branding er samansafn greina valinkunna manna um hvernig "samfélög" markaðssetja sig, viljandi og óviljandi.
How to brand nations, cities and destinations er skrifuð af Finnum. Þess vegna er áhugavert að lesa bókina. Hún skýrir út mikilvægi þess að samfélög stundi sameiginlega markaðssetningu og samvinnu til þess að öðlast markaðsforskot.
Sustainability in the hospitality industry fjallar um sjálfbæra þróun og hvernig fyrirtæki geta stundað rekstur með sjálfbæra þróun í huga. Það er mjög auðvelt að lesa bókina og hún er full af einföldum leiðum fyrir fyrirtæki að spara útgjöld og stunda sjálfbæra þróun í leiðinni.
The Step-by-Step Guide to Sustainability Planning leiðbeinir fyrirtækjum hvernig hægt er að innleiða sjálfbæra þróun í rekstri fyrirtækisins.
Ég mæli sérstaklega með Michael E. Porter fyrir alla Íslendinga. Hún fjallar mikið um það hvernig hægt er að skapa sér sérstöðu, þ.e. keppa að bjóða sem lægsta verðið eða skapa sér sérstöðu. Á Ísland að framleiða no-name iðnaðarvörur og brenna innflutt rusl eða skapa sér sérstöðu í ferðamálum og iðnaði sem byggir á sjálfbærri þróun?
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Matvælatengd ferðaþjónusta í boði Katla Travel og Flugfélags Íslands
17.3.2012 | 13:00
Flugfélag Íslands er að bjóða upp á mjög áhugaverða ferð til Akureyrar á heimasíðu sinni sem hefur heitið "Local Food and Gourmet og stendur yfir í 7 daga.
Ferðin er skipulögð af Katla-Travel og Flugfélagi Íslands.
Í ferðinni eru matvælaframleiðendur, bændur, útvegsmenn og bruggversksmiðjur heimsóttar og er ferðamönnunum boðið að prófa afurðirnar, "sample as you go".
Í ferðinni er ferðamönnum einnig boðið upp á að tína bláskel sem er svo elduð fyrir ferðamennina.
Mér finnst þetta mjög áhugaverð ferð.
Í dag hafa fyrirtæki meiri skilning en áður á því að ferðamenn vilja ekki aðeins sjá eitthvað heldur vilja þeir einnig fræðast og læra eitthvað. Það eykur jákvæð viðbrögð og ferðamenn gleyma síður ferðalaginu.
Áfram svona.
Bjartsýni og jákvæðni
15.3.2012 | 13:49
Áhugaverð frétt.
Sigfús er mjög jákvæður í þessu viðtali. Allt gengur vel.
Mér fannst mjög áhugavert hvað hann sagði í sambandi við verðhækkanir á eldsneyti:
"Aðspurður hvort eldsneytishækkanir hefðu áhrif á bílaleigur sagði Sigfús að þeirra svar væri að hafa sem nýjasta bíla vegna þess að þeir eyddu minnstu og auk þess menguðu þeir minna. Þannig hefði tilkostnaður ekki aukist svo mikið milli ára þótt eldsneytisverðshækkanir skiptu alltaf máli"
Svona eiga menn að horfa á hlutina.
Áfram Hertz á Íslandi.
![]() |
Hertz hyggst auka bílakaup sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |