Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Ferðamenn og Reykjavíkurhöfn

Mér finnst nýja Icelandair hótelið við slippinn alveg frábært. 

Það var mjög góð hugmynd að opna hótel í húsinu við slippinn.

Þetta er það sem ferðamönnum finnst spennandi og eru að leita eftir þegar þeir koma til landsins.

Erlendis sjáum við hvernig búið er að breyta gömlum hafnarsvæðum í flottar íbúðir og verslanir.

Mér fyndist það mikil synd ef svo væri í Reykjavíkurhöfn.  Mér finnst nauðsynlegt að halda iðnaði, fiskvinnslu og alvöru bátahöfn í Reykjavík.

Þetta er ein af sérstöðum Reykjavíkur.  Hún hverfur ef einungis hótel, íbúðir og verslanir verða við höfnina.

Ég man eftir því þegar ég var að vinna við frystitogara í Reykjavíkurhöfn fyrir mörgum árum að þá komu margir ferðamenn að skoða og spyrja mig spurninga.

Það verður spennandi að sjá framhaldið.


mbl.is Vilja endurmeta mörk hafnar og borgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóri sannleikurinn í Icesave!

Ég er með gott myndband þar sem teknar eru saman helstu staðreyndir Icesave-málsins.

Helstu atrðið deiluaðila og svo niðustöðuna í málinu, þ.e. stóra sannleikann.

Það er ekki hægt að deila um það sem kemur fram í myndbandinu.

Staðreyndirnar tala sínu máli.

Plataði þig.  Tounge

Langar ekkert að skrifa um Icesave.


mbl.is Kostnaðurinn hefði orðið 80 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugavert að atvinnulausum skuli fækka í Sviss

Ég ætla aðeins að leyfa mér að blogga um ESB og Sviss.

Sviss er með samninga við ESB ríkin sem jafngildir fjórfrelsinu svokallaða.

Samt sem áður fækkar atvinnulausum í Sviss.

Ég hefði talið, miðað við ástandið í nágranaríkjunum, að atvinnulausum myndi fjölga þar sem fleiri væru í atvinnuleit, þ.e. frá ESB ríkjunum og þeir Svisslendingar sem missa vinnuna við að fyrirtæki ráða ódýrt erlent vinnuafl.

Þetta virðist sýna að ríki sem hafa það gott fyllast ekki af erlendum aðilum í atvinnuleit og í leit að bótum.

Þrátt fyrir að almannarómur fullyrðir að svo sé.  Ég er eiginlega hissa á því hversu hvassyrtir margir Svisslendingar eru gagnvart útlendingum.  Minnir svolítið á suma andstæðinga ESB á Íslandi.

Ég vil engar leiðinda athugasemdir við þetta blogg heldur málefnalegar og vonandi þá einnig heimildir ef menn vilja koma með "staðreyndir" málsins.

Ég vil setja hérna inn myndband af hinum "heimsfræga" og frábæra svissneska listamanni DJ Bobo.  Er hann ekki frábær?


mbl.is Atvinnulausum Svisslendingum fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Schengen og páskafrí

Ég vil byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegra páska.

Ég er í páskafríi og er ansi ánægður með það.  Það er aldrei að vita hvenær ég fæ næst frí á páskunum.

Það er ekki sjálfsagður hlutur að fá páskafrí þegar við störfum í ferðaiðnaðinum, hvort sem það er að veita þeim þjónustu eða við framleiðslu.

Ég ákvað að verja páskafríinu í ár m.a. við að skrifa viðskiptaáætlun fyrir hótel á Íslandi og að búa til plakat og ritgerð sem fylgir því.

En margir skólafélagar ákváðu að ferðast um Evrópu og kynnast þessari heimsálfu.

Ein góð ástæða fyrir því af hverju svona margir skólafélagar ákveða að ferðast um Evrópu er Schengen-samstarfið.

Margir skólafélaga minna eru frá Asíu og áður fyrr þurftu þeir vegabréfaáritun fyrir hvert einasta land.  Núna er nóg fyrir þá að vera með Schengen-vegabréfsáritun og þá hafa þau þegar þau hefja nám í Sviss.

Ég man að áður en að Sviss gekk í Schengen að þá þurftu samnemendur mínir að sækja um vegabréfsáritun fyrir hvert einasta land í Evrópu.  Það skipti ekki máli hvort þeir voru á leiðinni þangað eða ekki.  Þá fóru ansi margir til Englands.

Núna fer enginn til Englands, þ.e. Bretlandseyja, því það þarf að sækja sérstaklega um vegabréfsáritun þangað.

Fyrir þennan hóp hefur Schengen-samstarfið haft góð áhrif.  Ég er ánægður fyrir þeirra hönd.

Ég hlakka til að heyra ferðasögurnar þeirra.


Nú lenti ég í því. Allt lokað!

Var samviskusamur og var að vinna og læra í allan dag.

Ég var á ferðinni til Chur seinni partinn og ákvað að versla fyrir alla páskahelgina í kvöld, þ.e. fyrir átta.

En svo þegar ég mætti í miðbæinn var allt lokað og var búið að vera lokað frá því klukkan 17 eða 18.

Svona er Sviss.

Sviss hefur mikla sérstöðu hvað ferðaiðnaðinn varðar eða það teljum við að minnsta kosti.

Í dag er svissneski ferðaiðnaðurinn í mikilli vörn.  Það eru miklar deilur um það í hvaða átt á að stefna.  Það hefur að einhverju leiti með það að gera að norðursvæðin græða meira en svæðin sem græða á gestum sem gista til lengri tíma.

Graubünden er í vörn.  Þar er allt saman lokað þessa helgi nema á laugardag og verslanir opna ekki fyrr en á þriðjudag.

Sumir telja sérstöðuna vera íhaldsama Sviss, þ.e. allt lokað eins og hefur alltaf verið.

Sumir vilja breyta sérstöðunni og hafa opið á meðan að ferðamenn eru á svæðinu.

Það er áhugavert að fylgjast með umræðunni og enn áhugaverðara verður þegar, eftir nokkur ár, kemur í ljós hver rétta leiðin var.

Það er þannig með allt að enginn getur séð í dag hvað er best á morgun.

Ég sjálfur tel best að hafa opið,  ferðamenn vilja hafa opið á ferðum sínum í dag.  Þeir eru í fríi og vilja njóta alls þess sem svæðið hefur upp á að bjóða.

Það vil ég að minnsta kosti, en hvað finnst þér?  Opið eða lokað?  Hver á sérstaðan að vera í þessu máli?


Egill sýnir okkur rusl í miðbænum

Þær eru ekki fallegar myndirnar sem Egill Helgason tók í morgun og setti á bloggið sitt.

Við hljótum nú að geta "hitt" í ruslafötuna eða ef hún er full, fundið aðra eða sett ruslið við ruslafötuna.

En annað kom mér á óvart og það er að það er fullt af rusli fyrir framan veitinga- og skemmtistað í miðbænum.

Þegar við rekum fyrirtæki, þá viljum við líklega öll fá inn viðskiptavini.

Það gerum við með að hafa hreint og snyrtilegt inni og úti.

Þegar ég starfaði í Berlín, þá fórum við reglulega út til þess að sópa og henda rusli.

Ég ráðlegg öllum fyrirtækjum að hreinsa einnig svæði sem þau eiga ekki, mér finnst það sjálfum eðililegt.


Páskafrí og þjónusta við ferðamenn

Nú fer að koma að páskahelginni.

Þá helgi eru margar matvöruverslanir, veitingahús, fataverslanir og aðrar verslanir lokaðar.

Það fær mig til að hugsa um alla ferðamennina sem verða á landinu þessa helgi.

Munu þeir fá þá þjónustu sem þeir sækja eftir eða fara heim frekar vonsviknir frá landinu "lokaða".

Þriðjungur þeirra ferðamanna sem koma til landsins hafa rætt við fjölskyldu og vini til að fá upplýsingar um landið.  Það segir okkur að "huglægum" upplýsingum er miðlað.  Vonandi jákvæðum.

Til þess að ferðaþjónusta eigi einhvern möguleika, þá þarf að vera til þjónusta við ferðamennina.

Að hafa allt lokað kemur ekki til greina.

Verslanir og ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að spjalla saman um það hvenær verslanir ættu að hafa opið eða þá yfirleitt.

Ef verslanir hafa lokað, þá getur ferðaþjónustufyrirtækið ekki séð annan möguleika en að opna sjálft verslun og t.d. einnig kaffihús.

Þar með hætta ferðamenn að versla í öðrum verslunum nema hjá ferðaþjónustuaðilanum.

Ég er ekki svo viss um að það sé gott fyrir neinn í samfélaginu nema ferðaþjónustuaðilann.

Til þess að allt samfélagið hafi hagnað af ferðamönnum þurfa hagsmunaaðilar á svæðinu að tala saman og ræða hvernig þeir skulu hafa fyrirtæki sín opin á frídögum.

Samráð er best í ferðaþjónustu.


Samherji og siðferðiskennd Íslendinga

Siðferði á að skipa stóran sess í rekstri fyrritækja.

Vakinn, ný umhverfisvottun í ferðaþjónustu, gerir þá kröfu að fyrirtæki skrifi undir siðareglur áður en að fyrirtækið fær vottun.

Þó svo að Samherji er ekki fyrirtæki í ferþaþjónustu, þá er vert að skoða umfjöllun um fyrirtækið.

Það er sakað um að brjóta íslensk lög.

Í gær ákvað Samherji að dótturfyrirtæki sitt í Þýskalandi hætti viðskiptum við íslensk fyrirtæki Samherja á meðan að rannsókn á sér stað á meintum brotum.

Er það ekki eðlilegt að fyrirtæki hætti viðskiptum sem gætu fallið undir brot á gjaldeyrislögum á meðan á rannsókn stendur?

Þetta hefur einnig áhrif á þýska fyrirtækið.  Ég þekki ekki til þess að fyrirtæki í Þýskalandi fái að halda áfram viðskiptum sem geta hugsanlega verið ólögleg og eru ransökuð af yfirvöldum.

Þetta er auðvitað sárt fyrir þá einstaklinga og bæjarfélög sem hafa notið þess að fá fisk frá DFFU. 

En meint lögbrot er meint lögbrot.

Mér sýnist hér ein ástæða hrunsins vera komin í ljós, miðað við umræðu um málið eftir fréttirnar frá DFFU.

Siðferðiskennd margra Íslendinga virðist leyfa áframhaldandi lögbrot á meðan það er talið vera "almannahagur".

Það finnst mér ekki vera rétt.  Lög eru lög sem á að fara eftir og ef vafi er á því hvort verið sé að brjóta lög, þá á að hætta þeirri starfsemi sem er undir grun á meðan verið er að rannsaka málið.

Eða á að dæma fyrirtækið fyrri gróf brot sem héldu áfram á meðan á rannsókn málsins stóð?

Almannahagur byggir á lögum og reglum sem farið er eftir en ekki tilfinningu fólks á hvað er rétt eða rangt.


Erfitt fyrir alþjóðlegt fyrirtæki að starfa á Íslandi

Það getur ekki verið annað en erfitt að starfa sem alþjóðlegt fyrirtæki í landi sem ríkja höft í gjaldeyrisviðskiptum.

Áherslur breytast með þeim. Öllum erlendum gjaldeyri er haldið í burtu frá því landi þar sem höftin eru. Það er alveg augljóst og þannig haga öll fyrirtæki sér og það stendur í öllum kenslubókum.

Það er betra fyrir DFFU, Samherja, að selja fiskinn þangað sem engin höft eru. Alveg augljóst að gera það þegar Samherji er í skoðun, grunað um brot á gjaldeyrislögum.

Við verðum einnig að spyrja okkur hvort efnahagsmál eru svo slæm á Íslandi að krónan á í hættu á að falla ef eitt fyrirtæki skilar ekki öllum sínum gjaldeyri til landsins.

Þessir nokkru milljarðar eiga ekki að hafa þessi áhrif á krónuna, nema í áróðursleik stjórnvalda.

Seðlabankinn á líklega eftir að fara í gegnum allt bókhaldið og koma auga á eitthvað sem ekki er alveg eftir reglum þess og lögum frá Alþingi því ég tel annað vera útilokað hjá svona stóru alþjóðlegu fyrirtæki. Þó svo að fyrirtækið telji sig fara eftir bestu getu eftir lögum og reglum.

Í raun eru öll fyrirtæki með dótturfyrirtæki erlendis með stöðu "grunaðra" í dag og ættu að vera ransökuð. Ef allt á að vera gert rétt, þá ætti Seðlabankinn að setja "gjaldeyriskommissara" í hvert fyrirtæki sem stundar útflutning. Er það þetta sem við viljum?

Er ekki þessi ransókn Seðlabankans dæmi um að krónan er í mjög vondum málum?

Ég veit að þessi færsla er útúrdúr frá því sem ég ætla mér að blogga um, en ferðaiðnaðurinn er útflutningsgrein eins og sjávarútvegurinn.

Samt léttur því sólin skín og ég sé hérna mörg tækifæri. Tounge


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband