Egill sýnir okkur rusl í miðbænum

Þær eru ekki fallegar myndirnar sem Egill Helgason tók í morgun og setti á bloggið sitt.

Við hljótum nú að geta "hitt" í ruslafötuna eða ef hún er full, fundið aðra eða sett ruslið við ruslafötuna.

En annað kom mér á óvart og það er að það er fullt af rusli fyrir framan veitinga- og skemmtistað í miðbænum.

Þegar við rekum fyrirtæki, þá viljum við líklega öll fá inn viðskiptavini.

Það gerum við með að hafa hreint og snyrtilegt inni og úti.

Þegar ég starfaði í Berlín, þá fórum við reglulega út til þess að sópa og henda rusli.

Ég ráðlegg öllum fyrirtækjum að hreinsa einnig svæði sem þau eiga ekki, mér finnst það sjálfum eðililegt.


Páskafrí og þjónusta við ferðamenn

Nú fer að koma að páskahelginni.

Þá helgi eru margar matvöruverslanir, veitingahús, fataverslanir og aðrar verslanir lokaðar.

Það fær mig til að hugsa um alla ferðamennina sem verða á landinu þessa helgi.

Munu þeir fá þá þjónustu sem þeir sækja eftir eða fara heim frekar vonsviknir frá landinu "lokaða".

Þriðjungur þeirra ferðamanna sem koma til landsins hafa rætt við fjölskyldu og vini til að fá upplýsingar um landið.  Það segir okkur að "huglægum" upplýsingum er miðlað.  Vonandi jákvæðum.

Til þess að ferðaþjónusta eigi einhvern möguleika, þá þarf að vera til þjónusta við ferðamennina.

Að hafa allt lokað kemur ekki til greina.

Verslanir og ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að spjalla saman um það hvenær verslanir ættu að hafa opið eða þá yfirleitt.

Ef verslanir hafa lokað, þá getur ferðaþjónustufyrirtækið ekki séð annan möguleika en að opna sjálft verslun og t.d. einnig kaffihús.

Þar með hætta ferðamenn að versla í öðrum verslunum nema hjá ferðaþjónustuaðilanum.

Ég er ekki svo viss um að það sé gott fyrir neinn í samfélaginu nema ferðaþjónustuaðilann.

Til þess að allt samfélagið hafi hagnað af ferðamönnum þurfa hagsmunaaðilar á svæðinu að tala saman og ræða hvernig þeir skulu hafa fyrirtæki sín opin á frídögum.

Samráð er best í ferðaþjónustu.


Samherji og siðferðiskennd Íslendinga

Siðferði á að skipa stóran sess í rekstri fyrritækja.

Vakinn, ný umhverfisvottun í ferðaþjónustu, gerir þá kröfu að fyrirtæki skrifi undir siðareglur áður en að fyrirtækið fær vottun.

Þó svo að Samherji er ekki fyrirtæki í ferþaþjónustu, þá er vert að skoða umfjöllun um fyrirtækið.

Það er sakað um að brjóta íslensk lög.

Í gær ákvað Samherji að dótturfyrirtæki sitt í Þýskalandi hætti viðskiptum við íslensk fyrirtæki Samherja á meðan að rannsókn á sér stað á meintum brotum.

Er það ekki eðlilegt að fyrirtæki hætti viðskiptum sem gætu fallið undir brot á gjaldeyrislögum á meðan á rannsókn stendur?

Þetta hefur einnig áhrif á þýska fyrirtækið.  Ég þekki ekki til þess að fyrirtæki í Þýskalandi fái að halda áfram viðskiptum sem geta hugsanlega verið ólögleg og eru ransökuð af yfirvöldum.

Þetta er auðvitað sárt fyrir þá einstaklinga og bæjarfélög sem hafa notið þess að fá fisk frá DFFU. 

En meint lögbrot er meint lögbrot.

Mér sýnist hér ein ástæða hrunsins vera komin í ljós, miðað við umræðu um málið eftir fréttirnar frá DFFU.

Siðferðiskennd margra Íslendinga virðist leyfa áframhaldandi lögbrot á meðan það er talið vera "almannahagur".

Það finnst mér ekki vera rétt.  Lög eru lög sem á að fara eftir og ef vafi er á því hvort verið sé að brjóta lög, þá á að hætta þeirri starfsemi sem er undir grun á meðan verið er að rannsaka málið.

Eða á að dæma fyrirtækið fyrri gróf brot sem héldu áfram á meðan á rannsókn málsins stóð?

Almannahagur byggir á lögum og reglum sem farið er eftir en ekki tilfinningu fólks á hvað er rétt eða rangt.


Erfitt fyrir alþjóðlegt fyrirtæki að starfa á Íslandi

Það getur ekki verið annað en erfitt að starfa sem alþjóðlegt fyrirtæki í landi sem ríkja höft í gjaldeyrisviðskiptum.

Áherslur breytast með þeim. Öllum erlendum gjaldeyri er haldið í burtu frá því landi þar sem höftin eru. Það er alveg augljóst og þannig haga öll fyrirtæki sér og það stendur í öllum kenslubókum.

Það er betra fyrir DFFU, Samherja, að selja fiskinn þangað sem engin höft eru. Alveg augljóst að gera það þegar Samherji er í skoðun, grunað um brot á gjaldeyrislögum.

Við verðum einnig að spyrja okkur hvort efnahagsmál eru svo slæm á Íslandi að krónan á í hættu á að falla ef eitt fyrirtæki skilar ekki öllum sínum gjaldeyri til landsins.

Þessir nokkru milljarðar eiga ekki að hafa þessi áhrif á krónuna, nema í áróðursleik stjórnvalda.

Seðlabankinn á líklega eftir að fara í gegnum allt bókhaldið og koma auga á eitthvað sem ekki er alveg eftir reglum þess og lögum frá Alþingi því ég tel annað vera útilokað hjá svona stóru alþjóðlegu fyrirtæki. Þó svo að fyrirtækið telji sig fara eftir bestu getu eftir lögum og reglum.

Í raun eru öll fyrirtæki með dótturfyrirtæki erlendis með stöðu "grunaðra" í dag og ættu að vera ransökuð. Ef allt á að vera gert rétt, þá ætti Seðlabankinn að setja "gjaldeyriskommissara" í hvert fyrirtæki sem stundar útflutning. Er það þetta sem við viljum?

Er ekki þessi ransókn Seðlabankans dæmi um að krónan er í mjög vondum málum?

Ég veit að þessi færsla er útúrdúr frá því sem ég ætla mér að blogga um, en ferðaiðnaðurinn er útflutningsgrein eins og sjávarútvegurinn.

Samt léttur því sólin skín og ég sé hérna mörg tækifæri. Tounge


"Umframhagnaður" ræddur á Alþingi og bréf til SAF

Ég rataði óvart á vefsíðu Alþingis í gær. Þór Saari

Ég var svo viss um að ég yrði leiðinlegur og neikvæður á eftir að horfa á umræður um nýtt kvótafrumvarp. 

En nei, ég var ansi hress á eftir að horfa á umræðurnar því deilt var um orðið "umframhagnaður".

Það getur aðeins verið mjög vitræn umræða byggð á rökum og þekkingu.

Ég hló mig máttlausan.

Hvað er eiginlega "umframhagnaður"?  Er það hagnaður sem er meiri en ríkið leyfir?

Þegar fyrirtæki er rekið, á það þá að passa sig á því að sýna ekki umframhagnað?

Ég veit það ekki, svei mér þá.

En ég fann þessa grein frá 1997 um "umframhagnað" og kvótamál.

Mér finnst mikilvægt að Alþingi ræði mál á faglegum nótum en ekki með einhverjum furðulegum hugtökum.

Alþingi á ekki heldur að setja fyrirtækjum í landinu fyrir hver arðsemi þeirra á að vera (eða umframhagnaður).

EBIDTA, er það hugtak enn mikið notað á Íslandi?

Í lokin vil ég benda á grein og bréf til Samtaka ferðaþjónustunnar sem Þór Saari skrifaði.  Það vekur upp umhugsun hvort það sé "umframhagnaður" í greininni.

Þetta á ekki að vera gagnrýni á ríkisstjórnina eða stjórnarandstöðuna, heldur aðeins smá umhugsun í byrjun dags.


Er Seðlabankinn að missa tökin eða endalaus tækifæri

Það hafa ekki verið góðar fréttir undanfarið hvað gjaldeyrismál varðar.

Gengisvísitalann hefur ekki verið hærri í langan tíma.

Gjaldeyrir virðist ekki vera að skila sér til landsins.

Seðlabankinn seldi evrur fyrir 12 milljónir til þess að reyna að styrkja krónuna en ekkert varð úr þeirri styrkingu.

Svo herti Alþingi lög um gjaldeyrishöft í von um að gjaldeyrir muni skila sér í útboði Seðlabankans.

Nú gefur hann til kynna að hann muni selja evrur í útboði í dag og hugsanlega setja lágmarksverð á gjaldeyrinn, þ.e. 1 evra á 255 krónur.

Það merkir að erlendir aðilar sem eiga krónur þurfa helst að bjóða 255 krónur fyrir evruna svo að Seðlabankinn taki tilboðinu.

Það er ansi hátt því gengi Seðlabankans í dag er 169,07 krónur fyrir evru. Lágmarksverðið er því u.þ.b. 50% hærra en skráð gengi bankans.

Það þurfa því að vera ansi órólegar krónur sem vilja taka þátt í uppboðinu, skildi maður telja.

Nema þá að hertu gjaldeyrishöftin gera það að verkum að erlendir aðilar sjá ekki annan kost á borði en að taka þessu tilboði.

Við getum einnig spurt okkur hvort að krónuútboð Seðlabankans verði þannig að þeir sem taka þátt í krónuuppboði bankans fái fleiri krónur fyrir evruna, þ.e. allt sem er undir 255 krónum.

Það getur sett enn meiri þrýsting á krónuna, þ.e. að enginn vill koma með krónur í landið nema í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans.

Það getur því verið tækifæri í dag til þess að fjárfesta langt undir fjárfestingarkostnaði innlendra aðila sem eiga aðeins viðskipti á Íslandi við íslenska banka.

Við skulum vona það besta og sjá hvað kemur út úr útboðinu í dag og svo hvað kemur út úr krónuuppboðinu.

Það er alltaf tækifæri fyrir einhverja að þéna á þessu.

Kaldbakur er dæmi um það eins og kom fram í fréttum í síðustu viku svo og erlendu aðilarnir sem eru að kaupa Vörð.

Nú gæti verið tækifæri fyrir þig að finna fjárfesta, fyrirtæki eða einstaklinga til að lána þér til stórframkvæmda á Íslandi eða í samstarfi með þér.

Ég reikna ekki með því að menn vinni svona: Grin


mbl.is Setur hugsanlega lágmarksverð í útboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lord of the Rings og Nýja Sjáland

Þegar fyrsta Lord of the Rings myndin var gefin út þá tóku ferðamálayfirvöld á Nýja Sjálandi upp á því að markaðssetja landið fyrir áhugamenn um Lord of the Rings.

Á heimasíðu ferðamálastofu Nýja Sjálands er sérstaklega hægt að smella á "Home of Middle-earth".

Í vetur voru þættirnir "Game of Thrones" teknir að hluta til á Íslandi.

Væri hægt að gera út á þá þætti á Íslandi?

Ég er viss um að margir Þjóðverjar myndu vilja fara á slóðir bókarinnar og kvikmyndarinnar 101 Reykjavík.

Margar pælingar og mörg tækifæri sem hægt er að nýta.


mbl.is Eftirspurnin kallar á uppbyggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Jägermeister að Waldmeister?

jaegermeister_kraeuter_likoer_35_1_0l_flasche_liqueur 

Dýraverndunarsamökin Peta hafa ráðlagt framleiðendum Jägermeister að breyta nafninu í Waldmeister.

Samtökin telja að nafnbreytingin muni hafa jákvæð áhrif á sölu áfengisins.  Ástæðan er sú að þeir sem eru á móti veiðum á villibráð muni hægt og rólega hætta að kaupa áfengið í framtíðinni vegna nafnsins.

Peta leggur til að áfengið fái nafnið Waldmeister, en Waldmeister er þekkt lækningajurt.

Með þessu telur Peta að áfengið muni höfða til breiðari hóps neytenda.

Focus greinir frá þessu.

Mér finnst þetta mjög áhugavert en ég tel engar líkur á því að skipt verði um nafn á áfenginu.  Nafnið er það þekkt og nafnbreyting og svo þekktu áfengi er dýrt.

Það eru fleiri sem hugsa um áfengið Jägermeister en veiðar á villibráð þegar nafnið er nefnt. 

Allavega í mínu umhverfi, en ég er ekki í Peta.

Samt er þetta mjög virðingarvert hjá Peta að vera ekki aðeins á móti heldur koma í leiðinni með tillögu að breytingu.

Finnst þér nafnbreyting í lagi?  Það væri áhugavert að lesa hvað þér finnst.


Góð hugmynd fer illa af stað.

Mér finnst það mjög góð hugmynd að selja pakkaferðir á Þjóðhátíðina.

Það er samt ekki sérlega sniðugt að auglýsa pakkaferðirnar eins og nú hefur verið gert.

Þjóðhátíðarnefnd átti að semja við Herjólf þannig að fyrirfram væri ákveðið að selja pakkaferðir með Herjólfi.

Það hefur líklega verið gert, en að koma með eftirfarandi athugasemd á Facebook er ekki sérlega gott:

"Uppselt er í flestar ferðir til Eyja föstudag og laugardag fyrir Þjóðhátíð og mánudag og þriðjudag frá Eyjum eftir Þjóðhátíð.
Strax við upphaf sölunar í morgun keypti Þjóðhátíðnend verulegt magn miða í allar ferðir til Eyja fimmtudag og föstudag og frá Eyjum mánudag og þriðjudag. VIð bendum farþegum okkar góðfúslega á vefsíðuna
www.dalurinn.is"

Þetta fær marga til að halda að Þjóðhátíðanefnd ætli sér að selja miðana dýrar en Herjólfur og að það sé engin samvinna milli Herjólfs og Þjóðhátíðarnefnar.

Það er nauðsynlegt að samstarf komi fram hjá fyrirtækjunum.  Það er ekkert að því að Herjólfur þeim sem hafa á huga að mæta á Þjóðhátíð að bóka farið með Herjólfi hjá þeim, en ekki með þeim hætti sem hefur verið gert. 

Ég tel ekkert að því að aðeins verði hægt að bóka pakkaferðir til Eyja á þessum tíma.  Ein bókunarsíða ætti að vera nóg til þess en ekki tvær sem virðast vera í samkeppni.

Þetta verður flott næst.


mbl.is Keypti stóran hluta miða í Herjólf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænland via Ísland

Í fréttinni um nýju Dash 8-200 kemur fram að áfangastöðum Flugfélags Íslands á Grænlandi hefur fjölgað í fimm og að tíðni flugferða hefur verið aukið töluvert.

Einnig kemur fram að 20% fleiri farþegar hafa bókað flug til Grænlands miðað við sama tíma í fyrra.

Getur verið að best sé að fljúga í gegnum Ísland til áfangastaða á Grænlandi?

Singapore hefur unnið að því, með öðrum þjóðum á svæðinu, að verða að miðpunkti ferðamanna á ferðum sínum um Asíu.

Icelandair flýgur með farþega til Íslands og Flugfélag Íslands með þá áfram til Grænlands.

Gott samstarf við Grænland í markaðssetningu getur falið í sér mörg tækifæri.  Hugsanlega einnig með Færeyjum.

Ég tel að náið samstarf þessara þjóða í markaðssetningu í ferðamálum fela í sér mjög mörg tækifæri í famtíðinni.

Ég er viss um það að starfsmenn Flugfélags Íslands eru að vinna sína heimavinnu mjög vel.


mbl.is Nýju DASH-vélarnar komnar í loftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband