Norska lúðan og ferðamaðurinn

Ég þurfti einu sinni að kalla til lásasmið á aðfangadag í Berlín.

Lásasmiðurinn var hinn hressasti, en hresstist enn meir þegar hann heyrði að ég væri frá Íslandi.

Hann hafði nefnilega farið til Lofoten með vinum sínum í sjóstangveiði.

Hann lýsti stærsta draumi félaga sinna og hans sjálfs.  Þessi draumur var að fá lúðu á stöngina.  Hann sagði að lúða léti hafa fyrir sér og það væri það sem hann og félagar hans voru að leita að.

Nú er lúðuveiði bönnuð á Íslandi og sjóstangveiðimennirnir þurfa að skila lúðunni aftur í sjóinn.

En er það eitthvað nýtt að það þurfi að skila ákveðnum tegundum af fiski aftur í sjóinn? 

Ef sjóstangveiðimennirnir fá að vita það fyrirfram að þeir megi veiða lúðu en að þeir þurfi að skila henni aftur, þá tel ég það ekki vera svo neikvætt.

En ferðamennirnir þurfa að fá að vita þetta helst þegar þeir bóka ferðina en allavega áður en að þeir fara á veiðar.

Það er hægt að taka mynd af ferðamanninum með lúðuna og útbúa viðurkenningu þess efnis að hann hafi tekið þátt í að vernda lúðuna við Ísland. 


mbl.is Óvissa með drauminn um að setja í stórlúðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu giftast mér, á Íslandi?

Já, gaman að lesa þessa frétt.

Það eru margir sem vilja gifta sig ég "exótískum" stöðum.

Til dæmis Las Vegas, Havæ, Williamstown og Bermúda og því ekki Ísland?

Ég hef heyrt nokkur pör nefna það við mig að þau vilji gjarnan gefa sig saman á Íslandi, að það hafi komið alvarlega til greina.

Það væri því ekki vitlaust að kynna þetta ferðamönnum þar sem kostur er.

Spennandi og áhugaverð lífsreynsla sem enginn mun gleyma.

Kannski bara að ég sæki um styrkinn hjá Arion banka og hefji markaðssetningu á hjónavígslum á Íslandi.


mbl.is Gefin saman við Seljalandsfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akureyri nýtir sér tækifæri og afnemur sérstöðu Keflavíkurflugvallar

RÚV segir í frétt að Icelandair og Iceland Express ætla að fljúga til Akureyrar frá útlöndum yfir vetrartímann.

Icelandair mun fljúga í gegnum Keflavíkurflugvöll.

Þetta eru auðvitað mjög góðar fréttir fyrir Akureyri og nærliggjandi "sveitir".

Einn helsti styrkur og tækifæri ferðaiðnaðar á Norðurlandi er beint flug til Akureyrar yfir vetrartímann.

Þetta mun fjölga heilsársstörfum og skapa ný störf.

Þetta er einnig grunnur að því að gera svæðið að nýju og sérstöku ferðamannasvæði þar sem ferðamenn þurfa ekki lengur að keyra eða fljúga frá Reykjavíkurflugvelli.  Þeir komast beint frá útlöndum til Akureyrar.

Þetta þarf að markaðssetja vel og eiga allir sem hagsmuni hafa af þessu að taka þátt í þessu stórkostlega verkefni með Icelandair og Iceland Express.


Samkeppnisforskot Íslands er ekki að selja forskotið úr landi

Annaðs lagið kemur í fréttum að áhugi sé fyrir því að leggja sæstreng til Evrópu og selja rafmagn.

Mér finnst það ekki góð hugmynd.

Ég tel nefnilega hvernig orkan er framleidd á Íslandi vera forskot fyrir íslenska framleiðslu.

Þetta forskot á ekki að vera selt úr landi.

Þau fyrirtæki sem vilja íslenska orku eiga að koma til Íslands og nýta orkuna á Íslandi.

Svo á auðvitað yfir höfuð ekki að nýta í dag alla virkjunarmöguleika.  Við verðum einnig að hugsa aðeins fram í tímann og hugsa hvernig næstu kynslóðir ætla að framleiða orku.  Íslendingum er að fjölga og það verðum við að hafa í huga og við megum ekki grafa undan þeirra tækifærum á eðlilegum hagvexti.

Annað forskot sem við höfum er að raforka á Íslandi er ódýr.  Ef sæstrengur verður lagður, þá hækkar að öllum líkindum raforkuverð á Íslandi, eða á að "gefa" Íslendingum rafmagnið sem annars er hægt að selja á miklu hærra verði erlendis?

Við eigum að hugsa um náttúruna og samfélagið á Íslandi sem gefur okkur meiri hagnað og hagvöxt en að flytja eitt af forskotum landsins til útlanda.


mbl.is Gæti kallað á fleiri virkjanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugvöllurinn í Aðaldal er tækifæri

Ég skrifaði um ferðamennsku á Húsavík í fyrra.

Þetta var SVÓT greining og svo örlítið um hvernig fyrirtæki geta starfað saman að uppbyggingu í ferðaþjónustu. Einnig hversu mikilvægt það er að íbúar á svæðinu og bæjarfulltrúar starfi með ferðaiðnaðinum á svæðinu til að búa til langtíma samkeppnisforskot.

En í greiningunni, þá taldi ég að flugvöllurinn í Aðaldal væri tækifæri sem ætti að finna leiðir til að nýta.

Þess vegna var ég mjög ánægður þegar ég heyrði, í fyrra, að Ernir ætlaði að hefja áætlunarflug til Húsavíkur.

Ef Ernir á að halda áfram áætlunarflugi til Húsavíkur þá þurfa fyrirtæki á Húsavík að starfa með flugfélaginu í að nýta þetta tækifæri.

Ekkert fyrirtæki á að vera eyland í ferðaiðnaðinum.


mbl.is Flogið til Húsavíkur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðamenn og Reykjavíkurhöfn

Mér finnst nýja Icelandair hótelið við slippinn alveg frábært. 

Það var mjög góð hugmynd að opna hótel í húsinu við slippinn.

Þetta er það sem ferðamönnum finnst spennandi og eru að leita eftir þegar þeir koma til landsins.

Erlendis sjáum við hvernig búið er að breyta gömlum hafnarsvæðum í flottar íbúðir og verslanir.

Mér fyndist það mikil synd ef svo væri í Reykjavíkurhöfn.  Mér finnst nauðsynlegt að halda iðnaði, fiskvinnslu og alvöru bátahöfn í Reykjavík.

Þetta er ein af sérstöðum Reykjavíkur.  Hún hverfur ef einungis hótel, íbúðir og verslanir verða við höfnina.

Ég man eftir því þegar ég var að vinna við frystitogara í Reykjavíkurhöfn fyrir mörgum árum að þá komu margir ferðamenn að skoða og spyrja mig spurninga.

Það verður spennandi að sjá framhaldið.


mbl.is Vilja endurmeta mörk hafnar og borgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóri sannleikurinn í Icesave!

Ég er með gott myndband þar sem teknar eru saman helstu staðreyndir Icesave-málsins.

Helstu atrðið deiluaðila og svo niðustöðuna í málinu, þ.e. stóra sannleikann.

Það er ekki hægt að deila um það sem kemur fram í myndbandinu.

Staðreyndirnar tala sínu máli.

Plataði þig.  Tounge

Langar ekkert að skrifa um Icesave.


mbl.is Kostnaðurinn hefði orðið 80 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugavert að atvinnulausum skuli fækka í Sviss

Ég ætla aðeins að leyfa mér að blogga um ESB og Sviss.

Sviss er með samninga við ESB ríkin sem jafngildir fjórfrelsinu svokallaða.

Samt sem áður fækkar atvinnulausum í Sviss.

Ég hefði talið, miðað við ástandið í nágranaríkjunum, að atvinnulausum myndi fjölga þar sem fleiri væru í atvinnuleit, þ.e. frá ESB ríkjunum og þeir Svisslendingar sem missa vinnuna við að fyrirtæki ráða ódýrt erlent vinnuafl.

Þetta virðist sýna að ríki sem hafa það gott fyllast ekki af erlendum aðilum í atvinnuleit og í leit að bótum.

Þrátt fyrir að almannarómur fullyrðir að svo sé.  Ég er eiginlega hissa á því hversu hvassyrtir margir Svisslendingar eru gagnvart útlendingum.  Minnir svolítið á suma andstæðinga ESB á Íslandi.

Ég vil engar leiðinda athugasemdir við þetta blogg heldur málefnalegar og vonandi þá einnig heimildir ef menn vilja koma með "staðreyndir" málsins.

Ég vil setja hérna inn myndband af hinum "heimsfræga" og frábæra svissneska listamanni DJ Bobo.  Er hann ekki frábær?


mbl.is Atvinnulausum Svisslendingum fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Schengen og páskafrí

Ég vil byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegra páska.

Ég er í páskafríi og er ansi ánægður með það.  Það er aldrei að vita hvenær ég fæ næst frí á páskunum.

Það er ekki sjálfsagður hlutur að fá páskafrí þegar við störfum í ferðaiðnaðinum, hvort sem það er að veita þeim þjónustu eða við framleiðslu.

Ég ákvað að verja páskafríinu í ár m.a. við að skrifa viðskiptaáætlun fyrir hótel á Íslandi og að búa til plakat og ritgerð sem fylgir því.

En margir skólafélagar ákváðu að ferðast um Evrópu og kynnast þessari heimsálfu.

Ein góð ástæða fyrir því af hverju svona margir skólafélagar ákveða að ferðast um Evrópu er Schengen-samstarfið.

Margir skólafélaga minna eru frá Asíu og áður fyrr þurftu þeir vegabréfaáritun fyrir hvert einasta land.  Núna er nóg fyrir þá að vera með Schengen-vegabréfsáritun og þá hafa þau þegar þau hefja nám í Sviss.

Ég man að áður en að Sviss gekk í Schengen að þá þurftu samnemendur mínir að sækja um vegabréfsáritun fyrir hvert einasta land í Evrópu.  Það skipti ekki máli hvort þeir voru á leiðinni þangað eða ekki.  Þá fóru ansi margir til Englands.

Núna fer enginn til Englands, þ.e. Bretlandseyja, því það þarf að sækja sérstaklega um vegabréfsáritun þangað.

Fyrir þennan hóp hefur Schengen-samstarfið haft góð áhrif.  Ég er ánægður fyrir þeirra hönd.

Ég hlakka til að heyra ferðasögurnar þeirra.


Nú lenti ég í því. Allt lokað!

Var samviskusamur og var að vinna og læra í allan dag.

Ég var á ferðinni til Chur seinni partinn og ákvað að versla fyrir alla páskahelgina í kvöld, þ.e. fyrir átta.

En svo þegar ég mætti í miðbæinn var allt lokað og var búið að vera lokað frá því klukkan 17 eða 18.

Svona er Sviss.

Sviss hefur mikla sérstöðu hvað ferðaiðnaðinn varðar eða það teljum við að minnsta kosti.

Í dag er svissneski ferðaiðnaðurinn í mikilli vörn.  Það eru miklar deilur um það í hvaða átt á að stefna.  Það hefur að einhverju leiti með það að gera að norðursvæðin græða meira en svæðin sem græða á gestum sem gista til lengri tíma.

Graubünden er í vörn.  Þar er allt saman lokað þessa helgi nema á laugardag og verslanir opna ekki fyrr en á þriðjudag.

Sumir telja sérstöðuna vera íhaldsama Sviss, þ.e. allt lokað eins og hefur alltaf verið.

Sumir vilja breyta sérstöðunni og hafa opið á meðan að ferðamenn eru á svæðinu.

Það er áhugavert að fylgjast með umræðunni og enn áhugaverðara verður þegar, eftir nokkur ár, kemur í ljós hver rétta leiðin var.

Það er þannig með allt að enginn getur séð í dag hvað er best á morgun.

Ég sjálfur tel best að hafa opið,  ferðamenn vilja hafa opið á ferðum sínum í dag.  Þeir eru í fríi og vilja njóta alls þess sem svæðið hefur upp á að bjóða.

Það vil ég að minnsta kosti, en hvað finnst þér?  Opið eða lokað?  Hver á sérstaðan að vera í þessu máli?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband