Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012
Drífum þetta bara af eða bitnar það á þjónustustiginu?
30.4.2012 | 20:50
Já, ferðamönnum er að fjölga.
Það er ansi ánægjulegt og skemmtilegt.
Það er samt sem áður ekki sérlega sniðugt að fá svona mörg skemmtiferðaskipt í einu.
Eins og sagt er frá í fréttinni, þá verða líklega ansi margar rútur á ferðinni með ferðamenn hingað og þangað.
Þá er spurning hvort að þjónustustigið verði lakara.
Það má alls ekki bara drífa þetta af og láta það bitna á þjónustustiginu.
Þá getur það endað þannig að allir verða óánægðir með ferðina um Ísland.
Reynum að vinna hratt og vel en samt sem áður halda uppi góðu þjónustustigi.
Þetta er vissulega törn, en hún verður að vera með bros á vör og góðu viðmóti.
Til lengri tíma litið er ekki sniðugt að fórna þjónustustiginu fyrir hærri tekjur til skemmri tíma.
Lúxusvandi í ferðaþjónustu 18. júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýkrónur og fjárfesting íslenskra einstaklinga og fyrirtækja
30.4.2012 | 05:14
Það eru uppi hugmyndir að myntbreytingu hér á Íslandi.
Að losa landið við svokallaðar "froðueignir".
Þetta er áhugaverð hugmynd sem á sér hliðstæðu í herteknu Þýskalandi þar sem Ludwig Erhardt var skipaður fjármálaráðherra af hersetuliðinu í vesturhluta Þýskalands. Það var engin stjórnarskrá til á þessum tíma og því enginn eignarréttur.
Gjaldeyrishöftin voru sett á, í október 2008, til þess að erlendir eigendur íslenskra króna gætu ekki skipt þeim yfir í erlenda mynt
Síðan þá hafa íslensk fyrirtæki þurft að skipta öllum útflutningstekjum í íslenskar krónur.
Vegna þessa erfiða ástands og mikillar óvissu í efnahagsmálum hefur verið lítið um fjárfestingar.
Eru það froðueignir þegar fyrirtæki og einstaklingar hafa verið að leggja peninga til hliðar til þess að mæta óvissu?
Það er of seint að skipta yfir í nýkrónur nema að upphæðin sem skerðist er það há að þeir sem hafa verið að reyna að minnka óvissu og tryggja rekstur fyrirtækja sinna verði ekki fyrir skerðingu.
Hættan af umræðu um nýkrónur er auðvitað sú að peningar fara að leita að fjárfestingarkostum í fasteignum og öðru slíku sem verður til þess að fasteignaverð hækkar.
Er það nóg fyrir þá sem skulda mest að fasteignaverð þeirra hækkar þannig að þeir verða komnir í jákvæða eignastöðu?
Skiptir þá greiðslugeta skuldara þá engu máli?
Umræðan um nýkrónur er áhugaverð, en verði þessi hugmynd að veruleika getur hún sogið í burtu hluta af fjárfestingarfé þeirra fyrirtækja sem hafa viljað fara varlega hingað til.
Þannig gæti fjárfesting Íslendinga dregist saman enn meir því ekkert fé er lengur til og það gæti kallað á enn meiri erlenda fjárfestingu.
Þetta er ágætis umræða, en við verðum einnig að horfa á þetta út frá fyrirtækjum sem hafa viljað fara varlega í fjárfestingum vegna efnahagsástandsins.
Við verðum að læra að betra er að eiga fyrir fjárfestingum en að taka lán fyrir henni. Það áttum við að læra í hruninu í október 2008.
Þau okkar sem erum á móti því hversu bankarnir eru sterkir eiga að vera ánægð með einstaklinga og fyrirtæki sem ekki skulda heldur leggja til hliðar og fjárfesta án þess að þurfa að taka mikil lán.
Að taka sparnaðinn og kalla hann froðueign er ekki til þess að kenna okkur sparnað.
Fjárfestingar í ferðaiðnaði kallar oft á kostnaðarsama fjárfestingu. Þetta er langtíma fjárfesting. Þess vegna er gott að leggja tekjur til hliðar og fjárfesta með eigin peningum til þess að tryggja áframhaldandi rekstrargrundvöll.
Sparnaður er dyggð.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 05:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Starfsmenn Hörpunnar þurfa að taka sig á
29.4.2012 | 11:49
Ráðstefnu- og tónlistahúsið Harpa er ansi fín bygging.
Ég er samt sem áður ekki eins ánægður með starfsfólk Hörpu og hvernig það kemur fram.
Það virðist mikið vanta upp á þekkingu þeirra og reynslu.
Vísir birti frétt og vísaði í starfsmenn Hörpunnar um að hætt hefði verið að taka við bókunum vegna árshátíða fyrirtækja. Var það vegna kvartanna gesta sem voru á sama tíma á tónleikum með Björk og heyrðu háværa tónlist frá árshátíðinni.
Ég spyr mig, hvaða starfsmaður Hörpunnar ákveður að taka við bókun árshátíðar með tónlist um leið og Björk er með tónleika? Það getur því miður ekki verið mjög reyndur starfsmaður, því hann tekur ekki við 2 viðburðum í einu þar sem hávær tónlist er spiluð.
Ég sendi tölvupóst á netfang Hörpunnar og bað um bæklinga þar sem kennari minn, í hótelskóla erlendis, hefði áhuga á því að koma til Íslands með bekkinn sinn og skoða Hörpuna.
Ég fékk sent umslag með 3 bæklingum á ensku um Hörpuna. Ég get verið ánægður með það, en það sem vantaði var bréf með bæklingunum og nafn á starfsmanni Hörpunnar sem gæti sinnt okkur frekar.
Þar sem ég hef starfað hefur þetta alltaf verið þannig. Það er til þess að sá sem fær upplýsingar í hendurnar getur strax haft samband við einhvern sem er ábyrgur fyrir framhaldi á viðskiptunum. Þá eru viðskiptin einnig strax orðin persónulegri, en það er mikilvægt í viðskiptum.
Ég sendi því tölvupóst og spurði við hvern ég ætti að tala við. Ég fékk svar um hæl, sem var ekki staðlað, þar sem ég var kallaður Júlíus. Hvað sgir það okkur um fagmennsku?
Nú síðast var í fréttum að konur væru með bílastæði merktar sér í bílastæðahúsi Hörpunnar. Umræðan varð til þess að Harpan gaf út tilkynningu um það að breyta ætti bílastæðunum í "fjölskyldustæði".
Starfsmenn höfðu ekki hugmynd um það af hverju stæðin voru merkt konum til að byrja með. Það virðist sem þeir hafi ekki haft hugmynd um af hverju stæðin voru merkt konum. Þeir fara í vörn og breyta stæðunum.
Starfsmenn þurfa að vita af hverju boðið er upp á þessi stæði. Fyrir mig, sem hefur búið og starfað erlendis vissi strax af hverju stæðin voru merkt konum og blaðamenn og aðrir hefðu strax fengið traustvekjandi svar og strax gefið í skyn að ekki stæði til að breyta þeim í "fjölskyldustæði".
Það er mikilvægt að svona stórt og dýrt hús hafi reynda starfsmenn sem vita hvað þeir eru að gera. Það verður að vera krafa eigenda hússins.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Keflavíkurflugvöllur, nafnarugl á Suðurnesjum sem verður að lagfæra
25.4.2012 | 16:20
Ég er að skrifa ritgerð um hótel á Suðurnesjum. Það verður víst að vera ónafngreint eins og er.
Ég var að skrifa um Keflavík og áttaði mig svo á því að Keflavík er í raun og veru ekki til.
Í dag heitir Keflavík Reykjanesbær.
En af hverju heitir Flugstöð Leifs Eiríkssonar þá enn Keflavíkurflugvöllur og með póstnúmerið 235 Reykjanesbær?
Eða á ensku, Keflavik International Airport?
Fékk ekki flugstöðin nafnið Flugstöð Leifs Eiríkssonar?
Á spurningarlista sem ferðamenn fengu var spurt hvort þeir hefðu komið til Keflavíkur. Hvernig geta ferðamenn vitað að þeir voru í Keflavík þegar bærinn heitir Reykjanesbær?
Samt spyrja ríkisstyrkt samtök að þvi hvort þau hafi komið til Keflavíkur.
Það sem Markaðsstofa Suðurnesja verður að gera er að samhæfa nöfnin á Suðurnesjum og fá fyrirtæki á svæðinu að nota eitt nafn á stöðum og svæðum.
Fyrsta skrefið í samhæfingu svæða er að koma sér saman um nöfn. Þannig geta hin ýmsu fyrirtæki vísað í það nafn.
Er Keflavíurflugvöllur á landi Sandgerðis? Eru hagsmunir Sandgerðis ekki að það komi fram?
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Förum eftir lögum, reglum og stjórnarskrá
24.4.2012 | 07:26
Dómur Landsdóms yfir Geir H. Haarde er áhugaverður.
Ég hlustaði á hann í beinni útsendingu frá Íslandi hér í Sviss.
Mér finnst dómurinn segja mér að það á að fara eftir lögum, reglum og stjórnarskránni.
Fyrirtæki eiga að fara eftir lögum og einstaklingar einnig.
Þó svo að önnur fyrirtæki hafi brotið lög merkir ekki að þú eigir einnig að brjóta þau.
Reglur Seðlabankans um gjaldeyrishöft gerðu ráð fyrir því að einstaklingar og fyrirtæki myndu brjóta reglurnar.
Núverandi lög Alþingis um gjaldeyrismál gera ráð fyrir því að lög séu brotin upp að ákveðnu marki.
Er eðlilegt að Seðlabanki Íslands og Alþingi geri ráð fyrir að ákveðinn hluti fyrirtækja og einstaklinga brjóti lögin?
Það þarf að breyta miklu á Íslandi. Stjórnsýslan þarf að sýna fordæmi í þessum málum.
Norska lúðan og ferðamaðurinn
17.4.2012 | 06:20
Ég þurfti einu sinni að kalla til lásasmið á aðfangadag í Berlín.
Lásasmiðurinn var hinn hressasti, en hresstist enn meir þegar hann heyrði að ég væri frá Íslandi.
Hann hafði nefnilega farið til Lofoten með vinum sínum í sjóstangveiði.
Hann lýsti stærsta draumi félaga sinna og hans sjálfs. Þessi draumur var að fá lúðu á stöngina. Hann sagði að lúða léti hafa fyrir sér og það væri það sem hann og félagar hans voru að leita að.
Nú er lúðuveiði bönnuð á Íslandi og sjóstangveiðimennirnir þurfa að skila lúðunni aftur í sjóinn.
En er það eitthvað nýtt að það þurfi að skila ákveðnum tegundum af fiski aftur í sjóinn?
Ef sjóstangveiðimennirnir fá að vita það fyrirfram að þeir megi veiða lúðu en að þeir þurfi að skila henni aftur, þá tel ég það ekki vera svo neikvætt.
En ferðamennirnir þurfa að fá að vita þetta helst þegar þeir bóka ferðina en allavega áður en að þeir fara á veiðar.
Það er hægt að taka mynd af ferðamanninum með lúðuna og útbúa viðurkenningu þess efnis að hann hafi tekið þátt í að vernda lúðuna við Ísland.
Óvissa með drauminn um að setja í stórlúðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Viltu giftast mér, á Íslandi?
14.4.2012 | 18:40
Já, gaman að lesa þessa frétt.
Það eru margir sem vilja gifta sig ég "exótískum" stöðum.
Til dæmis Las Vegas, Havæ, Williamstown og Bermúda og því ekki Ísland?
Ég hef heyrt nokkur pör nefna það við mig að þau vilji gjarnan gefa sig saman á Íslandi, að það hafi komið alvarlega til greina.
Það væri því ekki vitlaust að kynna þetta ferðamönnum þar sem kostur er.
Spennandi og áhugaverð lífsreynsla sem enginn mun gleyma.
Kannski bara að ég sæki um styrkinn hjá Arion banka og hefji markaðssetningu á hjónavígslum á Íslandi.
Gefin saman við Seljalandsfoss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Akureyri nýtir sér tækifæri og afnemur sérstöðu Keflavíkurflugvallar
14.4.2012 | 13:48
RÚV segir í frétt að Icelandair og Iceland Express ætla að fljúga til Akureyrar frá útlöndum yfir vetrartímann.
Icelandair mun fljúga í gegnum Keflavíkurflugvöll.
Þetta eru auðvitað mjög góðar fréttir fyrir Akureyri og nærliggjandi "sveitir".
Einn helsti styrkur og tækifæri ferðaiðnaðar á Norðurlandi er beint flug til Akureyrar yfir vetrartímann.
Þetta mun fjölga heilsársstörfum og skapa ný störf.
Þetta er einnig grunnur að því að gera svæðið að nýju og sérstöku ferðamannasvæði þar sem ferðamenn þurfa ekki lengur að keyra eða fljúga frá Reykjavíkurflugvelli. Þeir komast beint frá útlöndum til Akureyrar.
Þetta þarf að markaðssetja vel og eiga allir sem hagsmuni hafa af þessu að taka þátt í þessu stórkostlega verkefni með Icelandair og Iceland Express.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samkeppnisforskot Íslands er ekki að selja forskotið úr landi
14.4.2012 | 09:45
Annaðs lagið kemur í fréttum að áhugi sé fyrir því að leggja sæstreng til Evrópu og selja rafmagn.
Mér finnst það ekki góð hugmynd.
Ég tel nefnilega hvernig orkan er framleidd á Íslandi vera forskot fyrir íslenska framleiðslu.
Þetta forskot á ekki að vera selt úr landi.
Þau fyrirtæki sem vilja íslenska orku eiga að koma til Íslands og nýta orkuna á Íslandi.
Svo á auðvitað yfir höfuð ekki að nýta í dag alla virkjunarmöguleika. Við verðum einnig að hugsa aðeins fram í tímann og hugsa hvernig næstu kynslóðir ætla að framleiða orku. Íslendingum er að fjölga og það verðum við að hafa í huga og við megum ekki grafa undan þeirra tækifærum á eðlilegum hagvexti.
Annað forskot sem við höfum er að raforka á Íslandi er ódýr. Ef sæstrengur verður lagður, þá hækkar að öllum líkindum raforkuverð á Íslandi, eða á að "gefa" Íslendingum rafmagnið sem annars er hægt að selja á miklu hærra verði erlendis?
Við eigum að hugsa um náttúruna og samfélagið á Íslandi sem gefur okkur meiri hagnað og hagvöxt en að flytja eitt af forskotum landsins til útlanda.
Gæti kallað á fleiri virkjanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flugvöllurinn í Aðaldal er tækifæri
14.4.2012 | 07:34
Ég skrifaði um ferðamennsku á Húsavík í fyrra.
Þetta var SVÓT greining og svo örlítið um hvernig fyrirtæki geta starfað saman að uppbyggingu í ferðaþjónustu. Einnig hversu mikilvægt það er að íbúar á svæðinu og bæjarfulltrúar starfi með ferðaiðnaðinum á svæðinu til að búa til langtíma samkeppnisforskot.
En í greiningunni, þá taldi ég að flugvöllurinn í Aðaldal væri tækifæri sem ætti að finna leiðir til að nýta.
Þess vegna var ég mjög ánægður þegar ég heyrði, í fyrra, að Ernir ætlaði að hefja áætlunarflug til Húsavíkur.
Ef Ernir á að halda áfram áætlunarflugi til Húsavíkur þá þurfa fyrirtæki á Húsavík að starfa með flugfélaginu í að nýta þetta tækifæri.
Ekkert fyrirtæki á að vera eyland í ferðaiðnaðinum.
Flogið til Húsavíkur á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |